Afskekkt hótelmæðgin vilja vegabætur á Ströndum strax Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. nóvember 2019 07:30 Sama fjölskyldan hefur rekið hótel í meira en þrjátíu ár á Djúpavík í Reykjarfirði á Ströndum. Fréttablaðið/Stefán Mæðginin Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti og Héðinn Birnir Ásbjörnsson, hótelhaldari á Hótel Djúpavík, krefjast þess að Alþingi forði „merkilegustu sveit landsins“ frá því að leggjast í eyði. Annað yrði ríkisstjórn undir forystu VG til ævarandi skammar. Setja ætti Árneshrepp í forgang sem útvörð Stranda. „Það yrði þessari ríkisstjórn undir forystu VG til ævarandi skammar ef þessi gamla heimasveit mín legði upp laupana á þessu kjörtímabili sem er raunverulegur möguleiki á,“ segir Héðinn Birnir Ásbjörnsson, hótelhaldari á Hótel Djúpavík, í umsögn sinni um drög að samgönguáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi.Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Fréttablaðið/StefánHéðinn er sonur Evu Sigurbjörnsdóttur, oddvita í Árneshreppi, sem setti Hótel Djúpavík á laggirnar ásamt eiginmanni sínum fyrir yfir þremur áratugum. Eins og Héðinn gerir Eva alvarlegar athugasemdir við hversu skarðan hlut Árneshreppur eigi að bera frá borði þegar komi að framkvæmdafé í samgönguáætluninni. „Þar hefur enn einu sinni verið slegið út af borðinu að leggja fjármagn í Veiðileysuháls í Árneshreppi,“ segir Eva í sinni umsögn sem oddviti um samgönguáætlunina. Veiðileysuháls er sunnan Reykjarfjarðar þar sem Hótel Djúpavík er. „Samkvæmt fyrri samgönguáætlun var fyrirhugað að setja í Veiðileysuhálsinn 400 milljónir króna árið 2022, en fyrir okkar fámenna sveitarfélag kemur ekki til greina að bíða svo lengi og gæti þá jafnvel verið orðið of seint.“ Héðinn segir hótelhaldara á Djúpavík mótmæla því harðlega að enn einu sinni eigi að draga lappirnar varðandi uppbyggingu heilsársvegar yfir Veiðileysuháls. Fjölskyldan hafi haldið úti heilsársþjónustu á svæðinu í 35 ár og því kallað á betri samgöngur allt árið. Í aldarfjórðung hafi engar stórar vegabætur verið gerðar í Árneshreppi sem sé eina sveitarfélag landsins sem þurfi að búa við að vera lokað landleiðina þrjá mánuði á ári. „Á sama tíma gerum við ekkert annað en að hafna bókunum ferðamanna sem vilja upplifa Strandir í öllu sínu vetrarveldi,“ segir í umsögn Héðins. Ef enn verði dráttur á vegauppbygginu verði engin byggð við þennan enda vegarins. „Þessi fyrirætlan er til skammar,“ segir Héðinn og bendir á að Árneshreppur sé nú flokkaður í hópi brothættra byggða og því sé samgönguáætlunin ekki í takti við svokallaðar byggðaaðgerðir. „Að lokum biðla ég til þingmanna allra að koma í veg fyrir þessa hneisu og sameinast um að hlúa að þessari merkilegustu sveit landsins.“ Eva ítrekar að tímabært sé fyrir ráðamenn að gera það upp við sig hvort þeir vilja láta heilsársbúsetu í Árneshreppi líða undir lok á sinni vakt eða ekki. Setja ætti Árneshrepp í forgang sem útvörð Stranda. „Ef okkar sveit fer í eyði þá raknar byggðin upp og fyrr en varir yrði Bjarnarfjörðurinn, Kaldrananeshreppur og jafnvel Strandabyggð orðin jaðarbyggðir. Slíkt væri ekki til sóma fyrir yfirvöld þessa lands.“ Árneshreppur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Mæðginin Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti og Héðinn Birnir Ásbjörnsson, hótelhaldari á Hótel Djúpavík, krefjast þess að Alþingi forði „merkilegustu sveit landsins“ frá því að leggjast í eyði. Annað yrði ríkisstjórn undir forystu VG til ævarandi skammar. Setja ætti Árneshrepp í forgang sem útvörð Stranda. „Það yrði þessari ríkisstjórn undir forystu VG til ævarandi skammar ef þessi gamla heimasveit mín legði upp laupana á þessu kjörtímabili sem er raunverulegur möguleiki á,“ segir Héðinn Birnir Ásbjörnsson, hótelhaldari á Hótel Djúpavík, í umsögn sinni um drög að samgönguáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi.Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Fréttablaðið/StefánHéðinn er sonur Evu Sigurbjörnsdóttur, oddvita í Árneshreppi, sem setti Hótel Djúpavík á laggirnar ásamt eiginmanni sínum fyrir yfir þremur áratugum. Eins og Héðinn gerir Eva alvarlegar athugasemdir við hversu skarðan hlut Árneshreppur eigi að bera frá borði þegar komi að framkvæmdafé í samgönguáætluninni. „Þar hefur enn einu sinni verið slegið út af borðinu að leggja fjármagn í Veiðileysuháls í Árneshreppi,“ segir Eva í sinni umsögn sem oddviti um samgönguáætlunina. Veiðileysuháls er sunnan Reykjarfjarðar þar sem Hótel Djúpavík er. „Samkvæmt fyrri samgönguáætlun var fyrirhugað að setja í Veiðileysuhálsinn 400 milljónir króna árið 2022, en fyrir okkar fámenna sveitarfélag kemur ekki til greina að bíða svo lengi og gæti þá jafnvel verið orðið of seint.“ Héðinn segir hótelhaldara á Djúpavík mótmæla því harðlega að enn einu sinni eigi að draga lappirnar varðandi uppbyggingu heilsársvegar yfir Veiðileysuháls. Fjölskyldan hafi haldið úti heilsársþjónustu á svæðinu í 35 ár og því kallað á betri samgöngur allt árið. Í aldarfjórðung hafi engar stórar vegabætur verið gerðar í Árneshreppi sem sé eina sveitarfélag landsins sem þurfi að búa við að vera lokað landleiðina þrjá mánuði á ári. „Á sama tíma gerum við ekkert annað en að hafna bókunum ferðamanna sem vilja upplifa Strandir í öllu sínu vetrarveldi,“ segir í umsögn Héðins. Ef enn verði dráttur á vegauppbygginu verði engin byggð við þennan enda vegarins. „Þessi fyrirætlan er til skammar,“ segir Héðinn og bendir á að Árneshreppur sé nú flokkaður í hópi brothættra byggða og því sé samgönguáætlunin ekki í takti við svokallaðar byggðaaðgerðir. „Að lokum biðla ég til þingmanna allra að koma í veg fyrir þessa hneisu og sameinast um að hlúa að þessari merkilegustu sveit landsins.“ Eva ítrekar að tímabært sé fyrir ráðamenn að gera það upp við sig hvort þeir vilja láta heilsársbúsetu í Árneshreppi líða undir lok á sinni vakt eða ekki. Setja ætti Árneshrepp í forgang sem útvörð Stranda. „Ef okkar sveit fer í eyði þá raknar byggðin upp og fyrr en varir yrði Bjarnarfjörðurinn, Kaldrananeshreppur og jafnvel Strandabyggð orðin jaðarbyggðir. Slíkt væri ekki til sóma fyrir yfirvöld þessa lands.“
Árneshreppur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira