Hvítur, hvítur dagur vann aðalverðlaun í Þýskalandi Eiður Þór Árnason skrifar 3. nóvember 2019 14:24 Kvikmyndin hefur þar með hlotið níu verðlaun í heildina, þar af þrjú verðlaun í Bandaríkjunum. Nordische Filmtage Lübeck/Olaf Mal tooth Íslenska kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur í leikstjórn Hlyns Pálmasonar hlaut í gærkvöldi aðalverðlaun Norrænna kvikmyndadaga í Lübeck í Þýskalandi. Mikill fjöldi norrænna kvikmynda kepptu um verðlaunin á hátíðinni sem er sú eina sem einblínir sérstaklega á norrænar kvikmyndir ásamt myndum frá Eystrasaltslöndunum og norðurhluta Þýskalands. Meðal þeirra mynda sem kepptu um hylli dómnefndar á hátíðinni voru íslensku kvikmyndirnar Héraðið og Bergmál, ásamt dönsku myndinni Queen of Hearts sem hlaut í síðustu viku Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs. Aðalverðlaunum hátíðarinnar fylgdu 12.500 evrur eða um 1,7 milljónir íslenskra króna í verðlaunafé. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum myndarinnar. Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson hlaut einnig verðlaun á hátíðinni sem nefnast The Interfilm Church Prize. Hvítur, hvítur dagur er ekki fyrsta íslenska kvikmyndin til að hljóta umrædd verðlaun. Kvikmyndirnar Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson, Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, Vonarstræti eftir Baldvin Z og Hin Helgu Vé eftir Hrafn Gunnlaugsson hafa áður hlotið sama heiður. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Framleiðendurnir svara harðri gagnrýni Jóns Viðars með myndbandi Kvikmyndin Hvítur hvítur dagur var frumsýnd hér á landi í síðustu viku en Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að kvikmyndinni. 11. september 2019 14:30 Hvítur hvítur dagur seld til yfir 30 landa Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að Hvítum, hvítum degi. 4. september 2019 16:30 Hvítur, hvítur dagur framlag Íslands til Óskarsverðlauna Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2020. Hlaut hún afgerandi sigur í rafrænni atkvæðagreiðslu um framlag Íslands, en það eru meðlimir í ÍKSA, Íslensku kvikmynda og sjónvarpsakademíunni sem hafa kosningarétt. 25. september 2019 10:05 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Íslenska kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur í leikstjórn Hlyns Pálmasonar hlaut í gærkvöldi aðalverðlaun Norrænna kvikmyndadaga í Lübeck í Þýskalandi. Mikill fjöldi norrænna kvikmynda kepptu um verðlaunin á hátíðinni sem er sú eina sem einblínir sérstaklega á norrænar kvikmyndir ásamt myndum frá Eystrasaltslöndunum og norðurhluta Þýskalands. Meðal þeirra mynda sem kepptu um hylli dómnefndar á hátíðinni voru íslensku kvikmyndirnar Héraðið og Bergmál, ásamt dönsku myndinni Queen of Hearts sem hlaut í síðustu viku Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs. Aðalverðlaunum hátíðarinnar fylgdu 12.500 evrur eða um 1,7 milljónir íslenskra króna í verðlaunafé. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum myndarinnar. Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson hlaut einnig verðlaun á hátíðinni sem nefnast The Interfilm Church Prize. Hvítur, hvítur dagur er ekki fyrsta íslenska kvikmyndin til að hljóta umrædd verðlaun. Kvikmyndirnar Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson, Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, Vonarstræti eftir Baldvin Z og Hin Helgu Vé eftir Hrafn Gunnlaugsson hafa áður hlotið sama heiður.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Framleiðendurnir svara harðri gagnrýni Jóns Viðars með myndbandi Kvikmyndin Hvítur hvítur dagur var frumsýnd hér á landi í síðustu viku en Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að kvikmyndinni. 11. september 2019 14:30 Hvítur hvítur dagur seld til yfir 30 landa Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að Hvítum, hvítum degi. 4. september 2019 16:30 Hvítur, hvítur dagur framlag Íslands til Óskarsverðlauna Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2020. Hlaut hún afgerandi sigur í rafrænni atkvæðagreiðslu um framlag Íslands, en það eru meðlimir í ÍKSA, Íslensku kvikmynda og sjónvarpsakademíunni sem hafa kosningarétt. 25. september 2019 10:05 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Framleiðendurnir svara harðri gagnrýni Jóns Viðars með myndbandi Kvikmyndin Hvítur hvítur dagur var frumsýnd hér á landi í síðustu viku en Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að kvikmyndinni. 11. september 2019 14:30
Hvítur hvítur dagur seld til yfir 30 landa Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að Hvítum, hvítum degi. 4. september 2019 16:30
Hvítur, hvítur dagur framlag Íslands til Óskarsverðlauna Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2020. Hlaut hún afgerandi sigur í rafrænni atkvæðagreiðslu um framlag Íslands, en það eru meðlimir í ÍKSA, Íslensku kvikmynda og sjónvarpsakademíunni sem hafa kosningarétt. 25. september 2019 10:05