Flestir bjuggust við sigri Íslandsmeistaranna en Stjarnan var fjórum mörkum yfir er um tvær mínútur voru eftir af leiknum.
Stjörnustúlkur fóru hins vegar á taugum og meistararnir náðu að jafna metin áður en yfir lauk. Lokatölur 24-24.
Fram vann svo stórsigur í Kórnum, KA/Þór vann öflugan sigur á ÍBV og Haukar unnu sinn annan í röð er þær höfðu betur gegn Aftureldingu á heimavelli.
Uppgjörið frá 6. umferðinni úr Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan.