Tveimur gíslum Talibana sleppt úr haldi eftir rúm þrjú ár Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2019 11:47 Ashraf Ghani, forseti Afganistan, og þeir Timothy Weeks (efri) og Kevin King (neðri). Vísir/AP Talibanar hafa sleppt tveimur vestrænum gíslum sem hafa verið í haldi þeirra frá 2016. Það var gert í skiptum fyrir þrjá leiðtoga Talibana sem var sleppt var úr haldi ríkisstjórnar Afganistan. Gíslarnir tveir eru Kevin King frá Bandaríkjunum og Timothy Weeks frá Ástralíu. Talibanarnir sem um ræðir eru sagðir hafa verið fluttir úr landi í gær. Þeim var flogið til Katar. Bæði King og Weeks voru prófessorar í Bandaríska háskólanum í Kabúl, höfuðborg Afganistan og var þeim rænt fyrir utan skólann. Árið 2017 voru birt tvö myndbönd af þeim, þar sem þeir virtust horaðir og illna haldnir. Í kjölfar birtingar seinna myndbandsins var gerð tilraun til að frelsa þá úr haldi en þá voru þeir ekki á þeim stað sem sérsveitarmenn Bandaríkjanna réðust á.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar biðu Talibanar með að sleppa þeim úr haldi þar til meðlimirnir þrír voru lentir í Katar.Ekki liggur fyrir hvort gíslarnir voru afhentir yfirvöldum í Afganistan, bandarískum hermönnum eða milliliðum og ekki er vitað hvar þeir eru nú. Ashraf Ghani, forseti Afganistan, tilkynnti skiptin í sjónvarpsávarpi í dag og sagði að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða. Hann væri þó viss um að hún væri í hag afgönsku þjóðarinnar. Vonast er til þess að með skiptunum verði hægt að endurræsa friðarviðræður og binda enda á 18 ára stríð í Afganistan og undirbúa það að allir hermenn Bandaríkjanna verði fluttir þaðan. Bandaríkin og Talibanar voru sagðir nálægt samkomulagi í september en mannskæðar árásir Talibana leiddu til þess að Donald Trump, forseti, sleit viðræðunum nokkrum dögum áður en forsvarsmenn Talibana áttu að ferðast til Camp David í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Sagði Trump hafa viljað horfa í augun á TalibönumTalibanar hafa ekki viljað ræða með beinum hætti við ríkisstjórn Afganistan og segja þá hana leppstjórn Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem var sleppt er Anas Haqqani, sem leiðir svokallaða Haqqani Network deild Talibana. Sú deild er talin standa á bakvið fjölda mannskæðra árása gegn almennum borgurum á undanförnum árum. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Talibanar hafa sleppt tveimur vestrænum gíslum sem hafa verið í haldi þeirra frá 2016. Það var gert í skiptum fyrir þrjá leiðtoga Talibana sem var sleppt var úr haldi ríkisstjórnar Afganistan. Gíslarnir tveir eru Kevin King frá Bandaríkjunum og Timothy Weeks frá Ástralíu. Talibanarnir sem um ræðir eru sagðir hafa verið fluttir úr landi í gær. Þeim var flogið til Katar. Bæði King og Weeks voru prófessorar í Bandaríska háskólanum í Kabúl, höfuðborg Afganistan og var þeim rænt fyrir utan skólann. Árið 2017 voru birt tvö myndbönd af þeim, þar sem þeir virtust horaðir og illna haldnir. Í kjölfar birtingar seinna myndbandsins var gerð tilraun til að frelsa þá úr haldi en þá voru þeir ekki á þeim stað sem sérsveitarmenn Bandaríkjanna réðust á.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar biðu Talibanar með að sleppa þeim úr haldi þar til meðlimirnir þrír voru lentir í Katar.Ekki liggur fyrir hvort gíslarnir voru afhentir yfirvöldum í Afganistan, bandarískum hermönnum eða milliliðum og ekki er vitað hvar þeir eru nú. Ashraf Ghani, forseti Afganistan, tilkynnti skiptin í sjónvarpsávarpi í dag og sagði að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða. Hann væri þó viss um að hún væri í hag afgönsku þjóðarinnar. Vonast er til þess að með skiptunum verði hægt að endurræsa friðarviðræður og binda enda á 18 ára stríð í Afganistan og undirbúa það að allir hermenn Bandaríkjanna verði fluttir þaðan. Bandaríkin og Talibanar voru sagðir nálægt samkomulagi í september en mannskæðar árásir Talibana leiddu til þess að Donald Trump, forseti, sleit viðræðunum nokkrum dögum áður en forsvarsmenn Talibana áttu að ferðast til Camp David í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Sagði Trump hafa viljað horfa í augun á TalibönumTalibanar hafa ekki viljað ræða með beinum hætti við ríkisstjórn Afganistan og segja þá hana leppstjórn Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem var sleppt er Anas Haqqani, sem leiðir svokallaða Haqqani Network deild Talibana. Sú deild er talin standa á bakvið fjölda mannskæðra árása gegn almennum borgurum á undanförnum árum.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira