Öllum sakamálum hafnað í Hæstarétti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. nóvember 2019 06:00 Hæstiréttur ákveður nú sjálfur hvaða mál hann tekur fyrir. Fréttablaðið/Eyþór Aðeins eitt sakamál hefur verið tekið til meðferðar í Hæstarétti á grundvelli breytts hlutverks dómsins sem tók gildi í ársbyrjun 2018. Hæstiréttur hefur hafnað öllum beiðnum um áfrýjunarleyfi í sakamálum það sem af er þessu ári en alls hefur borist 31 áfrýjunarbeiðni vegna sakamála á árinu. Í fyrra bárust réttinum fjórtán beiðnir um áfrýjun sakamála og var ein slík beiðni samþykkt, í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar. Það mál fór í kjölfarið til Mannréttindadómstóls Evrópu og bíður nú meðferðar hjá Yfirdeild dómsins. Í einkamálum hefur dómstóllinn tekið afstöðu til 83 beiðna um áfrýjun á árinu og hefur 31 þeirra verið samþykkt. Í fyrra var hlutfall samþykktra beiðna í áfrýjunar- og kærumálum 24,6 prósent. Hlutfallið hefur verið svipað á þessu ári eða í kringum 26 prósent. Meðalmálsmeðferðartími áfrýjunar- og kærubeiðna er 17,6 dagar, að því er fram kemur á vef réttarins. Í frétt á vef Hæstaréttar kemur fram að Landsréttur hafi kveðið upp dóma í 767 málum í fyrra, á sínu fyrsta starfsári sem áfrýjunardómstóll. Til samanburðar hafi Hæstiréttur kveðið upp dóma í 770 málum árið 2016. Í fyrra voru kveðnir upp 18 dómar í Hæstarétti á grundvelli nýrrar dómstólaskipunar en dómstóllinn var þá enn að ljúka við að dæma þau mál sem áfrýjað hafði verið til dómsins áður en Landsréttur tók við hlutverki áfrýjunardómstóls. Það sem af er þessu ári hafa 44 dómar verið kveðnir upp í Hæstarétti, sem samsvarar einum dómi á viku. Í fyrrnefndri frétt á vef réttarins kemur einnig fram að meðalmálsmeðferðartími áfrýjunar- og kærumála fyrir Hæstarétti var 7,6 vikur á fyrri hluta þessa árs og hefur hann styst um helming frá síðasta ári. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Aðeins eitt sakamál hefur verið tekið til meðferðar í Hæstarétti á grundvelli breytts hlutverks dómsins sem tók gildi í ársbyrjun 2018. Hæstiréttur hefur hafnað öllum beiðnum um áfrýjunarleyfi í sakamálum það sem af er þessu ári en alls hefur borist 31 áfrýjunarbeiðni vegna sakamála á árinu. Í fyrra bárust réttinum fjórtán beiðnir um áfrýjun sakamála og var ein slík beiðni samþykkt, í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar. Það mál fór í kjölfarið til Mannréttindadómstóls Evrópu og bíður nú meðferðar hjá Yfirdeild dómsins. Í einkamálum hefur dómstóllinn tekið afstöðu til 83 beiðna um áfrýjun á árinu og hefur 31 þeirra verið samþykkt. Í fyrra var hlutfall samþykktra beiðna í áfrýjunar- og kærumálum 24,6 prósent. Hlutfallið hefur verið svipað á þessu ári eða í kringum 26 prósent. Meðalmálsmeðferðartími áfrýjunar- og kærubeiðna er 17,6 dagar, að því er fram kemur á vef réttarins. Í frétt á vef Hæstaréttar kemur fram að Landsréttur hafi kveðið upp dóma í 767 málum í fyrra, á sínu fyrsta starfsári sem áfrýjunardómstóll. Til samanburðar hafi Hæstiréttur kveðið upp dóma í 770 málum árið 2016. Í fyrra voru kveðnir upp 18 dómar í Hæstarétti á grundvelli nýrrar dómstólaskipunar en dómstóllinn var þá enn að ljúka við að dæma þau mál sem áfrýjað hafði verið til dómsins áður en Landsréttur tók við hlutverki áfrýjunardómstóls. Það sem af er þessu ári hafa 44 dómar verið kveðnir upp í Hæstarétti, sem samsvarar einum dómi á viku. Í fyrrnefndri frétt á vef réttarins kemur einnig fram að meðalmálsmeðferðartími áfrýjunar- og kærumála fyrir Hæstarétti var 7,6 vikur á fyrri hluta þessa árs og hefur hann styst um helming frá síðasta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira