Þakklæti efst í huga í dag Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. nóvember 2019 19:00 Þakklæti til viðbragðsaðila er efst í huga konu sem missti tveggja ára bróður sinn í umferðarslysi og á systur sem slasaðist alvarlega í umferðinni. Árleg alþjóðleg minningarathögn um fórnarlömb umferðarslysa var haldin við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í dag. Fimm hafa látist í umferðarslysum hér á landi í ár. Þetta er áttunda árið þar sem athöfnin fer fram hér á landi og fórnarlamba umferðarslysa er minnst. Sambærilegar athafnir voru haldnar víða um land í dag og einnig víða um heim á vegum Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudegi í nóvember þessari minningu. Athöfnin í Fossvogi byrjaði á því að þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við spítalann. Sú hefð hefur skapast hér á landi að heiðra þær starfsstéttir sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verða. Dagurinn hér á landi er þannig bæði tileinkaður viðbragðsaðilum, fórnarlömbum og aðstandendum þeirra.Fimm látist í ár Frá fyrsta skráða umferðarslysinu árið 1915 hafa 1573 látist í umferðinni á Íslandi. Þegar athöfnin var haldin á sama tíma í fyrra höfðu þrettán manns látið lífið það ár. Fimm hafa látist í ár. „Það eru fimm of margir þrátt fyrir að umferðarslysin séu færri í ár. Við eigum aldrei að þurfa að sætta okkur við slys,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra sem hélt erindi á athöfninni. Að meðaltali slasist árlega 178 manns alvarlega í umferðinni hér á landi. Slysin séu eitt af þurftarfrekustu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar og kosti samfélagið mikla fjármuni og vinnu. „Þá eru ótaldar allar sálarkvalirnar, sorgin og vonbrigðin sem eru óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að fólki í blóma lífsins er skyndilega kippt í burtu eða það svipt færninni til þess að lifa og starfa með eðlilegum hætti,“ sagði Sigurður Ingi. Þakklæti efst í huga Ásu Ása Ottesen missti tveggja ára gamlan bróður sinn í umferðarslysi árið 1997 og í sumar slasaðist systir hennar alvarlega í umferðarslysi. Þakklæti er henni efst í huga í dag. „Til allra sem komu að slysstað og allra sem koma að aðhlynningu sjúklinga og öllu þessu frábæra teymi sem tekur utan um fólk. Sjúklinga og aðstandendur,“ segir Ása. Hún segir aðskilað akstursstefna líkalega hafa geta komið í veg fyrir slysin sem systir hennar og bróðir lentu í. Litli bróðir hennar lenti í árekstri þegar tvær bifreiðar sem ekið var í gagnstæða átt rákust saman og systir hennar þegar hún ætlaði sér að taka fram úr á sama tíma og önnur bifreið. „Ferðamönnum hefur fjölgað og mér finnst bara að það eigi að tvöfalda vegina þannig það sé ekki svona hættulegt að mæta bíl og að allir þurfi ekki að vera taka fram úr og annað. Allavega á þessum hættulegustu köfum,“ segir Ása. Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Þakklæti til viðbragðsaðila er efst í huga konu sem missti tveggja ára bróður sinn í umferðarslysi og á systur sem slasaðist alvarlega í umferðinni. Árleg alþjóðleg minningarathögn um fórnarlömb umferðarslysa var haldin við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í dag. Fimm hafa látist í umferðarslysum hér á landi í ár. Þetta er áttunda árið þar sem athöfnin fer fram hér á landi og fórnarlamba umferðarslysa er minnst. Sambærilegar athafnir voru haldnar víða um land í dag og einnig víða um heim á vegum Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudegi í nóvember þessari minningu. Athöfnin í Fossvogi byrjaði á því að þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við spítalann. Sú hefð hefur skapast hér á landi að heiðra þær starfsstéttir sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verða. Dagurinn hér á landi er þannig bæði tileinkaður viðbragðsaðilum, fórnarlömbum og aðstandendum þeirra.Fimm látist í ár Frá fyrsta skráða umferðarslysinu árið 1915 hafa 1573 látist í umferðinni á Íslandi. Þegar athöfnin var haldin á sama tíma í fyrra höfðu þrettán manns látið lífið það ár. Fimm hafa látist í ár. „Það eru fimm of margir þrátt fyrir að umferðarslysin séu færri í ár. Við eigum aldrei að þurfa að sætta okkur við slys,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra sem hélt erindi á athöfninni. Að meðaltali slasist árlega 178 manns alvarlega í umferðinni hér á landi. Slysin séu eitt af þurftarfrekustu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar og kosti samfélagið mikla fjármuni og vinnu. „Þá eru ótaldar allar sálarkvalirnar, sorgin og vonbrigðin sem eru óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að fólki í blóma lífsins er skyndilega kippt í burtu eða það svipt færninni til þess að lifa og starfa með eðlilegum hætti,“ sagði Sigurður Ingi. Þakklæti efst í huga Ásu Ása Ottesen missti tveggja ára gamlan bróður sinn í umferðarslysi árið 1997 og í sumar slasaðist systir hennar alvarlega í umferðarslysi. Þakklæti er henni efst í huga í dag. „Til allra sem komu að slysstað og allra sem koma að aðhlynningu sjúklinga og öllu þessu frábæra teymi sem tekur utan um fólk. Sjúklinga og aðstandendur,“ segir Ása. Hún segir aðskilað akstursstefna líkalega hafa geta komið í veg fyrir slysin sem systir hennar og bróðir lentu í. Litli bróðir hennar lenti í árekstri þegar tvær bifreiðar sem ekið var í gagnstæða átt rákust saman og systir hennar þegar hún ætlaði sér að taka fram úr á sama tíma og önnur bifreið. „Ferðamönnum hefur fjölgað og mér finnst bara að það eigi að tvöfalda vegina þannig það sé ekki svona hættulegt að mæta bíl og að allir þurfi ekki að vera taka fram úr og annað. Allavega á þessum hættulegustu köfum,“ segir Ása.
Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira