Samkvæmt niðurstöðum úr könnun Makamála hefur stór hátt hlutfall lesenda prófað að stunda kynlíf á almannafæri.
Eins og kom fram á Makamálum í síðustu viku er eitt þekktasta og kannski algengasta blæti tengt kynlífi, að stunda kynlíf á almannafæri. Hvort sem fólk er haldið svokallaðri sýniþörf (exhibitionism) þá virðist þessi þörf eða löngun vera nokkuð algeng meðal fólks.
En hver er skilgreiningin á að vera á almannafæri? Að vera á almannafæri er í raun allir staðir fyrir utan veggi heimilisins. Í þeim löndum þar sem veðrið er hlýrra en á Íslandi eru staðir eins og almenningsgarðar eitt af vinsælustu stöðunum fyrir kynlíf á almannafæri.
Hér má sjá niðurstöður úr könnuninni:
Hefur þú stundað kynlíf á almannafæri? (athugið að ekki er bara verið að tala samfarir)
Niðurstöður*:
Já, oft – 21%
Já, nokkrum sinnum – 35%
Já, örsjaldan 30%
Nei, en langar til að prófa – 9 %
Nei, hef ekki áhuga – 4%
Ef það er hægt að draga einhverja ályktun frá þessum svörum mætti segja að flestir sem taka þátt i könnunum Vísis hafa stundað kynlíf á almannafæri. Aðeins 14 prósent svarenda hafði ekki prófað það. Athygli vekur að aðeins fjögur prósent af þeim rúmlega 3000 sem tóku þátt að þessu sinni hafa ekki áhuga.
*Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
