Rannsóknir séu sem flestum aðgengilegar Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. nóvember 2019 06:00 Háskólar og bókasöfn greiða um 200 milljónir króna á ári í áskriftir að vísindaritum. fbl/anton brink „Við erum svolítið á eftir þegar kemur að opnum aðgangi. Á hinum Norðurlöndunum hefur verið mörkuð stefna um hvernig eigi að ná fram markmiðum um opinn aðgang. Íslensk stjórnvöld eru ekki með neina stefnu en vinna er þó í gangi,“ segir Sigurgeir Finnsson, verkefnastjóri hjá Landsbókasafni. Sigurgeir, sem einnig er ritstjóri vefsins openaccess.is, sem fjallar um opinn aðgang, verður meðal frummælenda á málþingi Vísindafélags Íslendinga um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum. Málþingið verður haldið í Þjóðminjasafninu í dag klukkan 12 til 14. Hugtakið opinn aðgangur snýst um þá kröfu að almenningur, nemendur og vísindafólk um allan heim hafi óheftan aðgang að niðurstöðum rannsókna sem unnar hafa verið fyrir almannafé. Sigurgeir bendir á að samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir skuli niðurstöður rannsókna sem styrktar eru úr rannsóknarsjóði eða innviðasjóði birtar í opnum aðgangi nema um annað sé samið. „Það eru nokkrir háskólar hér sem hafa markað sér stefnu um opinn aðgang, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Bifröst, en þar er líka gefið færi á undanþágum,“ segir Sigurgeir. Undanþágur séu veittar vegna þess að flestir vilji birta rannsóknir sínar í virtustu og áhrifamestu ritunum sem oft þurfi að kaupa áskrift að. „Við hérna á Landsbókasafni sjáum um landsaðgang sem er samlag íslenskra háskóla og rannsóknarstofnana um kaup á þessum áskriftum. Það er verið að borga um 200 milljónir árlega fyrir það.“ Sigurgeir segir að á heimsvísu sé um gríðarlegar fjárhæðir að ræða en háskólar og bókasöfn séu á ársgrundvelli að borga á bilinu 7 til 8 milljarða evra fyrir þessar áskriftir. „Það sem þessi hreyfing um opinn aðgang gengur út á er að breyta þessu módeli. Fá fólk frekar til að birta í tímaritum í opnum aðgangi.“ Í landsaðganginum séu ekki allar vísindagreinar aðgengilegar og þótt hægt sé að nálgast mikið efni í gegnum íslenskar IP-tölur sé ekki um opinn aðgang að ræða þar sem búið sé að borga fyrir aðganginn. Einn stærsti útgefandi vísindarita er Elsevier en hagnaður fyrirtækisins á síðasta ári nam um 1,2 milljörðum dollara eða sem nemur um 150 milljörðum króna. „Það sem er að gerast úti í heimi er að margir aðilar eru hættir að kaupa þessar áskriftir að Elsevier. UCLA-háskóli ákvað til dæmis að hætta þessum áskriftum en vísindamenn við skólann koma að um tíu prósentum allra vísindagreina sem eru birtar í Bandaríkjunum.“ Þar að auki hafi hópur opinberra evrópskra rannsóknarsjóða sett fram markmið um að árið 2021 verði allar niðurstöður rannsókna sem fengið hafi opinbera styrki birtar í opnum aðgangi. „Við erum að eyða gríðarlegum fjárhæðum í að kaupa aðgang að rannsóknarniðurstöðum og vísindamenn eru að reyna að leysa alls kyns vandamál. Þá viltu komast í nýjustu rannsóknir eins fljótt og auðið er.“ Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki á hyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
„Við erum svolítið á eftir þegar kemur að opnum aðgangi. Á hinum Norðurlöndunum hefur verið mörkuð stefna um hvernig eigi að ná fram markmiðum um opinn aðgang. Íslensk stjórnvöld eru ekki með neina stefnu en vinna er þó í gangi,“ segir Sigurgeir Finnsson, verkefnastjóri hjá Landsbókasafni. Sigurgeir, sem einnig er ritstjóri vefsins openaccess.is, sem fjallar um opinn aðgang, verður meðal frummælenda á málþingi Vísindafélags Íslendinga um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum. Málþingið verður haldið í Þjóðminjasafninu í dag klukkan 12 til 14. Hugtakið opinn aðgangur snýst um þá kröfu að almenningur, nemendur og vísindafólk um allan heim hafi óheftan aðgang að niðurstöðum rannsókna sem unnar hafa verið fyrir almannafé. Sigurgeir bendir á að samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir skuli niðurstöður rannsókna sem styrktar eru úr rannsóknarsjóði eða innviðasjóði birtar í opnum aðgangi nema um annað sé samið. „Það eru nokkrir háskólar hér sem hafa markað sér stefnu um opinn aðgang, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Bifröst, en þar er líka gefið færi á undanþágum,“ segir Sigurgeir. Undanþágur séu veittar vegna þess að flestir vilji birta rannsóknir sínar í virtustu og áhrifamestu ritunum sem oft þurfi að kaupa áskrift að. „Við hérna á Landsbókasafni sjáum um landsaðgang sem er samlag íslenskra háskóla og rannsóknarstofnana um kaup á þessum áskriftum. Það er verið að borga um 200 milljónir árlega fyrir það.“ Sigurgeir segir að á heimsvísu sé um gríðarlegar fjárhæðir að ræða en háskólar og bókasöfn séu á ársgrundvelli að borga á bilinu 7 til 8 milljarða evra fyrir þessar áskriftir. „Það sem þessi hreyfing um opinn aðgang gengur út á er að breyta þessu módeli. Fá fólk frekar til að birta í tímaritum í opnum aðgangi.“ Í landsaðganginum séu ekki allar vísindagreinar aðgengilegar og þótt hægt sé að nálgast mikið efni í gegnum íslenskar IP-tölur sé ekki um opinn aðgang að ræða þar sem búið sé að borga fyrir aðganginn. Einn stærsti útgefandi vísindarita er Elsevier en hagnaður fyrirtækisins á síðasta ári nam um 1,2 milljörðum dollara eða sem nemur um 150 milljörðum króna. „Það sem er að gerast úti í heimi er að margir aðilar eru hættir að kaupa þessar áskriftir að Elsevier. UCLA-háskóli ákvað til dæmis að hætta þessum áskriftum en vísindamenn við skólann koma að um tíu prósentum allra vísindagreina sem eru birtar í Bandaríkjunum.“ Þar að auki hafi hópur opinberra evrópskra rannsóknarsjóða sett fram markmið um að árið 2021 verði allar niðurstöður rannsókna sem fengið hafi opinbera styrki birtar í opnum aðgangi. „Við erum að eyða gríðarlegum fjárhæðum í að kaupa aðgang að rannsóknarniðurstöðum og vísindamenn eru að reyna að leysa alls kyns vandamál. Þá viltu komast í nýjustu rannsóknir eins fljótt og auðið er.“
Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki á hyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira