NPA-mál komin á rekspöl í bæjarstjórnum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. nóvember 2019 06:00 Guðlaug Kristjánsdóttir oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði. Fréttablaðið/Pjetur Málefni NPA-löggjafarinnar hafa verið rædd víða í bæjarstjórnum landsins undanfarna daga. Nýlega greindi Fréttablaðið frá því að pottur væri brotinn varðandi innleiðingu löggjafarinnar og samræming á milli sveitarfélaga engin. Skapar þetta ójöfn búsetuskilyrði fyrir fatlaða en jafnframt hefur verið lítið samráð við NPA-miðstöðina eða önnur hagsmunasamtök fatlaðra. Niðurstaða velferðarráðs Kópavogs var afgreidd af bæjarráði í gær og vísað til samþykktar bæjarstjórnar. Minnihlutafulltrúar Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar/BF og Miðflokks gerðu athugasemdir við næturtaxta aðstoðarfólks og að hann uppfylli ekki ákvæði kjarasamninga. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sögðu að Kópavogur muni uppfylla kjarasamninga og Kópavogur greiði nú þegar næsthæstu NPA-greiðslur allra sveitarfélaga. „Hins ber að gæta að fjármagn það sem ríkið leggur til málaflokksins er föst upphæð og hækkun á tímagjaldi þýðir einfaldlega færri tímar og færri samningar,“ segir í bókun meirihlutans. Í Hafnarfirði fór Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bæjarlistans, fram á að samráð yrði haft við hagsmunasamtök fatlaðra og könnun yrði gerð um hvort bærinn uppfyllti upplýsingaskyldu sína. Var samþykkt í fjölskylduráði að fulltrúi fatlaðra yrði í starfshópi. Þá voru nýjar reglur um NPA kynntar í velferðarráði Reykjanesbæjar á miðvikudag og hefur þeim verið vísað til samþykktar í bæjarráði. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Leggur áherslu á NPA-þjónustu fyrir börn Félagsmálaráðherra segist hafa lagt ríka áherslu á það að notendastýrð persónuleg aðstoð eða NPA-þjónusta við börn sé aukin. Gagnrýni Sambands íslenskra sveitarfélaga um trúnaðarbrest vegna þjónustunnar sé byggð á misskilningi. 12. október 2019 12:00 NPA-aðstoðin orðin hindrun Aðalmeðferð fór fram í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í gær. Í málinu er tekist á um rétt Freyju til að sitja námskeið þar sem hæfni umsækjenda um fósturforeldri er metin. 24. október 2019 06:00 Búsetumismunun vegna NPA Innleiðing NPA-löggjafarinnar hefur gengið illa. Launataxtar aðstoðarfólks eru ekki samræmdir, deilt um gildissvið og fatlaðir ekki með í ráðum varðandi útfærslur, að sögn formanns NPA miðstöðvarinnar. 30. október 2019 06:46 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Málefni NPA-löggjafarinnar hafa verið rædd víða í bæjarstjórnum landsins undanfarna daga. Nýlega greindi Fréttablaðið frá því að pottur væri brotinn varðandi innleiðingu löggjafarinnar og samræming á milli sveitarfélaga engin. Skapar þetta ójöfn búsetuskilyrði fyrir fatlaða en jafnframt hefur verið lítið samráð við NPA-miðstöðina eða önnur hagsmunasamtök fatlaðra. Niðurstaða velferðarráðs Kópavogs var afgreidd af bæjarráði í gær og vísað til samþykktar bæjarstjórnar. Minnihlutafulltrúar Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar/BF og Miðflokks gerðu athugasemdir við næturtaxta aðstoðarfólks og að hann uppfylli ekki ákvæði kjarasamninga. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sögðu að Kópavogur muni uppfylla kjarasamninga og Kópavogur greiði nú þegar næsthæstu NPA-greiðslur allra sveitarfélaga. „Hins ber að gæta að fjármagn það sem ríkið leggur til málaflokksins er föst upphæð og hækkun á tímagjaldi þýðir einfaldlega færri tímar og færri samningar,“ segir í bókun meirihlutans. Í Hafnarfirði fór Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bæjarlistans, fram á að samráð yrði haft við hagsmunasamtök fatlaðra og könnun yrði gerð um hvort bærinn uppfyllti upplýsingaskyldu sína. Var samþykkt í fjölskylduráði að fulltrúi fatlaðra yrði í starfshópi. Þá voru nýjar reglur um NPA kynntar í velferðarráði Reykjanesbæjar á miðvikudag og hefur þeim verið vísað til samþykktar í bæjarráði.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Leggur áherslu á NPA-þjónustu fyrir börn Félagsmálaráðherra segist hafa lagt ríka áherslu á það að notendastýrð persónuleg aðstoð eða NPA-þjónusta við börn sé aukin. Gagnrýni Sambands íslenskra sveitarfélaga um trúnaðarbrest vegna þjónustunnar sé byggð á misskilningi. 12. október 2019 12:00 NPA-aðstoðin orðin hindrun Aðalmeðferð fór fram í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í gær. Í málinu er tekist á um rétt Freyju til að sitja námskeið þar sem hæfni umsækjenda um fósturforeldri er metin. 24. október 2019 06:00 Búsetumismunun vegna NPA Innleiðing NPA-löggjafarinnar hefur gengið illa. Launataxtar aðstoðarfólks eru ekki samræmdir, deilt um gildissvið og fatlaðir ekki með í ráðum varðandi útfærslur, að sögn formanns NPA miðstöðvarinnar. 30. október 2019 06:46 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Leggur áherslu á NPA-þjónustu fyrir börn Félagsmálaráðherra segist hafa lagt ríka áherslu á það að notendastýrð persónuleg aðstoð eða NPA-þjónusta við börn sé aukin. Gagnrýni Sambands íslenskra sveitarfélaga um trúnaðarbrest vegna þjónustunnar sé byggð á misskilningi. 12. október 2019 12:00
NPA-aðstoðin orðin hindrun Aðalmeðferð fór fram í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í gær. Í málinu er tekist á um rétt Freyju til að sitja námskeið þar sem hæfni umsækjenda um fósturforeldri er metin. 24. október 2019 06:00
Búsetumismunun vegna NPA Innleiðing NPA-löggjafarinnar hefur gengið illa. Launataxtar aðstoðarfólks eru ekki samræmdir, deilt um gildissvið og fatlaðir ekki með í ráðum varðandi útfærslur, að sögn formanns NPA miðstöðvarinnar. 30. október 2019 06:46