Segja Orkuveituna skulda notendum milljarða króna Eiður Þór Árnason skrifar 14. nóvember 2019 19:50 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið komst áður að þeirri niðurstöðu að álagning OR á vatnsgjaldi ársins 2016 hafi verið ólögmæt. Vísir/vilhelm Stjórn Neytendasamtakanna sakar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að hafa innheimt vatnsgjöld umfram það sem lög leyfi upp á milljarða króna undanfarin ár. Álykta samtökin þetta á grundvelli þess að OR hafi verið óheimilt að greiða eigendum sínum út arð. Dótturfélag Orkuveitunnar neitar ásökununum. Samtökin byggja þetta á svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins við fyrirspurn þeirra þar sem fram kemur að mat ráðuneytisins sé að sveitarfélögum sé óheimilt að greiða sér út arð úr rekstri vatnsveitna. Orkuveita Reykjavíkur greiddi eigendum sínum rúma 1,2 milljarða í arð árið 2018 og 750 milljónir króna árið þar áður. Reykjavíkurborg er langstærsti eigandi Orkuveitunnar en einnig á Akraneskaupstaður og Borgarbyggð hlut í fyrirtækinu.Hefur áður oftekið vatnsgjöld Fyrr á þessu ári komst samgöngu- og sveitstjórnarráðuneytið að þeirri niðurstöðu að að Orkuveitan hefði oftekið vatnsgjöld af neytendum sem nam að lágmarki 2% árið 2016. Orkuveitan tilkynnti þann 16. ágúst síðastliðinn að hún hygðist endurgreiða 2% af ofteknum gjöldum ársins 2016. Í þeim úrskurði kom jafnframt fram að „í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum um vatnsveitur sveitarfélaga er tekið fram að ekki skuli ákveða í gjaldskrá hærra gjald en nemur meðalkostnaði af því að veita þjónustuna.”Saka samtökin um rangfærslur Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur sem rekur meðal annars vatnsveitu á höfuðborgarsvæðinu og víða á Suður- og Vesturlandi, segir að nokkuð sé um missagnir í tilkynningu Neytendasamtakanna. Í tilkynningu frá Veitum kemur fram að hlutdeild vatnsveitu af veltu Orkuveitusamstæðunnar hafi verið 6,9 prósent. Í ljósi þessa sé ekki hægt að færa rök fyrir því að arðgreiðslur OR til sveitarfélaganna sé að mestu vegna vatnsveitu. Einnig er það mat Veitna að „sú leiðrétting sem fyrirtækið gerði á vatnsgjöldum ársins 2016 nú í haust sé í fullu samræmi við lög.“ Neytendur Orkumál Tengdar fréttir OR telur áhrif úrskurðar um ólögmæti vatnsgjalds óveruleg Samkvæmt úrskurði sveitarstjórnarráðuneytisins var vatnsgjald Orkuveitu Reykjavíkur árið 2016 ólögmætt. 24. apríl 2019 08:30 Telja afstöðu ráðuneytisins óljósa Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, er nú í greiningarvinnu á vatnsgjaldi síðustu ára í kjölfar úrskurðar sveitarstjórnarráðuneytisins um að álagning OR á vatn árið 2016 hafi verið ólögmæt. 1. maí 2019 09:30 Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. 19. júní 2019 13:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Stjórn Neytendasamtakanna sakar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að hafa innheimt vatnsgjöld umfram það sem lög leyfi upp á milljarða króna undanfarin ár. Álykta samtökin þetta á grundvelli þess að OR hafi verið óheimilt að greiða eigendum sínum út arð. Dótturfélag Orkuveitunnar neitar ásökununum. Samtökin byggja þetta á svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins við fyrirspurn þeirra þar sem fram kemur að mat ráðuneytisins sé að sveitarfélögum sé óheimilt að greiða sér út arð úr rekstri vatnsveitna. Orkuveita Reykjavíkur greiddi eigendum sínum rúma 1,2 milljarða í arð árið 2018 og 750 milljónir króna árið þar áður. Reykjavíkurborg er langstærsti eigandi Orkuveitunnar en einnig á Akraneskaupstaður og Borgarbyggð hlut í fyrirtækinu.Hefur áður oftekið vatnsgjöld Fyrr á þessu ári komst samgöngu- og sveitstjórnarráðuneytið að þeirri niðurstöðu að að Orkuveitan hefði oftekið vatnsgjöld af neytendum sem nam að lágmarki 2% árið 2016. Orkuveitan tilkynnti þann 16. ágúst síðastliðinn að hún hygðist endurgreiða 2% af ofteknum gjöldum ársins 2016. Í þeim úrskurði kom jafnframt fram að „í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum um vatnsveitur sveitarfélaga er tekið fram að ekki skuli ákveða í gjaldskrá hærra gjald en nemur meðalkostnaði af því að veita þjónustuna.”Saka samtökin um rangfærslur Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur sem rekur meðal annars vatnsveitu á höfuðborgarsvæðinu og víða á Suður- og Vesturlandi, segir að nokkuð sé um missagnir í tilkynningu Neytendasamtakanna. Í tilkynningu frá Veitum kemur fram að hlutdeild vatnsveitu af veltu Orkuveitusamstæðunnar hafi verið 6,9 prósent. Í ljósi þessa sé ekki hægt að færa rök fyrir því að arðgreiðslur OR til sveitarfélaganna sé að mestu vegna vatnsveitu. Einnig er það mat Veitna að „sú leiðrétting sem fyrirtækið gerði á vatnsgjöldum ársins 2016 nú í haust sé í fullu samræmi við lög.“
Neytendur Orkumál Tengdar fréttir OR telur áhrif úrskurðar um ólögmæti vatnsgjalds óveruleg Samkvæmt úrskurði sveitarstjórnarráðuneytisins var vatnsgjald Orkuveitu Reykjavíkur árið 2016 ólögmætt. 24. apríl 2019 08:30 Telja afstöðu ráðuneytisins óljósa Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, er nú í greiningarvinnu á vatnsgjaldi síðustu ára í kjölfar úrskurðar sveitarstjórnarráðuneytisins um að álagning OR á vatn árið 2016 hafi verið ólögmæt. 1. maí 2019 09:30 Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. 19. júní 2019 13:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
OR telur áhrif úrskurðar um ólögmæti vatnsgjalds óveruleg Samkvæmt úrskurði sveitarstjórnarráðuneytisins var vatnsgjald Orkuveitu Reykjavíkur árið 2016 ólögmætt. 24. apríl 2019 08:30
Telja afstöðu ráðuneytisins óljósa Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, er nú í greiningarvinnu á vatnsgjaldi síðustu ára í kjölfar úrskurðar sveitarstjórnarráðuneytisins um að álagning OR á vatn árið 2016 hafi verið ólögmæt. 1. maí 2019 09:30
Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. 19. júní 2019 13:00