Franskra sjómanna minnst í Hólavallakirkjugarði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 10:00 Garaham Poul sendiherra vottaði frönsku sjómönnunum í kirkjugarðinum virðingu sína. Vopnahlésdagsins, 11.11., er jafnan minnst klukkan 11 í Frakklandi við gröf óþekkta hermannsins eða minnismerki um fallna hermenn. Hér hefur franska sendiráðið athöfn við minnismerki um franska sjómenn í Hólavallagarði. Klukkan ellefu, ellefta dag, ellefta mánaðar ársins 1918 var samið um að ljúka afar mannskæðu stríði sem geisað hafði í Evrópu í rúm fjögur ár. Því er sá mánaðardagur jafnan haldinn hátíðlegur í Frakklandi, við gröf óþekkta hermannsins eða við minnismerki um fallna hermenn. Hér á landi háðu franskir sjómenn orrustur við íslensk náttúruöf l og biðu stundum lægri hlut, þeir hvíla í nafnlausum gröfum víða um land. Í Hólavallakirkjugarði eru nokkrir tugir þeirra, flestir frá Bretagne í Frakklandi. Árið 1953 var settur þar upp stór steindrangur með áletrun. Sú fallega hefð hefur skapast að franska sendiráðið standi fyrir minningarstund í kirkjugarðinum klukkan 11 þann 11.11. við dranginn og sú hefð var haldin í heiðri þetta árið, að sögn Pálma Jóhannessonar, upplýsingafulltrúa sendiráðsins. „Þessi athöfn hefur verið nokkurn veginn árleg, þó hefur komið fyrir að hún hafi fallið niður,“ segir hann. „En þetta finnst mér mjög góð hugmynd því hér á landi er enginn hermannagrafreitur franskur, enda engir fallnir hermenn hér af völdum stríðs en þessir látnu sjómenn eru ígildi þeirra.“ Pálmi segir allnokkurn hóp fólks hafa verið við athöfnina á mánudaginn. „Hún fór þannig fram að Graham Paul, sendiherra Frakklands, flutti ræðu, tveir starfsmenn sendiráðsins fóru með ljóð, annað íslenskt, hitt franskt, og síðan lagði sendiherrann blómsveig að minnismerkinu. Að því loknu var gestum boðin hressing í bústað sendiherrans,“ lýsir Pálmi. Spurður nánar út í kvæðin segir hann þau vera Marin français eftir Guðmund Guðmundsson skólaskáld og Oceano Vox eftir Victor Hugo. Í gamla kirkjugarðinum var látlaus kross settur á leiði sjómannanna en þau voru nafnlaus. Þar stóð bara Marin français sem þýðir franskur sjómaður. Kvæðið hans Guðmundar er á íslensku að öðru leyti en því að lausleg þýðing Pálma á textanum á frönsku fylgdi. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tímamót Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Vopnahlésdagsins, 11.11., er jafnan minnst klukkan 11 í Frakklandi við gröf óþekkta hermannsins eða minnismerki um fallna hermenn. Hér hefur franska sendiráðið athöfn við minnismerki um franska sjómenn í Hólavallagarði. Klukkan ellefu, ellefta dag, ellefta mánaðar ársins 1918 var samið um að ljúka afar mannskæðu stríði sem geisað hafði í Evrópu í rúm fjögur ár. Því er sá mánaðardagur jafnan haldinn hátíðlegur í Frakklandi, við gröf óþekkta hermannsins eða við minnismerki um fallna hermenn. Hér á landi háðu franskir sjómenn orrustur við íslensk náttúruöf l og biðu stundum lægri hlut, þeir hvíla í nafnlausum gröfum víða um land. Í Hólavallakirkjugarði eru nokkrir tugir þeirra, flestir frá Bretagne í Frakklandi. Árið 1953 var settur þar upp stór steindrangur með áletrun. Sú fallega hefð hefur skapast að franska sendiráðið standi fyrir minningarstund í kirkjugarðinum klukkan 11 þann 11.11. við dranginn og sú hefð var haldin í heiðri þetta árið, að sögn Pálma Jóhannessonar, upplýsingafulltrúa sendiráðsins. „Þessi athöfn hefur verið nokkurn veginn árleg, þó hefur komið fyrir að hún hafi fallið niður,“ segir hann. „En þetta finnst mér mjög góð hugmynd því hér á landi er enginn hermannagrafreitur franskur, enda engir fallnir hermenn hér af völdum stríðs en þessir látnu sjómenn eru ígildi þeirra.“ Pálmi segir allnokkurn hóp fólks hafa verið við athöfnina á mánudaginn. „Hún fór þannig fram að Graham Paul, sendiherra Frakklands, flutti ræðu, tveir starfsmenn sendiráðsins fóru með ljóð, annað íslenskt, hitt franskt, og síðan lagði sendiherrann blómsveig að minnismerkinu. Að því loknu var gestum boðin hressing í bústað sendiherrans,“ lýsir Pálmi. Spurður nánar út í kvæðin segir hann þau vera Marin français eftir Guðmund Guðmundsson skólaskáld og Oceano Vox eftir Victor Hugo. Í gamla kirkjugarðinum var látlaus kross settur á leiði sjómannanna en þau voru nafnlaus. Þar stóð bara Marin français sem þýðir franskur sjómaður. Kvæðið hans Guðmundar er á íslensku að öðru leyti en því að lausleg þýðing Pálma á textanum á frönsku fylgdi.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tímamót Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira