Óttast afbrigði farsóttar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. nóvember 2019 07:00 Tilfellin komu upp í hinni dreifbyggðu Innri-Mongólíu. Vísir/getty Heilbrigðisyfirvöld í Kína reyna nú að hefta útbreiðslu af brigðis svartadauða sem uppgötvast hefur í héraðinu InnriMongólíu. Vitað er um tvær manneskjur sem sýkst hafa af veikinni og er þeim nú haldið í einangrun. Innri-Mongólía er mjög dreif býlt svæði, það er að segja á kínverskan mælikvarða, í norðurhluta landsins. Á þriðjudag kom fólkið til höfuðborgarinnar Peking og leitaði sér aðstoðar á sjúkrahúsi. Þar voru þau greind með veikina. Sjúkdómurinn sem bakterían Yersinia pestis veldur, þekktur undir nafninu svartidauði, hefur reglulega gengið yfir heimsbyggðina í faröldrum. Sá þekktasti var í Asíu og Evrópu um miðja 14. öld og olli dauða allt að 200 milljóna manna. Hálfri öld síðar geisaði faraldur hér á íslandi. Svartidauði er enn þá til og á sjöunda hundrað tilfelli koma upp á hverju ári, þá helst í Afríku sunnan Sahara, og leiða til meira en hundrað dauðsfalla. Þetta eru hins vegar af brigði af pestinni sem leggjast á eitla líkamans eða í formi blóðsýkingar. Tilfellin í Kína eru lungnasýking sem er mun hættulegri því hún berst ekki með snertingu heldur í gegnum öndunarfærin. Þar sem svartidauði er bakteríusýking er hægt að lækna veikina með sýklalyfjum. En hún er hraðvirk og ef ekkert er að gert leiðir hún nær undantekningarlaust til dauða á aðeins einum sólarhring. Þessi tegund svartadauða hefur áður komið upp, til dæmis í Kína. Bæði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna (CDC) fylgjast grannt með ástandinu í Kína. CDC hefur gefið út yfirlýsingu til að róa fólk, þar sem segir að kínversk yfirvöld hafi rannsakað alla þá sem gætu hafa komist í kynni við fólkið á þessum stutta tíma. Þá hefur einnig verið gripið til sóttvarna á þeim svæðum og allir sem mælast með háan hita verða rannsakaðir. Birtist í Fréttablaðinu Kína Mongólía Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld í Kína reyna nú að hefta útbreiðslu af brigðis svartadauða sem uppgötvast hefur í héraðinu InnriMongólíu. Vitað er um tvær manneskjur sem sýkst hafa af veikinni og er þeim nú haldið í einangrun. Innri-Mongólía er mjög dreif býlt svæði, það er að segja á kínverskan mælikvarða, í norðurhluta landsins. Á þriðjudag kom fólkið til höfuðborgarinnar Peking og leitaði sér aðstoðar á sjúkrahúsi. Þar voru þau greind með veikina. Sjúkdómurinn sem bakterían Yersinia pestis veldur, þekktur undir nafninu svartidauði, hefur reglulega gengið yfir heimsbyggðina í faröldrum. Sá þekktasti var í Asíu og Evrópu um miðja 14. öld og olli dauða allt að 200 milljóna manna. Hálfri öld síðar geisaði faraldur hér á íslandi. Svartidauði er enn þá til og á sjöunda hundrað tilfelli koma upp á hverju ári, þá helst í Afríku sunnan Sahara, og leiða til meira en hundrað dauðsfalla. Þetta eru hins vegar af brigði af pestinni sem leggjast á eitla líkamans eða í formi blóðsýkingar. Tilfellin í Kína eru lungnasýking sem er mun hættulegri því hún berst ekki með snertingu heldur í gegnum öndunarfærin. Þar sem svartidauði er bakteríusýking er hægt að lækna veikina með sýklalyfjum. En hún er hraðvirk og ef ekkert er að gert leiðir hún nær undantekningarlaust til dauða á aðeins einum sólarhring. Þessi tegund svartadauða hefur áður komið upp, til dæmis í Kína. Bæði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna (CDC) fylgjast grannt með ástandinu í Kína. CDC hefur gefið út yfirlýsingu til að róa fólk, þar sem segir að kínversk yfirvöld hafi rannsakað alla þá sem gætu hafa komist í kynni við fólkið á þessum stutta tíma. Þá hefur einnig verið gripið til sóttvarna á þeim svæðum og allir sem mælast með háan hita verða rannsakaðir.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Mongólía Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira