Elverum var einu marki yfir í hálfleik en hafði betur að lokum með þremur mörkum. Þeir leiddu allan síðari hálfleikinn.
Hægri hornamaðurinn fór algjörlega á kostum í leiknum en Sigvaldi skoraði átján mörk í leiknum og þurfti einungis 21 skot til.
Halden 29 - 32 Elverum
Sigvaldi Gudjonsson 18/21
Remember his name#handballpic.twitter.com/8xgMrf5soN
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) November 13, 2019
Ólafur Guðmundsson skoraði þrjú mörk og Teitur Örn Einarsson tvö er Kristianstad gerði 29-29 jafntefli við Dinami Bucuresti í Meistaradeild Evrópu.
Kristianstad er með fimm stig í 5. sæti riðilsins en Dinamo Bucuresti er á toppi riðilsins með þrettán stig.