Vikið úr metoo-hópi kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2019 15:00 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Fréttablaðið/Anton Brink Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ekki lengur meðlimur í #metoo-hópi kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð. Steinunn Ólína segir í samtali við Vísi að einn af stjórnendum hópsins hafi sent henni skilaboð þess efnis á Facebook og var ástæðan sögð trúnaðarbrestur. Hópurinn birti 62 nafnlausar reynslusögur í lok nóvember 2017 meðfram yfirlýsingu sem á sjötta hundrað kvenna skrifuðu undir. Yfirlýsingin var meðal annars birt á vef Steinunnar Ólínu, Kvennablaðinu. Steinunn Ólína segist ekki sár yfir brottvikningunni úr hópnum en skilur ekki í hverju trúnaðarbresturinn felist. Hún hafi engin svör fengið. „Enda braut ég engan trúnað en leyfði mér að gagnrýna einn stjórnanda hópsins,“ segir Steinunn. Vísar hún til gagnrýni sinnar á Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Ósk Gunnlaugsdóttir, einn stjórnenda hópsins, harmar að hópurinn hafi verið dreginn inn í skrif Steinunnar Ólínu og segir mikilvægt að konur í hópnum geti treyst á að ekki sé grafið undan starfi í hópnum. Þórdís Elva hafi ekki komið að ákvörðuninni.Úthýsing að sársaukalausu Segja má að Steinunn Ólína hafi varpað sprengju með pistlaskrifum sínum í kjölfar dóms í máli Atla Rafns Sigurðssonar leikara sem dæmdar voru bætur í héraðsdómi fyrir ólögmæta uppsögn í Borgarleikhúsinu. „Þessi úthýsing er mér að sársaukalausu en lýsir ágætlega þvi sem ég hef bent á að stjórnendum þessa hóps finnst best að allir syngi sama falska lagið i þeirri blindu trú að ef þær syngi nógu andskoti hátt fari það að hljoma áheyrilega.“Þórdís Elva Þorvaldsdóttir segist hafa fengið alla þá viðurkenningu sem hún þurfi í gegnum mælingar á árangri í kynningarstarfi sínu. Vísar hún ti könnunar Gallup þess efnis að 70% allra tíundu bekkinga á landinu sögðust skilja betur hvað kynferðislegt samþykki þýddi eftir að hafa horft á fræðslumynd hennar Fáðu já. Vísir/VilhelmEr óhætt að segja að skoðanir Steinunnar Ólínu og Þórdísar Elvu hafi verið gjörólíkar eins og Vísir fjallaði um þann 1. nóvember.Steinunn gagnrýndi Þórdísi Elvu töluvert fyrir framgöngu hennar í tengslum við metoo-byltinguna síðla árs 2017. „Fyrir tveimur árum völdu íslenskar sviðslistakonur mig til að vera fulltrúi þeirra í metoo byltingunni, söfnuðu fyrir flugmiða handa mér og flugu mér heim til Íslands (en ég var stödd í Svíþjóð) til að sinna því mikilvæga verkefni. Ég hlaut líka það hlutverk að taka við frásögnum þeirra af ofbeldi, valdníðslu og áreitni innan úr bransanum. Ég fékk að vita margt sem ég mun aldrei gleyma og þetta var eitt erfiðasta hlutskipti sem ég hef fengið, en jafnframt eitt það veigamesta,“ sagði Þórdís á dögunum um hlutverk sitt í byltingunni. Steinunn hefur skorað á þær konur sem saka Atla Rafn um kynferðisbrot eða -obeldi um að stíga fram. Ómögulegt sé að eiga að verjast nafnlausum ásökunum. „Hvort Atli er kynferðisbrotamaður veit enginn með vissu nema meint fórnarlömb hans sem hafa valið að þagga meinta glæpi hans í hel en Þórdís Elva sem skeytir engu um aðalatriði þegar kemur að eigin frama sem leiðtoga fórnarlamba ofbeldis hrópar á Facebook.“Þórdís Elva og Tom Stranger er þau héldu TED-fyrirlestur saman.TEDÞá rifjaði Steinunn Ólína upp þegar Þórdís Elva steig fram ásamt fyrrverandi kærasta sínum sem viðurkenndi að hafa nauðgað henni þegar þau voru ung að árum. „Þórdís Elva var áður sjálfskipaður brautryðjandi á Íslandi í afhjúpun ofbeldismanna að amerískri fyrirmynd og hvatti fórnarlömb til þess að stíga fram og segja frá í hópi sviðslistakvenna. Hún hafði gert slíkt sjálf og bætti um betur, því hún markaðssetti ofbeldi sem hún sagðist hafa orðið fyrir með eftirminnilegum hætti í bók, með fyrirlestrum þar sem henni fylgdi meintur ofbeldismaður um allar álfur og gekkst við því að kalla sig nauðgara til að styðja rétt hennar til að segja frá og mæta ofbeldismanni sínum.“Hundruð kvenna skrifuðu undir yfirlýsingu Sagðist Steinunn Ólína hafa hreina andstyggð á „drottnunargirni og hefndarfýsn“ sem birtist í verki Þórdísar Elvu. Fjöldi kvenna brást við skrifum Steinunnar Ólínu og birtu yfirlýsingu vegna „skaðlegrar orðræðu um kynferðisbrot“. „Að okkar mati lýsir greinin þeim viðhorfum að frásagnir af kynferðisofbeldi séu marklausar nema þær fari í gegnum réttarkerfið og gerandinn hljóti dóm fyrir brot sitt,“ sagði í greininni sem Anna Bentína Hermansen skrifaði og hundruð kvenna studdu.Mál Atla Rafns Sigurðssonar gegn Borgarleikhúsinu og Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra varð kveikjan að deilum Steinunnar Ólínu og Þórdísar Elvu.VísirSteinunn Ólína stóð fast á sínu í nýjum pistli og sagði ekkert hafa áunnist með baráttu fyrir úrlausnum í kynferðisbrotamálum ef samfélagið væri ekki komið lenga en að pískra enn í hornum og viðhalda sjálf þöggun um glæpi. „Og við höfum tapað áttum ef okkur finnst það nú vera réttur okkar að þegja um ofbeldi og leita ekki réttar okkar þar sem það á við samkvæmt reglum samfélagsins um meðferð sakamála. Og við erum glötuð ef við fylgjum ekki leikreglum um sanngirni öllum til handa.“Þórdís Elva skrifaði svo sjálf pistil og svaraði skrifum Steinunnar Ólínu.Þarf ekki velþóknun Steinunnar Ólínu „Þér er ég greinilega mjög hugleikin, Steinunn Ólína, og þá sérstaklega nauðgun sem ég varð fyrir þegar ég var á barnsaldri, eða 16 ára gömul. Gerandi minn, sem þá var átján ára, hefur játað þann verknað fyrir alþjóð. Þú vilt hlífa honum við því að vera kallaður nauðgari og berð hann saman við „þjófóttan smákrakka“, eins og gróft kynferðisofbeldi sé á einhvern hátt sambærilegt við að stela tyggjói úr sjoppu. Þetta er svo fjarstæðukennt að það dæmir sig sjálft,“ sagði Þórdís Elva meðal annars í pistli sínum.Ósk Gunnlaugsdóttir er einn stjórnenda me-too hóps kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð.Fréttablaðið/EyþórÞá sagðist Þórdís Elva ekki hafa neina þörf fyrir velþóknun Steinunnar Ólínu. Hún hafi fengið alla sína viðurkenningu í gegnum mælingar á árangri í fræðslustarfi sínu.Harmar að hópurinn hafi verið dreginn inn í pistlaskrif Ósk Gunnlaugsdóttir, einn stjórnenda hópsins, segist í samtali við Vísi harma að Steinunn Ólína hafi dregið hópinn, sem telur rúmlega eitt þúsund konur, inn í skrif sín. „Konurnar verða að geta treyst því að þarna ríki trúnaður og að ekki sé verið að grafa undan starfinu,“ segir Ósk. Ósk segir stjórnendur hópsins ekki hafa haft Þórdísi Elvu, sem er meðal stjórnenda, með í samtali um brottvísun Steinunnar Ólínu enda vanhæf í málinu vegna skoðanaskipta þeirra. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu MeToo Tengdar fréttir „Þér er ég greinilega mjög hugleikin, Steinunn Ólína“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir gagnrýnir Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur harðlega fyrir skrif hennar síðustu daga og segir hana hafa vegið gróflega að starfsheiðri sínum. 5. nóvember 2019 18:51 Sjá svart og hvítt í málinu sem aðrir leikarar þora varla að hafa opinbera skoðun á Leikkonurnar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sjá svart og hvítt þegar kemur að nýföllum dómi í máli Atla Rafns Sigurðarsonar leikara gegn Borgarleikhúsinu og leikstjóranum Kristínu Eysteinsdóttur. 1. nóvember 2019 23:35 Freyja frábiður sér samanburð Steinunnar Ólínu á málum þeirra Atla Rafns Freyja Haraldsdóttir doktorsnemi og fyrrverandi varaþingmaður, sem vann mál sitt gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í vikunni, segir það erfitt þegar máli sínu sé stillt upp við hlið máls Atla Rafns Sigurðarsonar leikara, líkt og leikkonan Steinunn Ólína gerði í pistli sem hún birti í gær. 2. nóvember 2019 21:38 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ekki lengur meðlimur í #metoo-hópi kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð. Steinunn Ólína segir í samtali við Vísi að einn af stjórnendum hópsins hafi sent henni skilaboð þess efnis á Facebook og var ástæðan sögð trúnaðarbrestur. Hópurinn birti 62 nafnlausar reynslusögur í lok nóvember 2017 meðfram yfirlýsingu sem á sjötta hundrað kvenna skrifuðu undir. Yfirlýsingin var meðal annars birt á vef Steinunnar Ólínu, Kvennablaðinu. Steinunn Ólína segist ekki sár yfir brottvikningunni úr hópnum en skilur ekki í hverju trúnaðarbresturinn felist. Hún hafi engin svör fengið. „Enda braut ég engan trúnað en leyfði mér að gagnrýna einn stjórnanda hópsins,“ segir Steinunn. Vísar hún til gagnrýni sinnar á Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Ósk Gunnlaugsdóttir, einn stjórnenda hópsins, harmar að hópurinn hafi verið dreginn inn í skrif Steinunnar Ólínu og segir mikilvægt að konur í hópnum geti treyst á að ekki sé grafið undan starfi í hópnum. Þórdís Elva hafi ekki komið að ákvörðuninni.Úthýsing að sársaukalausu Segja má að Steinunn Ólína hafi varpað sprengju með pistlaskrifum sínum í kjölfar dóms í máli Atla Rafns Sigurðssonar leikara sem dæmdar voru bætur í héraðsdómi fyrir ólögmæta uppsögn í Borgarleikhúsinu. „Þessi úthýsing er mér að sársaukalausu en lýsir ágætlega þvi sem ég hef bent á að stjórnendum þessa hóps finnst best að allir syngi sama falska lagið i þeirri blindu trú að ef þær syngi nógu andskoti hátt fari það að hljoma áheyrilega.“Þórdís Elva Þorvaldsdóttir segist hafa fengið alla þá viðurkenningu sem hún þurfi í gegnum mælingar á árangri í kynningarstarfi sínu. Vísar hún ti könnunar Gallup þess efnis að 70% allra tíundu bekkinga á landinu sögðust skilja betur hvað kynferðislegt samþykki þýddi eftir að hafa horft á fræðslumynd hennar Fáðu já. Vísir/VilhelmEr óhætt að segja að skoðanir Steinunnar Ólínu og Þórdísar Elvu hafi verið gjörólíkar eins og Vísir fjallaði um þann 1. nóvember.Steinunn gagnrýndi Þórdísi Elvu töluvert fyrir framgöngu hennar í tengslum við metoo-byltinguna síðla árs 2017. „Fyrir tveimur árum völdu íslenskar sviðslistakonur mig til að vera fulltrúi þeirra í metoo byltingunni, söfnuðu fyrir flugmiða handa mér og flugu mér heim til Íslands (en ég var stödd í Svíþjóð) til að sinna því mikilvæga verkefni. Ég hlaut líka það hlutverk að taka við frásögnum þeirra af ofbeldi, valdníðslu og áreitni innan úr bransanum. Ég fékk að vita margt sem ég mun aldrei gleyma og þetta var eitt erfiðasta hlutskipti sem ég hef fengið, en jafnframt eitt það veigamesta,“ sagði Þórdís á dögunum um hlutverk sitt í byltingunni. Steinunn hefur skorað á þær konur sem saka Atla Rafn um kynferðisbrot eða -obeldi um að stíga fram. Ómögulegt sé að eiga að verjast nafnlausum ásökunum. „Hvort Atli er kynferðisbrotamaður veit enginn með vissu nema meint fórnarlömb hans sem hafa valið að þagga meinta glæpi hans í hel en Þórdís Elva sem skeytir engu um aðalatriði þegar kemur að eigin frama sem leiðtoga fórnarlamba ofbeldis hrópar á Facebook.“Þórdís Elva og Tom Stranger er þau héldu TED-fyrirlestur saman.TEDÞá rifjaði Steinunn Ólína upp þegar Þórdís Elva steig fram ásamt fyrrverandi kærasta sínum sem viðurkenndi að hafa nauðgað henni þegar þau voru ung að árum. „Þórdís Elva var áður sjálfskipaður brautryðjandi á Íslandi í afhjúpun ofbeldismanna að amerískri fyrirmynd og hvatti fórnarlömb til þess að stíga fram og segja frá í hópi sviðslistakvenna. Hún hafði gert slíkt sjálf og bætti um betur, því hún markaðssetti ofbeldi sem hún sagðist hafa orðið fyrir með eftirminnilegum hætti í bók, með fyrirlestrum þar sem henni fylgdi meintur ofbeldismaður um allar álfur og gekkst við því að kalla sig nauðgara til að styðja rétt hennar til að segja frá og mæta ofbeldismanni sínum.“Hundruð kvenna skrifuðu undir yfirlýsingu Sagðist Steinunn Ólína hafa hreina andstyggð á „drottnunargirni og hefndarfýsn“ sem birtist í verki Þórdísar Elvu. Fjöldi kvenna brást við skrifum Steinunnar Ólínu og birtu yfirlýsingu vegna „skaðlegrar orðræðu um kynferðisbrot“. „Að okkar mati lýsir greinin þeim viðhorfum að frásagnir af kynferðisofbeldi séu marklausar nema þær fari í gegnum réttarkerfið og gerandinn hljóti dóm fyrir brot sitt,“ sagði í greininni sem Anna Bentína Hermansen skrifaði og hundruð kvenna studdu.Mál Atla Rafns Sigurðssonar gegn Borgarleikhúsinu og Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra varð kveikjan að deilum Steinunnar Ólínu og Þórdísar Elvu.VísirSteinunn Ólína stóð fast á sínu í nýjum pistli og sagði ekkert hafa áunnist með baráttu fyrir úrlausnum í kynferðisbrotamálum ef samfélagið væri ekki komið lenga en að pískra enn í hornum og viðhalda sjálf þöggun um glæpi. „Og við höfum tapað áttum ef okkur finnst það nú vera réttur okkar að þegja um ofbeldi og leita ekki réttar okkar þar sem það á við samkvæmt reglum samfélagsins um meðferð sakamála. Og við erum glötuð ef við fylgjum ekki leikreglum um sanngirni öllum til handa.“Þórdís Elva skrifaði svo sjálf pistil og svaraði skrifum Steinunnar Ólínu.Þarf ekki velþóknun Steinunnar Ólínu „Þér er ég greinilega mjög hugleikin, Steinunn Ólína, og þá sérstaklega nauðgun sem ég varð fyrir þegar ég var á barnsaldri, eða 16 ára gömul. Gerandi minn, sem þá var átján ára, hefur játað þann verknað fyrir alþjóð. Þú vilt hlífa honum við því að vera kallaður nauðgari og berð hann saman við „þjófóttan smákrakka“, eins og gróft kynferðisofbeldi sé á einhvern hátt sambærilegt við að stela tyggjói úr sjoppu. Þetta er svo fjarstæðukennt að það dæmir sig sjálft,“ sagði Þórdís Elva meðal annars í pistli sínum.Ósk Gunnlaugsdóttir er einn stjórnenda me-too hóps kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð.Fréttablaðið/EyþórÞá sagðist Þórdís Elva ekki hafa neina þörf fyrir velþóknun Steinunnar Ólínu. Hún hafi fengið alla sína viðurkenningu í gegnum mælingar á árangri í fræðslustarfi sínu.Harmar að hópurinn hafi verið dreginn inn í pistlaskrif Ósk Gunnlaugsdóttir, einn stjórnenda hópsins, segist í samtali við Vísi harma að Steinunn Ólína hafi dregið hópinn, sem telur rúmlega eitt þúsund konur, inn í skrif sín. „Konurnar verða að geta treyst því að þarna ríki trúnaður og að ekki sé verið að grafa undan starfinu,“ segir Ósk. Ósk segir stjórnendur hópsins ekki hafa haft Þórdísi Elvu, sem er meðal stjórnenda, með í samtali um brottvísun Steinunnar Ólínu enda vanhæf í málinu vegna skoðanaskipta þeirra.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu MeToo Tengdar fréttir „Þér er ég greinilega mjög hugleikin, Steinunn Ólína“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir gagnrýnir Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur harðlega fyrir skrif hennar síðustu daga og segir hana hafa vegið gróflega að starfsheiðri sínum. 5. nóvember 2019 18:51 Sjá svart og hvítt í málinu sem aðrir leikarar þora varla að hafa opinbera skoðun á Leikkonurnar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sjá svart og hvítt þegar kemur að nýföllum dómi í máli Atla Rafns Sigurðarsonar leikara gegn Borgarleikhúsinu og leikstjóranum Kristínu Eysteinsdóttur. 1. nóvember 2019 23:35 Freyja frábiður sér samanburð Steinunnar Ólínu á málum þeirra Atla Rafns Freyja Haraldsdóttir doktorsnemi og fyrrverandi varaþingmaður, sem vann mál sitt gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í vikunni, segir það erfitt þegar máli sínu sé stillt upp við hlið máls Atla Rafns Sigurðarsonar leikara, líkt og leikkonan Steinunn Ólína gerði í pistli sem hún birti í gær. 2. nóvember 2019 21:38 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
„Þér er ég greinilega mjög hugleikin, Steinunn Ólína“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir gagnrýnir Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur harðlega fyrir skrif hennar síðustu daga og segir hana hafa vegið gróflega að starfsheiðri sínum. 5. nóvember 2019 18:51
Sjá svart og hvítt í málinu sem aðrir leikarar þora varla að hafa opinbera skoðun á Leikkonurnar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sjá svart og hvítt þegar kemur að nýföllum dómi í máli Atla Rafns Sigurðarsonar leikara gegn Borgarleikhúsinu og leikstjóranum Kristínu Eysteinsdóttur. 1. nóvember 2019 23:35
Freyja frábiður sér samanburð Steinunnar Ólínu á málum þeirra Atla Rafns Freyja Haraldsdóttir doktorsnemi og fyrrverandi varaþingmaður, sem vann mál sitt gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í vikunni, segir það erfitt þegar máli sínu sé stillt upp við hlið máls Atla Rafns Sigurðarsonar leikara, líkt og leikkonan Steinunn Ólína gerði í pistli sem hún birti í gær. 2. nóvember 2019 21:38