Sportpakkinn: Sex komin á EM 2020 og fimm gætu bæst í hópinn annað kvöld Arnar Björnsson skrifar 13. nóvember 2019 17:15 Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands. vísir/getty Englendingar geta tryggt sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins í fótbolta annað kvöld með sigri á Svartfjallalandi á Wembley. Þegar 2 umferðir eru eftir eru Englendingar með 14 stig, Tékkar 12 og Kósóvómenn 11. Tékkar fylgja þeim í úrslitakeppnina með sigri á Kósóvó. Ekki eru allir ensku landsliðsmennirnir sammúla um það hvernig þjálfarinn Gareth Southgate tók á deilum Raheem Sterling og Joe Gomez. Þeir félagar áttu einhverjar sakir óuppgerðar frá leik Liverpool og Manchester City í deildinni um helgina. Sterling gékk í skrokk á Gomez þannig að það sá á Liverpool-manninnum. Southgate henti Raheem Sterling út úr hópnum. Harry Kane og Raheem Sterling eru báðir búnir að skora 8 mörk í undankeppninni, aðeins Rússinn Artem Dzyuba og Ísraelsmaðurinn, Eran Zahavi, eru búnir að skora fleiri mörk í keppninni, Zahavi 11 og Dzyuba 9. Sterling er auk þess búinn að leggja upp 6 mörk í keppninni eins og Frakkinn Antoine Grizeman, aðeins Hollendingurinn Memphis Depay hefur átt fleiri stoðsendingar, 7 talsins. Joe Gomez er sagður hafa beðið þjálfarann um að halda Sterling í hópnum líkt fleiri í landsliðsmenn. Þeir vildu að málið yrði leyst innan hópsins. Svo er að sjá hvernig Englendingum gengur í þúsundasta landsleiknum. Leikur Englands og Svartfjallands byrjar klukkan 19.45 annað kvöld og hann er sýndur á Stöð 2 sport. „Ég vil ekki tjá mig um atvikið, það græðir enginn á því að ræða þetta mál meira,“ sagði Southgate á blaðamannafundi í gær. „Ég þarf að skera úr um hvað er best fyrir hópinn. Stundum er það erfitt en ég reyni að vera sanngjarn við þá alla en það gengur stundum ekki. En ég er þjálfarinn og tók þá ákvörðun um að Sterling spili ekki. Hann er mikilvægur leikmaður en ég taldi þetta bestu niðurstöðuna“. Úkraínumenn tryggðu sér sæti í B-riðlinum með sigri á Portúgölum í síðasta mánuði. Þeir hafa ekki tapað, unnið 7 leiki og gert 1 jafntefli. Andriy Shevchenko sýnir að hann er ekki síðri þjálfari en leikmaður. Hann skoraði 48 mörk í 111 landsleikjum og eftir að hann tók við þjálfarastarfinu fyrir þremur árum hafa Úkraínumenn blómstrað undir hans stjórn. Úkraína á einn leik eftir, gegn Serbum í Serbíu á sunnudag. Portúgal, sem tryggði sér sigur í Þjóðardeildinni, reyna að halda í annað sætið. Þeir mæta Litháum á heimavelli annað kvöld og Lúxemborgurum á útivelli á sunnudag. Mótherjar þeirra eiga ekki möguleika lengur, Lúxemborg er með 4 stig en Litháen 1. Klippa: Sportpakkinn: EM-leikir EM 2020 í fótbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Englendingar geta tryggt sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins í fótbolta annað kvöld með sigri á Svartfjallalandi á Wembley. Þegar 2 umferðir eru eftir eru Englendingar með 14 stig, Tékkar 12 og Kósóvómenn 11. Tékkar fylgja þeim í úrslitakeppnina með sigri á Kósóvó. Ekki eru allir ensku landsliðsmennirnir sammúla um það hvernig þjálfarinn Gareth Southgate tók á deilum Raheem Sterling og Joe Gomez. Þeir félagar áttu einhverjar sakir óuppgerðar frá leik Liverpool og Manchester City í deildinni um helgina. Sterling gékk í skrokk á Gomez þannig að það sá á Liverpool-manninnum. Southgate henti Raheem Sterling út úr hópnum. Harry Kane og Raheem Sterling eru báðir búnir að skora 8 mörk í undankeppninni, aðeins Rússinn Artem Dzyuba og Ísraelsmaðurinn, Eran Zahavi, eru búnir að skora fleiri mörk í keppninni, Zahavi 11 og Dzyuba 9. Sterling er auk þess búinn að leggja upp 6 mörk í keppninni eins og Frakkinn Antoine Grizeman, aðeins Hollendingurinn Memphis Depay hefur átt fleiri stoðsendingar, 7 talsins. Joe Gomez er sagður hafa beðið þjálfarann um að halda Sterling í hópnum líkt fleiri í landsliðsmenn. Þeir vildu að málið yrði leyst innan hópsins. Svo er að sjá hvernig Englendingum gengur í þúsundasta landsleiknum. Leikur Englands og Svartfjallands byrjar klukkan 19.45 annað kvöld og hann er sýndur á Stöð 2 sport. „Ég vil ekki tjá mig um atvikið, það græðir enginn á því að ræða þetta mál meira,“ sagði Southgate á blaðamannafundi í gær. „Ég þarf að skera úr um hvað er best fyrir hópinn. Stundum er það erfitt en ég reyni að vera sanngjarn við þá alla en það gengur stundum ekki. En ég er þjálfarinn og tók þá ákvörðun um að Sterling spili ekki. Hann er mikilvægur leikmaður en ég taldi þetta bestu niðurstöðuna“. Úkraínumenn tryggðu sér sæti í B-riðlinum með sigri á Portúgölum í síðasta mánuði. Þeir hafa ekki tapað, unnið 7 leiki og gert 1 jafntefli. Andriy Shevchenko sýnir að hann er ekki síðri þjálfari en leikmaður. Hann skoraði 48 mörk í 111 landsleikjum og eftir að hann tók við þjálfarastarfinu fyrir þremur árum hafa Úkraínumenn blómstrað undir hans stjórn. Úkraína á einn leik eftir, gegn Serbum í Serbíu á sunnudag. Portúgal, sem tryggði sér sigur í Þjóðardeildinni, reyna að halda í annað sætið. Þeir mæta Litháum á heimavelli annað kvöld og Lúxemborgurum á útivelli á sunnudag. Mótherjar þeirra eiga ekki möguleika lengur, Lúxemborg er með 4 stig en Litháen 1. Klippa: Sportpakkinn: EM-leikir
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira