Lækkun framlaga tefur ekki verklok Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. nóvember 2019 06:00 Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala. Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að enn þá sé gert ráð fyrir því að meðferðarkjarninn verði tilbúinn árið 2024 þrátt fyrir boðaða lækkun á fjárheimildum næsta árs. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til 3,5 milljarða króna lækkun framlaga. „Það er ekki gert ráð fyrir öðru en að meðferðarkjarninn verði tilbúinn sem byggingarframkvæmd árið 2024 eins og áætlanir segja til um,“ segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala, um áhrif breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar um 3,5 milljarða lækkun framlaga til verkefnisins á næsta ári. Gunnar segir að þrátt fyrir þessa lækkun sé gert ráð fyrir um fimm milljarða króna framlögum til Hringbrautarverkefnisins á næsta ári sem sé hæsta heimildin á fjárlögum til þessa. Hann segir lækkun fjárframlaga á næsta ári meðal annars skýrast af því að ákveðið hafi verið að fullvinna grunn hússins áður en næsti verktaki hæfi störf. Þá sé nú einnig unnið að jarðvinnu vegna bílakjallara við hlið hússins, undir Sóleyjartorgi. „Þetta hefur í för með sér að uppsteypa meðferðarkjarnans og önnur jarðvinnuverkefni hliðrast til á árinu 2020. Áhrifin á sjóðstreymisáætlun verða um þrír milljarðar með fyrirvara um heimild til útboðs og samninga vegna uppsteypuhluta verksins. Jarðvinna vegna rannsóknarhússins mun líka hliðrast til á árinu,“ segir Gunnar. Forval stendur nú yfir vegna uppsteypuhlutans og segir Gunnar að mikill áhugi sé á því verki. Samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir að framkvæmdir við Nýjan Landspítala nái hámarki á árunum 2021-2022. Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, frá því í júní í fyrra var heildarkostnaður verkefnisins áætlaður tæpir 55 milljarðar króna. Miðað við hækkun byggingarvísitölu er sá kostnaður í dag um 58,5 milljarðar. Birtist í Fréttablaðinu Landspítalinn Reykjavík Skipulag Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Telja fórnarlömb raðnauðgarans Zou vera á sjöunda tug Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að enn þá sé gert ráð fyrir því að meðferðarkjarninn verði tilbúinn árið 2024 þrátt fyrir boðaða lækkun á fjárheimildum næsta árs. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til 3,5 milljarða króna lækkun framlaga. „Það er ekki gert ráð fyrir öðru en að meðferðarkjarninn verði tilbúinn sem byggingarframkvæmd árið 2024 eins og áætlanir segja til um,“ segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala, um áhrif breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar um 3,5 milljarða lækkun framlaga til verkefnisins á næsta ári. Gunnar segir að þrátt fyrir þessa lækkun sé gert ráð fyrir um fimm milljarða króna framlögum til Hringbrautarverkefnisins á næsta ári sem sé hæsta heimildin á fjárlögum til þessa. Hann segir lækkun fjárframlaga á næsta ári meðal annars skýrast af því að ákveðið hafi verið að fullvinna grunn hússins áður en næsti verktaki hæfi störf. Þá sé nú einnig unnið að jarðvinnu vegna bílakjallara við hlið hússins, undir Sóleyjartorgi. „Þetta hefur í för með sér að uppsteypa meðferðarkjarnans og önnur jarðvinnuverkefni hliðrast til á árinu 2020. Áhrifin á sjóðstreymisáætlun verða um þrír milljarðar með fyrirvara um heimild til útboðs og samninga vegna uppsteypuhluta verksins. Jarðvinna vegna rannsóknarhússins mun líka hliðrast til á árinu,“ segir Gunnar. Forval stendur nú yfir vegna uppsteypuhlutans og segir Gunnar að mikill áhugi sé á því verki. Samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir að framkvæmdir við Nýjan Landspítala nái hámarki á árunum 2021-2022. Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, frá því í júní í fyrra var heildarkostnaður verkefnisins áætlaður tæpir 55 milljarðar króna. Miðað við hækkun byggingarvísitölu er sá kostnaður í dag um 58,5 milljarðar.
Birtist í Fréttablaðinu Landspítalinn Reykjavík Skipulag Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Telja fórnarlömb raðnauðgarans Zou vera á sjöunda tug Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent