Segir sögu revía á Íslandi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 10:00 "Revíur segja mikla sögu um stjórnmál og tíðaranda,“ segir Una Margrét, útvarpskona og rithöfundur. Fréttablaðið/Hari Revía er leikrit sem gerir grín að samtíma sínum, yfirleitt með söngvum, þar eru jafnvel nafngreindir tilteknir menn, eða hermt eftir þeim. Slík leikrit hafa verið til frá því í fornöld,“ segir Una Margrét Jónsdóttir útvarpskona sem verður frummælandi á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða í Neskirkju í kvöld klukkan 20.00. Beðin um smjörþefinn af boðskapnum kveðst hún byggja hann að nokkru leyti á nýútkominni bók sinni, Gullöld revíunnar. Una Margrét rekur sögu revíunnar á Íslandi aftur til ársins 1880, þegar sú fyrsta, Getjón, var sýnd á Ísafirði. „Í henni er aðallega hæðst að einum manni, Jóni Geiteying, og nafnið á greinilega að vísa til hans. Hann var vanur að uppnefna alla og var því tekinn fyrir. Um svipað leyti sýndu skólapiltar revíu í Reykjavík, sá sem samdi hana var Einar Hjörleifsson sem síðar varð þekktur undir nafninu Einar H. Kvaran. Árið 1895 samdi sjálfur Einar Benediktsson eina. Venjan var að revíur væru einungis gamanleikrit en revía Einars var alvarlegs eðlis líka, með sjálfstæðisbaráttuboðskap.“ Fyrsta revían sem varð verulega vinsæl á Íslandi hét Allt í grænum sjó en hún þótti svo ósvífin að hún var bönnuð eftir fyrstu sýningu, að sögn Unu Margrétar. „Það var einmitt Einar H. Kvaran sem krafðist þess. Hafði þó sjálfur samið revíu og þá munaði litlu að hann fengi á sig kæru,“ lýsir hún. „Blómaskeið íslenskrar revíu teljast vera tvö, frá 1923 til 1930 og 1938 til 1952. Þau tímabil eru kölluð Gullöld revíunnar,“ segir Una Margrét og telur upp þær vinsælustu. Á fyrra tímabilinu voru það Spánskar nætur og Haustrigningar og á seinna tímabilinu koma revíur eins og Fornar dyggðir, Hver maður sinn skammt, Nú er það svart, maður og Allt í lagi, lagsi.“ Auk frásagnar Unu munu hljóðritanir af gömlum revíusöngvum verða fluttar í Neskirkju. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Revía er leikrit sem gerir grín að samtíma sínum, yfirleitt með söngvum, þar eru jafnvel nafngreindir tilteknir menn, eða hermt eftir þeim. Slík leikrit hafa verið til frá því í fornöld,“ segir Una Margrét Jónsdóttir útvarpskona sem verður frummælandi á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða í Neskirkju í kvöld klukkan 20.00. Beðin um smjörþefinn af boðskapnum kveðst hún byggja hann að nokkru leyti á nýútkominni bók sinni, Gullöld revíunnar. Una Margrét rekur sögu revíunnar á Íslandi aftur til ársins 1880, þegar sú fyrsta, Getjón, var sýnd á Ísafirði. „Í henni er aðallega hæðst að einum manni, Jóni Geiteying, og nafnið á greinilega að vísa til hans. Hann var vanur að uppnefna alla og var því tekinn fyrir. Um svipað leyti sýndu skólapiltar revíu í Reykjavík, sá sem samdi hana var Einar Hjörleifsson sem síðar varð þekktur undir nafninu Einar H. Kvaran. Árið 1895 samdi sjálfur Einar Benediktsson eina. Venjan var að revíur væru einungis gamanleikrit en revía Einars var alvarlegs eðlis líka, með sjálfstæðisbaráttuboðskap.“ Fyrsta revían sem varð verulega vinsæl á Íslandi hét Allt í grænum sjó en hún þótti svo ósvífin að hún var bönnuð eftir fyrstu sýningu, að sögn Unu Margrétar. „Það var einmitt Einar H. Kvaran sem krafðist þess. Hafði þó sjálfur samið revíu og þá munaði litlu að hann fengi á sig kæru,“ lýsir hún. „Blómaskeið íslenskrar revíu teljast vera tvö, frá 1923 til 1930 og 1938 til 1952. Þau tímabil eru kölluð Gullöld revíunnar,“ segir Una Margrét og telur upp þær vinsælustu. Á fyrra tímabilinu voru það Spánskar nætur og Haustrigningar og á seinna tímabilinu koma revíur eins og Fornar dyggðir, Hver maður sinn skammt, Nú er það svart, maður og Allt í lagi, lagsi.“ Auk frásagnar Unu munu hljóðritanir af gömlum revíusöngvum verða fluttar í Neskirkju.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira