Ísland kemur illa út Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 12. nóvember 2019 07:30 Kolbeinn flytur erindi á málþinginu á morgun. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Hlutfall þeirra sem sinna umönnun aðstandenda sinna er hærra hér á landi en í öðrum löndum Evrópu. Félagsfræðingur segir ástæðuna margþætta. „Ísland kom ekki vel út í skýrslunni og við erum sem sagt með hæsta hlutfall aðstandenda í umönnun í Evrópu,“ segir Kolbeinn H. Stefánsson félagsfræðingur. Hann er einn þeirra sem flytja erindi á málþingi sem haldið er af Félagsráðgjafafélagi Íslands og Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands á Grand Hóteli á morgun frá 3.30-10.30. Málþingið ber heitið Umönnunarábyrgð aðstandenda: Hlutverk án handrits og er ástæðan nýútkomin skýrsla Eurostat, tölfræðistofnunar Evrópusambandsins, um umönnun. Fréttablaðið greindi frá niðurstöðum skýrslunnar í síðasta mánuði en niðurstöður hennar sýna að hlutfall þeirra sem sinna umönnun óvinnufærra fjölskyldumeðlima sé mun hærra hér á landi en í öðrum löndum Evrópu. „Ef við horfum bara á umönnun veikra, aldraðra og fatlaðra skyldmenna þá er hlutfallið af fólki á vinnualdri sem er með slíka byrði mun hærra á Íslandi en í öðrum Evrópulöndum,“ segir Kolbeinn. „Ef við lítum á Norðurlöndin þá erum við með þrisvar sinnum hærra hlutfall en Finnland sem er næst á eftir okkur. Við erum með tæp tíu prósent og Finnar með um 3,3 prósent,“ bætir hann við. Á málþinginu mun Kolbeinn flytja erindi þar sem hann fer yfir umönnunarbyrði Íslendinga samanborið við önnur lönd Evrópu og samspil vinnu og einkalífs þegar kemur að umönnun. Hann segir umönnun á Íslandi ekki hafa verið mikið rannsakaða en þrátt fyrir það séu ákveðnar hugmyndir um það hvers vegna Ísland skorar eins hátt í skýrslunni og raun ber vitni. „Ísland er lítið og tiltölulega þéttriðið samfélag. Tengsl kynslóða eru mikil og mikill meirihluti landsins býr á suðvesturhorninu svo fjarlægðir eru ekki stórt vandamál. En í mörgum Evrópulöndum getur verið að fólk búi fjarri ættingjum og geti bara lítið gert,“ segir Kolbeinn. „Svo er það hitt sem skiptir máli og það er sú umönnunarþjónusta sem veitt er. Þessi niðurstaða gæti bent til þess að ónógt framboð sé af nægilega góðum umönnunarúrræðum á viðráðanlegum kjörum,“ segir hann. Kolbeinn bendir einnig á að sterk fjölskyldutengsl Íslendinga og sú menning sem hér ríkir geti haft áhrif. „Ég get ekki útilokað það að þetta sé sterkt í menningunni hjá okkur líka, ég held að þetta spili svolítið saman og það getur verið erfitt að átta sig á því hvort kemur á undan. Hvort það sé sterk menning fyrir þessu og þess vegna höfum við ekki þróað þessi úrræði nægilega vel eða hvort menningin hafi mótast svona af því að úrræðin voru ófullnægjandi,“ segir Kolbeinn að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Hlutfall þeirra sem sinna umönnun aðstandenda sinna er hærra hér á landi en í öðrum löndum Evrópu. Félagsfræðingur segir ástæðuna margþætta. „Ísland kom ekki vel út í skýrslunni og við erum sem sagt með hæsta hlutfall aðstandenda í umönnun í Evrópu,“ segir Kolbeinn H. Stefánsson félagsfræðingur. Hann er einn þeirra sem flytja erindi á málþingi sem haldið er af Félagsráðgjafafélagi Íslands og Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands á Grand Hóteli á morgun frá 3.30-10.30. Málþingið ber heitið Umönnunarábyrgð aðstandenda: Hlutverk án handrits og er ástæðan nýútkomin skýrsla Eurostat, tölfræðistofnunar Evrópusambandsins, um umönnun. Fréttablaðið greindi frá niðurstöðum skýrslunnar í síðasta mánuði en niðurstöður hennar sýna að hlutfall þeirra sem sinna umönnun óvinnufærra fjölskyldumeðlima sé mun hærra hér á landi en í öðrum löndum Evrópu. „Ef við horfum bara á umönnun veikra, aldraðra og fatlaðra skyldmenna þá er hlutfallið af fólki á vinnualdri sem er með slíka byrði mun hærra á Íslandi en í öðrum Evrópulöndum,“ segir Kolbeinn. „Ef við lítum á Norðurlöndin þá erum við með þrisvar sinnum hærra hlutfall en Finnland sem er næst á eftir okkur. Við erum með tæp tíu prósent og Finnar með um 3,3 prósent,“ bætir hann við. Á málþinginu mun Kolbeinn flytja erindi þar sem hann fer yfir umönnunarbyrði Íslendinga samanborið við önnur lönd Evrópu og samspil vinnu og einkalífs þegar kemur að umönnun. Hann segir umönnun á Íslandi ekki hafa verið mikið rannsakaða en þrátt fyrir það séu ákveðnar hugmyndir um það hvers vegna Ísland skorar eins hátt í skýrslunni og raun ber vitni. „Ísland er lítið og tiltölulega þéttriðið samfélag. Tengsl kynslóða eru mikil og mikill meirihluti landsins býr á suðvesturhorninu svo fjarlægðir eru ekki stórt vandamál. En í mörgum Evrópulöndum getur verið að fólk búi fjarri ættingjum og geti bara lítið gert,“ segir Kolbeinn. „Svo er það hitt sem skiptir máli og það er sú umönnunarþjónusta sem veitt er. Þessi niðurstaða gæti bent til þess að ónógt framboð sé af nægilega góðum umönnunarúrræðum á viðráðanlegum kjörum,“ segir hann. Kolbeinn bendir einnig á að sterk fjölskyldutengsl Íslendinga og sú menning sem hér ríkir geti haft áhrif. „Ég get ekki útilokað það að þetta sé sterkt í menningunni hjá okkur líka, ég held að þetta spili svolítið saman og það getur verið erfitt að átta sig á því hvort kemur á undan. Hvort það sé sterk menning fyrir þessu og þess vegna höfum við ekki þróað þessi úrræði nægilega vel eða hvort menningin hafi mótast svona af því að úrræðin voru ófullnægjandi,“ segir Kolbeinn að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira