Stórauknar byggingarheimildir verða veittar með nýju hverfaskipulagi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. nóvember 2019 08:00 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir nýtt hverfaskipulag einfalda leyfisveitingaferlið. Fréttablaðið/Anton Brink Fyrsta hverfaskipulag Reykjavíkurborgar, eða hverfasjá, er tilbúið til notkunar, fyrir þrjú hverfi Árbæjar: Árbæ, Selás og Ártúnsholt. Í þessum hverfum verða veittar heimildir fyrir stækkun húsa, bæði fjölbýlishúsa og sérbýla, eða sem nemur 1.500 nýjum íbúðum. Í mörgum blokkum fá húsfélög heimild til þess að byggja hæð ofan á gegn því að koma fyrir lyftum til að bæta aðgengið. Eigendur einbýlishúsa fá heimild til þess að bæta 40 fermetrum við húsið, en auk þess hafa margir eigendur ekki fullnýtt heimildir samkvæmt eldra deiliskipulagi. Þá verður leitast við að eigendur íbúða sem hafa ósamþykktar breytingar fái þær samþykktar. Allar upplýsingar verða fáanlegar á nýrri vefsíðu, hverfisskipulag.is, en þar er einnig hægt að sækja um byggingarleyfi. „Þegar heimildirnar eru til staðar þá er búið að einfalda ferlið mikið, eitthvað sem tók marga mánuði áður. Þetta léttir einnig mikið á stjórnsýslunni,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs. Sigurborg segir spennandi að sjá hvernig nýtingin verður. „Þetta eru aðeins fyrstu hverfin. Ég hef trú á því að þetta gerist yfir langan tíma og að íbúar nýti þetta þegar þeim hentar.“ Auk þéttingar er takmarkið að gera hverfin sjálfbærari og sterkari samkvæmt Sigurborgu, en þarfir íbúanna eru mismunandi eftir hverfum. „Sums staðar þarf að bæta úrgangslausnir, grenndarstöðvar, gera stæði fyrir deilibíla og fleira,“ segir hún. Hverfasjáin verður opnuð með formlegum hætti í þjónustuveri Reykjavíkurborgar á föstudaginn klukkan 11.30. Hverfaskipulag fyrir Breiðholtið og Hlíðarnar koma á næsta ári. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Fyrsta hverfaskipulag Reykjavíkurborgar, eða hverfasjá, er tilbúið til notkunar, fyrir þrjú hverfi Árbæjar: Árbæ, Selás og Ártúnsholt. Í þessum hverfum verða veittar heimildir fyrir stækkun húsa, bæði fjölbýlishúsa og sérbýla, eða sem nemur 1.500 nýjum íbúðum. Í mörgum blokkum fá húsfélög heimild til þess að byggja hæð ofan á gegn því að koma fyrir lyftum til að bæta aðgengið. Eigendur einbýlishúsa fá heimild til þess að bæta 40 fermetrum við húsið, en auk þess hafa margir eigendur ekki fullnýtt heimildir samkvæmt eldra deiliskipulagi. Þá verður leitast við að eigendur íbúða sem hafa ósamþykktar breytingar fái þær samþykktar. Allar upplýsingar verða fáanlegar á nýrri vefsíðu, hverfisskipulag.is, en þar er einnig hægt að sækja um byggingarleyfi. „Þegar heimildirnar eru til staðar þá er búið að einfalda ferlið mikið, eitthvað sem tók marga mánuði áður. Þetta léttir einnig mikið á stjórnsýslunni,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs. Sigurborg segir spennandi að sjá hvernig nýtingin verður. „Þetta eru aðeins fyrstu hverfin. Ég hef trú á því að þetta gerist yfir langan tíma og að íbúar nýti þetta þegar þeim hentar.“ Auk þéttingar er takmarkið að gera hverfin sjálfbærari og sterkari samkvæmt Sigurborgu, en þarfir íbúanna eru mismunandi eftir hverfum. „Sums staðar þarf að bæta úrgangslausnir, grenndarstöðvar, gera stæði fyrir deilibíla og fleira,“ segir hún. Hverfasjáin verður opnuð með formlegum hætti í þjónustuveri Reykjavíkurborgar á föstudaginn klukkan 11.30. Hverfaskipulag fyrir Breiðholtið og Hlíðarnar koma á næsta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira