Ný Skoda Octavia kynnt með tengil-tvinn vél Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. nóvember 2019 14:00 Skoda Octavia Vísir/Skoda Fjórða kynslóinð af Skoda Octavia, sem er mest seldi Skoda bíllinn á heimsgrundvelli, var kynnt til leiks í gær. Meðal þess sem var kynnt var ný tengil-tvinnútfærsla. Undir yfirborðinu er Octavia sami bíll og nýjasta útgáfan af Volkswagen Golf.Skoda kallar Octavia „hjartað og vélina“ í sinni framleiðslu. Að sögn byggir fjórða kynslóðin á styrkleikum eldri kynslóða en þó með meira notagildi með auknu plássi í innrarými sem og aukið öryggi. Bíllinn fer í sölu á seinni helmingi næsta árs.Innra rými í OctaviaVísir/SkodaYtra byrði hefur fengið kunnulega yfirhalningu og svipar nú talsvert til nýjustu útgáfu af Superb og Scala. Lægri línur í toppnum gefa bílnum sportlegra yfirbragð. Að sögn Skoda er loftflæðið mun betra. Stór afþreyingaskjárinn er áberandi í innréttingunni. Octavia er einnig hlaðinn nýjustu tækni í akstursaðstoð, sérstakar varnir eru til að koma í veg fyrir slys á hjólreiðafólki og gangandi vegfarendum.VélarVélarnar sem í boði verða eru frá 1,0 líters, þriggja sílendera túrbó bensín vél. Þar að auki eru 1,5 lítra fjögurra sílendera túrbó bensín vél. Báðar fást í mildri tvinn útgáfu. Stærsta bensín vélin er 2,0 lítra TSI sem knýr öll fjögur hjólin og er tengd við sjö gíra sjálfskiptingu. Tengil-tvinn útgáfan er 1,4 lítra bens´ín vél og 101 hestafl með sex gíra sjálfskiptingu og skilar sú útfærsla samtals 201 hestafli. Einungis ein dísil vél verður í boði en hún verður stillt á þrjá mismunandi vegu. Hún er 2,0 lítrar og skilar 197, 148 og 114 hestöflum eftir stillingum. Allar dísil útgáfurnar verða sjálfskiptar. Bílar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent
Fjórða kynslóinð af Skoda Octavia, sem er mest seldi Skoda bíllinn á heimsgrundvelli, var kynnt til leiks í gær. Meðal þess sem var kynnt var ný tengil-tvinnútfærsla. Undir yfirborðinu er Octavia sami bíll og nýjasta útgáfan af Volkswagen Golf.Skoda kallar Octavia „hjartað og vélina“ í sinni framleiðslu. Að sögn byggir fjórða kynslóðin á styrkleikum eldri kynslóða en þó með meira notagildi með auknu plássi í innrarými sem og aukið öryggi. Bíllinn fer í sölu á seinni helmingi næsta árs.Innra rými í OctaviaVísir/SkodaYtra byrði hefur fengið kunnulega yfirhalningu og svipar nú talsvert til nýjustu útgáfu af Superb og Scala. Lægri línur í toppnum gefa bílnum sportlegra yfirbragð. Að sögn Skoda er loftflæðið mun betra. Stór afþreyingaskjárinn er áberandi í innréttingunni. Octavia er einnig hlaðinn nýjustu tækni í akstursaðstoð, sérstakar varnir eru til að koma í veg fyrir slys á hjólreiðafólki og gangandi vegfarendum.VélarVélarnar sem í boði verða eru frá 1,0 líters, þriggja sílendera túrbó bensín vél. Þar að auki eru 1,5 lítra fjögurra sílendera túrbó bensín vél. Báðar fást í mildri tvinn útgáfu. Stærsta bensín vélin er 2,0 lítra TSI sem knýr öll fjögur hjólin og er tengd við sjö gíra sjálfskiptingu. Tengil-tvinn útgáfan er 1,4 lítra bens´ín vél og 101 hestafl með sex gíra sjálfskiptingu og skilar sú útfærsla samtals 201 hestafli. Einungis ein dísil vél verður í boði en hún verður stillt á þrjá mismunandi vegu. Hún er 2,0 lítrar og skilar 197, 148 og 114 hestöflum eftir stillingum. Allar dísil útgáfurnar verða sjálfskiptar.
Bílar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent