Vilja að bærinn heiti áfram Norður-Hvoll Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. nóvember 2019 10:30 Bærinn Norður-Hvoll er skammt vestan Dyrhólaeyjar í Mýrdalshreppi. Hjónin á bænum Norður-Hvoli í Mýrdalshreppi vilja að undið verði ofan af nafnabreytingu á bænum sem Þjóðskrá tilkynnti þeim um í fyrra. Ekki hafi verið haft samráð við ábúendur jarðarinnar um nýju nafngiftina á bænum. „Maður er náttúrlega svo vanur að eiga heima á Norður-Hvoli að maður segir það og skrifar áfram,“ segir Birna Viðarsdóttir, ábúandi á Norður-Hvoli í Mýrdalshreppi sem Þjóðskrá vill að heiti Hvoll 2. Birna segir þau hjónin óvænt hafa fengið bréf frá Þjóðskrá í október í fyrra um að frá og með næstu áramótum þar á eftir myndi bærinn þeirra heita Hvoll 2. Bærinn hefur hingað til heitið Norður-Hvoll og hét það er þau Birna og Einar Magnússon fluttust þangað fyrir 35 árum. Þar stunda þau nú rófurækt og eru með 150 vetrarfóðraðar kindur. „Þetta hefur reyndar verið í tugi ára í búfjárskýrslum og maður hefur aðeins rekist á það þar að bærinn hafi verið skráður sem Hvolur 2. En svo kom þetta bréf frá Þjóðskrá og og síðan eru öll bréf og allt sem við fáum bara merkt sem Hvoll 2,“ segir Birna. Það stendur þó áfram Norður-Hvoll á skiltinu út við veg en Birna segir póstinn og aðra þó vel rata á réttan stað.Hjónin Birna Viðarsdóttir og Einar Magnússon á Norður-Hvoli.Nágrannabærinn Suður-Hvoll hefur sloppið við nafnabreytingu. „Það er mjög skrítið að það var engin breyting þar þótt þau séu líka í þessum afgömlu bændaskýrsluskrám sem Hvoll 1. Það erum bara við sem eigum ekki lengur heima á Norður-Hvoli. Og í rauninni ætti okkar bær að vera Hvoll 1 því það er komið að honum á undan Suður-Hvoli,“ bendir Birna á og hlær að öllu saman. „Þetta er reyndar svolítið fyndið í aðra röndina,“ viðurkennir hún. Í bréfi Þjóðskrár til Einars og Birnu kemur fram að nafni bæjarins hafi verið breytt til samræmis við skráningu í fasteignaskrá. Samkvæmt lögum skuli allar fasteignir bera heiti samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Birna og Einar óskuðu því liðsinnis Mýrdalshrepps og mun sveitarstjórinn skrifa Þjóðskrá og óska eftir að breytingin verði afturkölluð. Jafnframt vill Mýrdalshreppur fá yfirlit yfir allar sambærilegar breytingar sem Þjóðskrá hafi gert á þessum lagagrunni. „Mér skilst að það eigi ekki að vera mikið mál að breyta þessu,“ segir Birna Viðarsdóttir á Norður-Hvoli bjartsýn. Birtist í Fréttablaðinu Mýrdalshreppur Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Hjónin á bænum Norður-Hvoli í Mýrdalshreppi vilja að undið verði ofan af nafnabreytingu á bænum sem Þjóðskrá tilkynnti þeim um í fyrra. Ekki hafi verið haft samráð við ábúendur jarðarinnar um nýju nafngiftina á bænum. „Maður er náttúrlega svo vanur að eiga heima á Norður-Hvoli að maður segir það og skrifar áfram,“ segir Birna Viðarsdóttir, ábúandi á Norður-Hvoli í Mýrdalshreppi sem Þjóðskrá vill að heiti Hvoll 2. Birna segir þau hjónin óvænt hafa fengið bréf frá Þjóðskrá í október í fyrra um að frá og með næstu áramótum þar á eftir myndi bærinn þeirra heita Hvoll 2. Bærinn hefur hingað til heitið Norður-Hvoll og hét það er þau Birna og Einar Magnússon fluttust þangað fyrir 35 árum. Þar stunda þau nú rófurækt og eru með 150 vetrarfóðraðar kindur. „Þetta hefur reyndar verið í tugi ára í búfjárskýrslum og maður hefur aðeins rekist á það þar að bærinn hafi verið skráður sem Hvolur 2. En svo kom þetta bréf frá Þjóðskrá og og síðan eru öll bréf og allt sem við fáum bara merkt sem Hvoll 2,“ segir Birna. Það stendur þó áfram Norður-Hvoll á skiltinu út við veg en Birna segir póstinn og aðra þó vel rata á réttan stað.Hjónin Birna Viðarsdóttir og Einar Magnússon á Norður-Hvoli.Nágrannabærinn Suður-Hvoll hefur sloppið við nafnabreytingu. „Það er mjög skrítið að það var engin breyting þar þótt þau séu líka í þessum afgömlu bændaskýrsluskrám sem Hvoll 1. Það erum bara við sem eigum ekki lengur heima á Norður-Hvoli. Og í rauninni ætti okkar bær að vera Hvoll 1 því það er komið að honum á undan Suður-Hvoli,“ bendir Birna á og hlær að öllu saman. „Þetta er reyndar svolítið fyndið í aðra röndina,“ viðurkennir hún. Í bréfi Þjóðskrár til Einars og Birnu kemur fram að nafni bæjarins hafi verið breytt til samræmis við skráningu í fasteignaskrá. Samkvæmt lögum skuli allar fasteignir bera heiti samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Birna og Einar óskuðu því liðsinnis Mýrdalshrepps og mun sveitarstjórinn skrifa Þjóðskrá og óska eftir að breytingin verði afturkölluð. Jafnframt vill Mýrdalshreppur fá yfirlit yfir allar sambærilegar breytingar sem Þjóðskrá hafi gert á þessum lagagrunni. „Mér skilst að það eigi ekki að vera mikið mál að breyta þessu,“ segir Birna Viðarsdóttir á Norður-Hvoli bjartsýn.
Birtist í Fréttablaðinu Mýrdalshreppur Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira