Segir nýja auglýsingu fasíska og stalíníska Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. nóvember 2019 06:15 Guðmundur Oddur Magnússon, öðru nafni Goddur. Fréttablaðið/Ernir Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við Listaháskóla Íslands og betur þekktur sem Goddur, segir myndmál í auglýsingu um stofnfund Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál bæði fasískt og stalínískt. Staða mannsins fyrir miðri myndinni gefi það til kynna. Auglýsingin hefur verið mikið til umræðu og bendluð við kynþáttahyggju og karlrembu. „Þetta er klassísk staða sem sést í myndum frá árunum 1930 til 1940 og þeim þjóðrembingi sem var á árunum fyrir seinni heimsstyrjöld. Þetta sást til dæmis í Þýskalandi, Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Þarna stendur ofurmennið, „Übermensch“, fremst. Þetta er fasískt myndmál sem einnig tilheyrir stalínisma. Það er alveg á hreinu,“ segir Goddur. Þó að myndin sé fasísk í eðli sínu þá er ekki hægt að sjá í henni beina kynþáttahyggju, eins og nasistar þriðja ríkisins stunduðu. Kynþáttahyggja hafi þó verið undirliggjandi hugmyndafræði á þessum árum. „Ef það væri kynþáttahyggja í þessari mynd þá væri verið að sýna til dæmis blökkufólk á afkáralegan hátt, með bein í nefinu og slíkt,“ segir Goddur. Vísar hann til skopmynda og bóka á borð við Tíu litla negrastráka í því samhengi. „Víkingar sem slíkir koma kynþáttahyggju ekki neitt við. En þó má sjá myndir af þeim, til dæmis á plakötum danskra þjóðernissinna frá stríðsárunum, sem börðust gegn bolsévikum, og í pólitískum áróðri þriðja ríkisins.“ Myndina sem slíka verði að skoða út frá sögulegu samhengi, til dæmis hvað varðar kynþáttahyggju og karlrembu. „Þarna er verið að endurvinna myndmál frá ákveðnum tíma og það þýðir ekki að meta fortíðina út frá okkar eigin forsendum í dag, um hvað sé karllægt og kvenlægt,“ segir Goddur. „Veröldin var karllæg á þessum tíma, öll sömul, og öll tilvísun þar með. Jafnréttisumræðan er seinni tíma mál.“ Goddur tekur hins vegar undir að með notkun myndarinnar komi fram fortíðarþrá, það er að hlutirnir hafi verið betri í þá daga. Upprunalega myndin sem notuð er í auglýsingunni birtist sem forsíðumynd Morgunblaðsins sunnudaginn 5. júlí árið 1942. Þann dag fóru fram alþingiskosningar og ber efni blaðsins það augljóslega með sér. Fjölmargar auglýsingar og greinar um nauðsyn þess að kjósa Sjálfstæðisflokkinn birtust í þessu blaði, og nákvæmar leiðbeiningar um hvernig fólk ætti að kjósa fulltrúa flokksins. Á forsíðu blaðsins sést myndin í heild sinni og má þá sjá fjölda fólks í Almannagjá á Þingvöllum, veifandi fánum og með listabókstaf Sjálfstæðisflokksins á skiltum. Myndin er ekki merkt en á þessum árum teiknaði listamaðurinn Stefán Jónsson margar myndir fyrir flokkinn. Auglýsingamarkaður Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við Listaháskóla Íslands og betur þekktur sem Goddur, segir myndmál í auglýsingu um stofnfund Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál bæði fasískt og stalínískt. Staða mannsins fyrir miðri myndinni gefi það til kynna. Auglýsingin hefur verið mikið til umræðu og bendluð við kynþáttahyggju og karlrembu. „Þetta er klassísk staða sem sést í myndum frá árunum 1930 til 1940 og þeim þjóðrembingi sem var á árunum fyrir seinni heimsstyrjöld. Þetta sást til dæmis í Þýskalandi, Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Þarna stendur ofurmennið, „Übermensch“, fremst. Þetta er fasískt myndmál sem einnig tilheyrir stalínisma. Það er alveg á hreinu,“ segir Goddur. Þó að myndin sé fasísk í eðli sínu þá er ekki hægt að sjá í henni beina kynþáttahyggju, eins og nasistar þriðja ríkisins stunduðu. Kynþáttahyggja hafi þó verið undirliggjandi hugmyndafræði á þessum árum. „Ef það væri kynþáttahyggja í þessari mynd þá væri verið að sýna til dæmis blökkufólk á afkáralegan hátt, með bein í nefinu og slíkt,“ segir Goddur. Vísar hann til skopmynda og bóka á borð við Tíu litla negrastráka í því samhengi. „Víkingar sem slíkir koma kynþáttahyggju ekki neitt við. En þó má sjá myndir af þeim, til dæmis á plakötum danskra þjóðernissinna frá stríðsárunum, sem börðust gegn bolsévikum, og í pólitískum áróðri þriðja ríkisins.“ Myndina sem slíka verði að skoða út frá sögulegu samhengi, til dæmis hvað varðar kynþáttahyggju og karlrembu. „Þarna er verið að endurvinna myndmál frá ákveðnum tíma og það þýðir ekki að meta fortíðina út frá okkar eigin forsendum í dag, um hvað sé karllægt og kvenlægt,“ segir Goddur. „Veröldin var karllæg á þessum tíma, öll sömul, og öll tilvísun þar með. Jafnréttisumræðan er seinni tíma mál.“ Goddur tekur hins vegar undir að með notkun myndarinnar komi fram fortíðarþrá, það er að hlutirnir hafi verið betri í þá daga. Upprunalega myndin sem notuð er í auglýsingunni birtist sem forsíðumynd Morgunblaðsins sunnudaginn 5. júlí árið 1942. Þann dag fóru fram alþingiskosningar og ber efni blaðsins það augljóslega með sér. Fjölmargar auglýsingar og greinar um nauðsyn þess að kjósa Sjálfstæðisflokkinn birtust í þessu blaði, og nákvæmar leiðbeiningar um hvernig fólk ætti að kjósa fulltrúa flokksins. Á forsíðu blaðsins sést myndin í heild sinni og má þá sjá fjölda fólks í Almannagjá á Þingvöllum, veifandi fánum og með listabókstaf Sjálfstæðisflokksins á skiltum. Myndin er ekki merkt en á þessum árum teiknaði listamaðurinn Stefán Jónsson margar myndir fyrir flokkinn.
Auglýsingamarkaður Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira