Morðhjúum sleppt úr haldi og þau send til heimalanda sinna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. nóvember 2019 08:15 Elisabeth Haysom játaði aðild sína að morðunum á foreldrunum hennar en sagði Jens Söring hafa framið ódæðið. Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíufylkis, úrskurðaði á mánudag að fyrrverandi elskendur, Elizabeth Haysom og Jens Söring, yrðu látin laus úr fangelsi og vísað til sinna heimalanda. Þau voru hins vegar ekki náðuð fyrir morðin á foreldrum Haysom sem þau frömdu árið 1985. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp á sínum tíma, en þau voru þá nemendur við Virginíuháskóla. Haysom var 20 ára og Soering aðeins 18. Haysom er nú 55 ára gömul. Hún er kanadískur ríkisborgari, fædd í borginni Salisbury í Ródesíu, nú Harare í Simbabve. Söring, 53 ára, er sonur þýsks ríkiserindreka og fæddur í Bangkok í Taílandi. Þau kynntust í skólanum og urðu ástfangin. Þann 3. apríl árið 1985 fundust foreldrar Haysom, stálmógúllinn Derek og stjúpmóðirin og listamaðurinn Nancy, látin á heimili sínu í bænum Boonsboro í vesturhluta Virginíu. Þau höfðu verið stungin og skorin með eggvopni margítrekað. Líkin voru illa útleikin, nánast afhöfðuð, og fundust ekki fyrr en nokkrum dögum eftir morðin. Söring og Haysom voru þá í Washington og lágu ekki undir grun. Hálfu ári eftir morðin ferðuðust Haysom og Söring til London og voru þar handtekin fyrir ávísanafölsun. Skyndilega fór lögregluna að gruna að ekki væri allt með felldu og morðrannsóknin beindist að þeim. Haysom játaði strax aðild að morðinu en sagði að Söring hefði framið verknaðinn. Hlaut hún 90 ára fangelsisdóm. Söring háði baráttu gegn framsali en að lokum var réttað yfir honum í Virginíu árið 1990. Var það eftir að ríkisstjóri hafði heitið því að ekki yrði krafist dauðarefsingar yfir honum. Var hann loks fundinn sekur og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Ýmsar ástæður hafa verið tíundaðar fyrir morðunum. Foreldrum Haysom líkaði aldrei vel við Söring, Haysom sjálfri mislíkaði framkoma stjúpmóður sinnar gagnvart sér og taldi að foreldrar hennar væru of stjórnsamir. Saman espuðu Haysom og Söring hvort annað upp í reiði. Haysom og Söring hafa bæði hagað sér vel í fangavistinni en engu að síður gat reynslulausnarnefnd ekki fallist á náðun og mælti ekki með henni. Eftir að þeim hefur verið vísað til heimalanda sinna munu þau ekki fá að stíga á bandaríska grundu framar. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíufylkis, úrskurðaði á mánudag að fyrrverandi elskendur, Elizabeth Haysom og Jens Söring, yrðu látin laus úr fangelsi og vísað til sinna heimalanda. Þau voru hins vegar ekki náðuð fyrir morðin á foreldrum Haysom sem þau frömdu árið 1985. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp á sínum tíma, en þau voru þá nemendur við Virginíuháskóla. Haysom var 20 ára og Soering aðeins 18. Haysom er nú 55 ára gömul. Hún er kanadískur ríkisborgari, fædd í borginni Salisbury í Ródesíu, nú Harare í Simbabve. Söring, 53 ára, er sonur þýsks ríkiserindreka og fæddur í Bangkok í Taílandi. Þau kynntust í skólanum og urðu ástfangin. Þann 3. apríl árið 1985 fundust foreldrar Haysom, stálmógúllinn Derek og stjúpmóðirin og listamaðurinn Nancy, látin á heimili sínu í bænum Boonsboro í vesturhluta Virginíu. Þau höfðu verið stungin og skorin með eggvopni margítrekað. Líkin voru illa útleikin, nánast afhöfðuð, og fundust ekki fyrr en nokkrum dögum eftir morðin. Söring og Haysom voru þá í Washington og lágu ekki undir grun. Hálfu ári eftir morðin ferðuðust Haysom og Söring til London og voru þar handtekin fyrir ávísanafölsun. Skyndilega fór lögregluna að gruna að ekki væri allt með felldu og morðrannsóknin beindist að þeim. Haysom játaði strax aðild að morðinu en sagði að Söring hefði framið verknaðinn. Hlaut hún 90 ára fangelsisdóm. Söring háði baráttu gegn framsali en að lokum var réttað yfir honum í Virginíu árið 1990. Var það eftir að ríkisstjóri hafði heitið því að ekki yrði krafist dauðarefsingar yfir honum. Var hann loks fundinn sekur og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Ýmsar ástæður hafa verið tíundaðar fyrir morðunum. Foreldrum Haysom líkaði aldrei vel við Söring, Haysom sjálfri mislíkaði framkoma stjúpmóður sinnar gagnvart sér og taldi að foreldrar hennar væru of stjórnsamir. Saman espuðu Haysom og Söring hvort annað upp í reiði. Haysom og Söring hafa bæði hagað sér vel í fangavistinni en engu að síður gat reynslulausnarnefnd ekki fallist á náðun og mælti ekki með henni. Eftir að þeim hefur verið vísað til heimalanda sinna munu þau ekki fá að stíga á bandaríska grundu framar.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira