Í bliki stjarnanna felst von Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 08:00 "Fjarstjörnurnar eiga að minna okkur á að plánetan okkar er meðal stjarnanna í himinhvolfinu,“ segir Katrín. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Svarthvítar myndir af kvikmyndastjörnum eru gæddar lífi og lit á sýningu Katrínar Matthíasdóttur sem opnuð verður í dag klukkan 17 í Galleríi Gróttu á Eiðistorgi. Hún kallar þær fjarstjörnur. „Þær eiga að minna okkur á að plánetan okkar er meðal stjarnanna í himinhvolfinu og að henni eigum við að hlúa með öllum ráðum,“ segir Katrín. Upphafið að þessu þema rekur hún til dvalar sinnar í listamannaíbúð í Berlín. Þar kveðst hún hafa stundað söfn og líka farið á flóamarkað þar sem hún fann kvikmyndabæklinga frá 6. og 7. áratug síðustu aldar. „Mér fannst bæklingarnir flottir, ætlaði fyrst bara að kaupa einn eða tvo og spurði hvað þeir kostuðu. „Þeir kosta eina evru en þú getur fengið allan bunkann fyrir fimm evrur,“ svaraði sölumaðurinn. Auðvitað gleypti ég agnið. Þetta eru örugglega 100 bæklingar um kvikmyndir frá mörgum mismunandi löndum og allir á þýsku. Ég kannaðist ekki við nærri alla leikarana, enda voru þeir frá Japan, Rúmeníu, Tékklandi, Frakklandi, Finnlandi, Ítalíu og víðar. Sem sagt allt stjörnur í fjarlægð, bæði í tíma og rúmi og því kalla ég sýninguna Fjarstjörnur. En ég byrjaði að mála upp úr bæklingunum úti í Þýskalandi 2018 og hélt áfram eftir að ég kom heim. Bæklingarnir eru allir svarthvítir en ég hef myndirnar í lit og færi þær nær okkur í tíma og rúmi.“ Katrínu hefur mál málanna, hamfarahlýnun af manna völdum, lengi verið hugleikið. Hún tengir myndir og titla verkanna lauslega við þessa miklu vá sem var orðin þekkt fyrir 50 árum þegar fyrirmyndir verkanna skinu hvað skærast. Hálfri öld síðar er staðan orðin alvarleg og aðgerða er þörf. „Ég er ekki að predika en það er kraftur í nútímanum vegna meðvitundar fólks um ógnina,“ segir hún. „Öfl breytinga eru í gangi og þau verða ekki stöðvuð. Í bliki stjarnanna felst von.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Svarthvítar myndir af kvikmyndastjörnum eru gæddar lífi og lit á sýningu Katrínar Matthíasdóttur sem opnuð verður í dag klukkan 17 í Galleríi Gróttu á Eiðistorgi. Hún kallar þær fjarstjörnur. „Þær eiga að minna okkur á að plánetan okkar er meðal stjarnanna í himinhvolfinu og að henni eigum við að hlúa með öllum ráðum,“ segir Katrín. Upphafið að þessu þema rekur hún til dvalar sinnar í listamannaíbúð í Berlín. Þar kveðst hún hafa stundað söfn og líka farið á flóamarkað þar sem hún fann kvikmyndabæklinga frá 6. og 7. áratug síðustu aldar. „Mér fannst bæklingarnir flottir, ætlaði fyrst bara að kaupa einn eða tvo og spurði hvað þeir kostuðu. „Þeir kosta eina evru en þú getur fengið allan bunkann fyrir fimm evrur,“ svaraði sölumaðurinn. Auðvitað gleypti ég agnið. Þetta eru örugglega 100 bæklingar um kvikmyndir frá mörgum mismunandi löndum og allir á þýsku. Ég kannaðist ekki við nærri alla leikarana, enda voru þeir frá Japan, Rúmeníu, Tékklandi, Frakklandi, Finnlandi, Ítalíu og víðar. Sem sagt allt stjörnur í fjarlægð, bæði í tíma og rúmi og því kalla ég sýninguna Fjarstjörnur. En ég byrjaði að mála upp úr bæklingunum úti í Þýskalandi 2018 og hélt áfram eftir að ég kom heim. Bæklingarnir eru allir svarthvítir en ég hef myndirnar í lit og færi þær nær okkur í tíma og rúmi.“ Katrínu hefur mál málanna, hamfarahlýnun af manna völdum, lengi verið hugleikið. Hún tengir myndir og titla verkanna lauslega við þessa miklu vá sem var orðin þekkt fyrir 50 árum þegar fyrirmyndir verkanna skinu hvað skærast. Hálfri öld síðar er staðan orðin alvarleg og aðgerða er þörf. „Ég er ekki að predika en það er kraftur í nútímanum vegna meðvitundar fólks um ógnina,“ segir hún. „Öfl breytinga eru í gangi og þau verða ekki stöðvuð. Í bliki stjarnanna felst von.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira