Samhæfðar aðgerðir í húsnæðismálum að skila árangri Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2019 12:09 Frá Húsnæðisþingi á Hotel Nordica fyrr í dag. Íbúðalánasjóður Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir jafnvægi vera að nást á húsnæðismarkaði með samþættu átaki stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. Enn sé þó þörf á að byggja íbúðir fyrir tekjulægsta og eignaminnsta hópinn í samfélaginu. Í dag er haldið svo kallað Húsnæðisþing á Hilton Nordica hótelinu á vegum Íbúðarlánasjóðs og stjórnvalda þar sem sérfræðingar áýmsum sviðum húsnæðismarkaðarins og efnahagsmála fara yfir stöðuna. Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir ákveðið jafnvægi vera að nást á húsnæðismarkaðnum. „Fyrir nokkrum árum var framboðsskortur. Það vantaði íbúðir og verð hækkaði mjög mikið. Við erum komin út úr því tímabili. Byggingariðnaðurinn hefur brugðist við. Það eru íbúðir að koma inn á markaðinn núna. En þrátt fyrir það er áfram þörf á hakvæmum íbúðum fyrir tekjulága og eignarlitla í samfélaginu,“ segir Hermann. Þörf þessa hóps sé fyrst og fremst mætt með úrræðum sem urðu til í samkomulagi verkalýðshreyfingar og stjórnvalda í kringum gerð lífskjarasamninganna síðast liðið vor. Byggingarfélagið Bjarg á vegum ASÍ og fleiri, leigufélagið Bríet sem stjórnvöld stofnuðu fyrir uppbyggingu á landsbyggðinni og síðan Blær sem séí undirbúningi hjá VR horfi öll til tekjulægsta og eignaminnsta hópsins.Frá Húsnæðisþingi á Nordica fyrr í dag.ÍbúðalánasjóðurHermann segir að ríki og sveitarfélög hafi stóraukið samstarf sitt til að meta húsnæðisþörfina til framtíðar og fyrsta húsnæðisáætlunin sé að líta dagsins ljós þar sem tekið sé mið af raunverulegum þörfum. „Og ef okkur tekst það til framtíðar munum við draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði og auka stöðugleika til hagsbóta fyrir heimilin í landinu og byggingariðnaðinn,“ segir Hermann. Það sé síðan til marks um að markaðurinn sé að komast í jafnvægi að verðmunur áíbúðum í miðborg og Vesturbæ Reykjavíkur og annarra hverfa sé að minnka. „Það er ekki þessi ofboðslegi þrýstingur á húsnæðisverð eins og við þekkjum síðustu árin. Þannig að markaðurinn er að leita jafnvægis. Þannig að verðí ytri hverfum höfuðborgarinnar er að hækka? Já í einhverjum skilningi en verðiðí miðborginni er líka að nálgast eitthvað jafnvægi,“ segir Hermann Jónasson. Húsnæðismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir jafnvægi vera að nást á húsnæðismarkaði með samþættu átaki stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. Enn sé þó þörf á að byggja íbúðir fyrir tekjulægsta og eignaminnsta hópinn í samfélaginu. Í dag er haldið svo kallað Húsnæðisþing á Hilton Nordica hótelinu á vegum Íbúðarlánasjóðs og stjórnvalda þar sem sérfræðingar áýmsum sviðum húsnæðismarkaðarins og efnahagsmála fara yfir stöðuna. Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir ákveðið jafnvægi vera að nást á húsnæðismarkaðnum. „Fyrir nokkrum árum var framboðsskortur. Það vantaði íbúðir og verð hækkaði mjög mikið. Við erum komin út úr því tímabili. Byggingariðnaðurinn hefur brugðist við. Það eru íbúðir að koma inn á markaðinn núna. En þrátt fyrir það er áfram þörf á hakvæmum íbúðum fyrir tekjulága og eignarlitla í samfélaginu,“ segir Hermann. Þörf þessa hóps sé fyrst og fremst mætt með úrræðum sem urðu til í samkomulagi verkalýðshreyfingar og stjórnvalda í kringum gerð lífskjarasamninganna síðast liðið vor. Byggingarfélagið Bjarg á vegum ASÍ og fleiri, leigufélagið Bríet sem stjórnvöld stofnuðu fyrir uppbyggingu á landsbyggðinni og síðan Blær sem séí undirbúningi hjá VR horfi öll til tekjulægsta og eignaminnsta hópsins.Frá Húsnæðisþingi á Nordica fyrr í dag.ÍbúðalánasjóðurHermann segir að ríki og sveitarfélög hafi stóraukið samstarf sitt til að meta húsnæðisþörfina til framtíðar og fyrsta húsnæðisáætlunin sé að líta dagsins ljós þar sem tekið sé mið af raunverulegum þörfum. „Og ef okkur tekst það til framtíðar munum við draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði og auka stöðugleika til hagsbóta fyrir heimilin í landinu og byggingariðnaðinn,“ segir Hermann. Það sé síðan til marks um að markaðurinn sé að komast í jafnvægi að verðmunur áíbúðum í miðborg og Vesturbæ Reykjavíkur og annarra hverfa sé að minnka. „Það er ekki þessi ofboðslegi þrýstingur á húsnæðisverð eins og við þekkjum síðustu árin. Þannig að markaðurinn er að leita jafnvægis. Þannig að verðí ytri hverfum höfuðborgarinnar er að hækka? Já í einhverjum skilningi en verðiðí miðborginni er líka að nálgast eitthvað jafnvægi,“ segir Hermann Jónasson.
Húsnæðismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira