Varasamt að gera upp hug sinn fyrir fram Ari Brynjólfsson skrifar 27. nóvember 2019 06:45 Elisabeth Roscher hefur tveggja áratuga reynslu af rannsóknum. Fréttablaðið/Anton Brink „Okkar markmið er að komast að því nákvæmlega hvað var í gangi, upp að því marki sem það er mögulegt, og lýsa því á hlutlægan hátt. Til þess notum við viðurkenndar aðferðir við rannsóknina. Við störfum ávallt af fullum heilindum. Okkar rannsókn þarf að geta staðist ítarlega skoðun í framtíðinni,“ segir Elisabeth Roscher, einn eigenda alþjóðlegu lögmannsstofunnar Wikborg Rein í Noregi. Hún stjórnar rannsókn lögmannsstofunnar á starfsemi Samherja í Namibíu. Roscher er nú stödd á Íslandi vegna rannsóknarinnar. Samherji hafði samband við Wikborg Rein rúmri viku áður en þáttur Kveiks fór í loftið og umfjöllun Stundarinnar kom út um meintar mútugreiðslur Samherja til að komast yfir fiskveiðikvóta í Namibíu. Hlutverk Wikborg Rein er að aðstoða stjórn Samherja í innri rannsókn á starfseminni í Namibíu á tímabilinu 2011 til 2019. „Rannsóknin beinist að Samherja og dótturfyrirtækjum, við erum að skoða öll viðskiptatengsl þeirra í Namibíu og ásakanirnar í tengslum við hvernig var staðið að því fá fiskveiðikvóta og greiðslur því tengdar,“ útskýrir Roscher. „Við munum fara yfir hlutverk núverandi og fyrrverandi starfsmanna, þar á meðal æðstu stjórnenda. Tilgangurinn er að fá allar staðreyndir upp á yfirborðið.“Wikborg Rein starfar fyrir stjórn Samherja og þið fáið greitt frá þeim, hvernig metur þú trúverðugleika þessarar rannsóknar? „Stjórn fyrirtækis þarf að hafa allar staðreyndir á hreinu til að geta tekið upplýstar ákvarðanir til framtíðar litið. Það er nú þegar hafin rannsókn á sakamáli í Namibíu, ef það verða fleiri opinberar rannsóknir í öðrum löndum þá munum við einnig aðstoða við að veita upplýsingar. Við erum nú þegar í sambandi við yfirvöld í nokkrum löndum.“Verða niðurstöður rannsóknarinnar gerðar opinberar? „Það veltur á samstarfi við yfirvöld. Við stefnum á að allt verði gert opinbert á endanum.“Roscher er sjálf með tuttugu ára reynslu við rannsókn mála. Teymi hennar samanstendur af hópi lögmanna, endurskoðendum og sérfræðingum í gagnavinnslu. Eru nú nokkrir að störfum í Namibíu. Til að byrja með þarf að fá heildaryfirsýn, síðan er farið í gagnaöflun og í kjölfar þess verða tekin viðtöl. „Það er vissulega öðruvísi að gera einkarannsókn en þegar ég starfaði sem saksóknari, það eru ekki vitnakvaðningar en líkt og í Noregi þá skilst okkur að starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði séu almennt skuldbundnir, samkvæmt ráðningarsamningi, til að sýna samvinnu og veita upplýsingar þegar verið er að upplýsa mál,“ segir Roscher. Gerir hún ráð fyrir að rannsóknin taki nokkra mánuði.Munið þið ræða við uppljóstrarann í málinu, Jóhannes Stefánsson? „Það kemur til greina. Við erum til í að tala við alla sem geta sagt okkur eitthvað um þessi mál.“Gefum okkur að Wikborg Rein komist að þeirri niðurstöðu að stjórnendur Samherja hafi markvisst staðið í mútugreiðslum til ráðamanna í Namibíu og skattsvikum þar í landi, hvað gerist þá? „Við erum nú að safna staðreyndum, síðan rýnum við í og metum staðreyndirnar, loks gefum við okkar lögfræðilega mat á stöðunni. Ef það verður niðurstaðan þá munum við deila öllum þeim upplýsingum sem skipta máli með þar til bærum yfirvöldum.“ Í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar eru kortlagðar greiðslur í gegnum Kýpur og félög í skattaskjólum í Indlands- og Karíbahafi. Einnig er grunur um peningaþvætti í Noregi í gegnum ríkisbankann DNB. Beinist rannsókn ykkar einnig að þeim þáttum? „Bankareikningar í DNB koma við sögu í þessu máli, á þessum tímapunkti beinist rannsókn okkar ekki þangað. Við munum hins vegar skoða allar millifærslur fjár sem tengjast þessu máli.“Verða skjöl Wikileaks sem og upplýsingarnar sem koma fram í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar notuð við ykkar rannsókn? „Já. Hluti rannsóknarinnar snýst um að bera saman það sem hefur komið fram í fjölmiðlum við staðreyndir málsins. Mín reynsla úr svona málum er að það eru alltaf nokkur atriði sem stemma ekki, en við erum ekki komin á þann stað enn þá. Við erum að skoða öll gögn sem geta haft þýðingu í þessu máli.“Það eru til tölvupóstar þar sem talað er um mútur, hversu miklar sannanir þarf til áður en að hægt er að fullyrða að saknæmt athæfi hafi átt sér stað? „Ég hef lært það af störfum mínum sem saksóknari og rannsakandi í hvítflibbaglæpum að staðreyndirnar eru alltaf blæbrigðakenndar. Það er varasamt að gera upp hug sinn fyrir fram.“ Roscher segist ekki hafa orðið vör við að Samherji sé að reyna að fela neinar upplýsingar. „Ég hafði heyrt um Samherja, en ég hafði aldrei velt þessu fyrirtæki fyrir mér áður en ég hóf rannsóknina. Ég hef ekki orðið vör við neitt annað en að Samherji vilji upplýsa um alla þætti þessa máls, það er mín upplifun af þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15 Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Helgi Seljan sagði ósatt í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og eru ummæli hans eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni.“ segir í tilkynningu Samherja. 26. nóvember 2019 22:07 Helgi svarar ásökunum Samherja um uppspuna Helgi Seljan, fréttamaður á RÚV og einn þáttastjórnanda fréttaskýringaþáttarins Kveiks, svaraði ásökunum á hendur honum sem birtust á vef Samherja fyrr í kvöld. 26. nóvember 2019 23:34 Namibía ljósárum á undan Íslendingum í lagalegum og stofnanalegum vörnum gegn pólitískri spillingu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar bar saman viðbrögð íslenskra stjórnvalda og stjórnvalda í Namibíu í skugga Samherjamálsins. 26. nóvember 2019 14:41 Þorsteinn Már hættir í stjórn tveggja breskra félaga Þorsteinn Már Baldvinsson steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja. Hann hefur nú hætt í stjórn tveggja breskra félaga. 26. nóvember 2019 17:30 Sainsbury's hætt að kaupa fisk af Samherja Ákvörðunin tengist ekki Samherjamálinu og var tekin áður en það kom upp að því er kemur fram á sjávarútvegsfréttavefnum Undercurrent News. 26. nóvember 2019 13:20 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Okkar markmið er að komast að því nákvæmlega hvað var í gangi, upp að því marki sem það er mögulegt, og lýsa því á hlutlægan hátt. Til þess notum við viðurkenndar aðferðir við rannsóknina. Við störfum ávallt af fullum heilindum. Okkar rannsókn þarf að geta staðist ítarlega skoðun í framtíðinni,“ segir Elisabeth Roscher, einn eigenda alþjóðlegu lögmannsstofunnar Wikborg Rein í Noregi. Hún stjórnar rannsókn lögmannsstofunnar á starfsemi Samherja í Namibíu. Roscher er nú stödd á Íslandi vegna rannsóknarinnar. Samherji hafði samband við Wikborg Rein rúmri viku áður en þáttur Kveiks fór í loftið og umfjöllun Stundarinnar kom út um meintar mútugreiðslur Samherja til að komast yfir fiskveiðikvóta í Namibíu. Hlutverk Wikborg Rein er að aðstoða stjórn Samherja í innri rannsókn á starfseminni í Namibíu á tímabilinu 2011 til 2019. „Rannsóknin beinist að Samherja og dótturfyrirtækjum, við erum að skoða öll viðskiptatengsl þeirra í Namibíu og ásakanirnar í tengslum við hvernig var staðið að því fá fiskveiðikvóta og greiðslur því tengdar,“ útskýrir Roscher. „Við munum fara yfir hlutverk núverandi og fyrrverandi starfsmanna, þar á meðal æðstu stjórnenda. Tilgangurinn er að fá allar staðreyndir upp á yfirborðið.“Wikborg Rein starfar fyrir stjórn Samherja og þið fáið greitt frá þeim, hvernig metur þú trúverðugleika þessarar rannsóknar? „Stjórn fyrirtækis þarf að hafa allar staðreyndir á hreinu til að geta tekið upplýstar ákvarðanir til framtíðar litið. Það er nú þegar hafin rannsókn á sakamáli í Namibíu, ef það verða fleiri opinberar rannsóknir í öðrum löndum þá munum við einnig aðstoða við að veita upplýsingar. Við erum nú þegar í sambandi við yfirvöld í nokkrum löndum.“Verða niðurstöður rannsóknarinnar gerðar opinberar? „Það veltur á samstarfi við yfirvöld. Við stefnum á að allt verði gert opinbert á endanum.“Roscher er sjálf með tuttugu ára reynslu við rannsókn mála. Teymi hennar samanstendur af hópi lögmanna, endurskoðendum og sérfræðingum í gagnavinnslu. Eru nú nokkrir að störfum í Namibíu. Til að byrja með þarf að fá heildaryfirsýn, síðan er farið í gagnaöflun og í kjölfar þess verða tekin viðtöl. „Það er vissulega öðruvísi að gera einkarannsókn en þegar ég starfaði sem saksóknari, það eru ekki vitnakvaðningar en líkt og í Noregi þá skilst okkur að starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði séu almennt skuldbundnir, samkvæmt ráðningarsamningi, til að sýna samvinnu og veita upplýsingar þegar verið er að upplýsa mál,“ segir Roscher. Gerir hún ráð fyrir að rannsóknin taki nokkra mánuði.Munið þið ræða við uppljóstrarann í málinu, Jóhannes Stefánsson? „Það kemur til greina. Við erum til í að tala við alla sem geta sagt okkur eitthvað um þessi mál.“Gefum okkur að Wikborg Rein komist að þeirri niðurstöðu að stjórnendur Samherja hafi markvisst staðið í mútugreiðslum til ráðamanna í Namibíu og skattsvikum þar í landi, hvað gerist þá? „Við erum nú að safna staðreyndum, síðan rýnum við í og metum staðreyndirnar, loks gefum við okkar lögfræðilega mat á stöðunni. Ef það verður niðurstaðan þá munum við deila öllum þeim upplýsingum sem skipta máli með þar til bærum yfirvöldum.“ Í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar eru kortlagðar greiðslur í gegnum Kýpur og félög í skattaskjólum í Indlands- og Karíbahafi. Einnig er grunur um peningaþvætti í Noregi í gegnum ríkisbankann DNB. Beinist rannsókn ykkar einnig að þeim þáttum? „Bankareikningar í DNB koma við sögu í þessu máli, á þessum tímapunkti beinist rannsókn okkar ekki þangað. Við munum hins vegar skoða allar millifærslur fjár sem tengjast þessu máli.“Verða skjöl Wikileaks sem og upplýsingarnar sem koma fram í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar notuð við ykkar rannsókn? „Já. Hluti rannsóknarinnar snýst um að bera saman það sem hefur komið fram í fjölmiðlum við staðreyndir málsins. Mín reynsla úr svona málum er að það eru alltaf nokkur atriði sem stemma ekki, en við erum ekki komin á þann stað enn þá. Við erum að skoða öll gögn sem geta haft þýðingu í þessu máli.“Það eru til tölvupóstar þar sem talað er um mútur, hversu miklar sannanir þarf til áður en að hægt er að fullyrða að saknæmt athæfi hafi átt sér stað? „Ég hef lært það af störfum mínum sem saksóknari og rannsakandi í hvítflibbaglæpum að staðreyndirnar eru alltaf blæbrigðakenndar. Það er varasamt að gera upp hug sinn fyrir fram.“ Roscher segist ekki hafa orðið vör við að Samherji sé að reyna að fela neinar upplýsingar. „Ég hafði heyrt um Samherja, en ég hafði aldrei velt þessu fyrirtæki fyrir mér áður en ég hóf rannsóknina. Ég hef ekki orðið vör við neitt annað en að Samherji vilji upplýsa um alla þætti þessa máls, það er mín upplifun af þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15 Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Helgi Seljan sagði ósatt í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og eru ummæli hans eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni.“ segir í tilkynningu Samherja. 26. nóvember 2019 22:07 Helgi svarar ásökunum Samherja um uppspuna Helgi Seljan, fréttamaður á RÚV og einn þáttastjórnanda fréttaskýringaþáttarins Kveiks, svaraði ásökunum á hendur honum sem birtust á vef Samherja fyrr í kvöld. 26. nóvember 2019 23:34 Namibía ljósárum á undan Íslendingum í lagalegum og stofnanalegum vörnum gegn pólitískri spillingu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar bar saman viðbrögð íslenskra stjórnvalda og stjórnvalda í Namibíu í skugga Samherjamálsins. 26. nóvember 2019 14:41 Þorsteinn Már hættir í stjórn tveggja breskra félaga Þorsteinn Már Baldvinsson steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja. Hann hefur nú hætt í stjórn tveggja breskra félaga. 26. nóvember 2019 17:30 Sainsbury's hætt að kaupa fisk af Samherja Ákvörðunin tengist ekki Samherjamálinu og var tekin áður en það kom upp að því er kemur fram á sjávarútvegsfréttavefnum Undercurrent News. 26. nóvember 2019 13:20 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15
Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Helgi Seljan sagði ósatt í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og eru ummæli hans eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni.“ segir í tilkynningu Samherja. 26. nóvember 2019 22:07
Helgi svarar ásökunum Samherja um uppspuna Helgi Seljan, fréttamaður á RÚV og einn þáttastjórnanda fréttaskýringaþáttarins Kveiks, svaraði ásökunum á hendur honum sem birtust á vef Samherja fyrr í kvöld. 26. nóvember 2019 23:34
Namibía ljósárum á undan Íslendingum í lagalegum og stofnanalegum vörnum gegn pólitískri spillingu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar bar saman viðbrögð íslenskra stjórnvalda og stjórnvalda í Namibíu í skugga Samherjamálsins. 26. nóvember 2019 14:41
Þorsteinn Már hættir í stjórn tveggja breskra félaga Þorsteinn Már Baldvinsson steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja. Hann hefur nú hætt í stjórn tveggja breskra félaga. 26. nóvember 2019 17:30
Sainsbury's hætt að kaupa fisk af Samherja Ákvörðunin tengist ekki Samherjamálinu og var tekin áður en það kom upp að því er kemur fram á sjávarútvegsfréttavefnum Undercurrent News. 26. nóvember 2019 13:20