Ólíkar raddir Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 10:00 „Við erum báðar nýorðnar mæður og sú reynsla fléttast inn í ljóðin.“ Fréttablaðið/Anton Brink Melkorka Ólafsdóttir og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir eru meðlimir í ljóðakollektívinu Svikaskáld og báðar senda frá sér ljóðabók fyrir þessi jól. Þetta eru fyrstu ljóðabækur þeirra í fullri lengd en Melkorka hefur áður gefið út lítil ljóðahefti og báðar hafa átt efni í bókum sem Svikaskáld hafa gefið út. Melkorka er flautuleikari og hefur starfað með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Björk. Ragnheiður Harpa er sviðslistakona og hefur fengist við leikhús, gjörninga og myndlist ásamt skrifum.Sameiginleg reynsla Bók Melkorku nefnist Hérna eru fjöllin blá. „Þetta er nokkurs konar þroskasaga sem fjallar um sammannlegar og kvenlegar sorgir; ástarsorg, nýja ást, draum um barn, missi og uppfyllingu draumsins. Eins og titill bókarinnar ber með sér gefur fjarlægðin og tíminn nýja sýn á upplifanir ljóðmælanda. Þetta er mjög persónuleg bók, skrifuð á nokkrum árum,“ segir hún. Sítrónur og náttmyrkur er titillinn á bók Ragnheiðar Hörpu. „Þetta er líka ákveðinn leiðangur í gegnum myrkur samskipta og tilfinninga en þar eru sítrónur vegvísir á leiftrin og fegurðina í kringum okkur. Leiftrin sem gera okkur kleift að átta okkur á heiminum á nýjan hátt,“ segir hún. „Við erum báðar nýorðnar mæður og sú reynsla fléttast inn í ljóðin, en mér finnst raddir okkar vera ólíkar,“ segir Melkorka. „Ljóð Ragnheiðar eru draumkennd og það er leikur, litróf og skuggaspil í verkum hennar. Ég kem úr tónlistinni og það endurspeglast kannski svolítið í ljóðunum mínum og þar eru líka mikil náttúruminni.“Gagnrýni og hvatning Þær segja að það sé ákaflega gefandi reynsla að vera hluti af Svikaskáldum, en skáldin í hópnum eru sex. „Þar er alltaf hægt er að sækja í yfirlestur og fá spurningar, gagnrýni og hvatningu. Svo fengum við Melkorka báðar ritstjóra og yfirlesara annars staðar frá,“ segir Ragnheiður Harpa og bætir við: „Það er afskaplega gefandi að fagna sigrum hverrar annarrar og sækja innblástur í það sem hinar eru að gera, lesa og hugsa. Við fáum mikla hvatningu og stuðning innan hópsins.“ Þær eru spurðar hvort þær ætli að halda sig við ljóðin í framtíðinni. „Ég hef lítið skrifað annað en ljóð. Mér finnst mjög gaman að þýða og væri til í að gera meira af því og skrifa jafnvel stuttar sögur,“ segir Melkorka. „Ég hef skrifað fyrir leikhús og gert smásögur en hið stutta og kjarnyrta ljóðaform heillar mig. Þegar ég var nýbúin að fæða son minn gat ég ekkert lesið annað en ljóð því ég hélt ekki athyglinni lengur en mínútu. Það að geta fangað stóran heim í fáum orðum er það sem dregur mig að ljóðinu,“ segir Ragnheiður Harpa. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Melkorka Ólafsdóttir og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir eru meðlimir í ljóðakollektívinu Svikaskáld og báðar senda frá sér ljóðabók fyrir þessi jól. Þetta eru fyrstu ljóðabækur þeirra í fullri lengd en Melkorka hefur áður gefið út lítil ljóðahefti og báðar hafa átt efni í bókum sem Svikaskáld hafa gefið út. Melkorka er flautuleikari og hefur starfað með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Björk. Ragnheiður Harpa er sviðslistakona og hefur fengist við leikhús, gjörninga og myndlist ásamt skrifum.Sameiginleg reynsla Bók Melkorku nefnist Hérna eru fjöllin blá. „Þetta er nokkurs konar þroskasaga sem fjallar um sammannlegar og kvenlegar sorgir; ástarsorg, nýja ást, draum um barn, missi og uppfyllingu draumsins. Eins og titill bókarinnar ber með sér gefur fjarlægðin og tíminn nýja sýn á upplifanir ljóðmælanda. Þetta er mjög persónuleg bók, skrifuð á nokkrum árum,“ segir hún. Sítrónur og náttmyrkur er titillinn á bók Ragnheiðar Hörpu. „Þetta er líka ákveðinn leiðangur í gegnum myrkur samskipta og tilfinninga en þar eru sítrónur vegvísir á leiftrin og fegurðina í kringum okkur. Leiftrin sem gera okkur kleift að átta okkur á heiminum á nýjan hátt,“ segir hún. „Við erum báðar nýorðnar mæður og sú reynsla fléttast inn í ljóðin, en mér finnst raddir okkar vera ólíkar,“ segir Melkorka. „Ljóð Ragnheiðar eru draumkennd og það er leikur, litróf og skuggaspil í verkum hennar. Ég kem úr tónlistinni og það endurspeglast kannski svolítið í ljóðunum mínum og þar eru líka mikil náttúruminni.“Gagnrýni og hvatning Þær segja að það sé ákaflega gefandi reynsla að vera hluti af Svikaskáldum, en skáldin í hópnum eru sex. „Þar er alltaf hægt er að sækja í yfirlestur og fá spurningar, gagnrýni og hvatningu. Svo fengum við Melkorka báðar ritstjóra og yfirlesara annars staðar frá,“ segir Ragnheiður Harpa og bætir við: „Það er afskaplega gefandi að fagna sigrum hverrar annarrar og sækja innblástur í það sem hinar eru að gera, lesa og hugsa. Við fáum mikla hvatningu og stuðning innan hópsins.“ Þær eru spurðar hvort þær ætli að halda sig við ljóðin í framtíðinni. „Ég hef lítið skrifað annað en ljóð. Mér finnst mjög gaman að þýða og væri til í að gera meira af því og skrifa jafnvel stuttar sögur,“ segir Melkorka. „Ég hef skrifað fyrir leikhús og gert smásögur en hið stutta og kjarnyrta ljóðaform heillar mig. Þegar ég var nýbúin að fæða son minn gat ég ekkert lesið annað en ljóð því ég hélt ekki athyglinni lengur en mínútu. Það að geta fangað stóran heim í fáum orðum er það sem dregur mig að ljóðinu,“ segir Ragnheiður Harpa.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira