Spilling geri ríki alltaf fátækari Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 19:30 Ameenah Gurib-Fakim var fyrsti kvenforseti Máritíus en henni var gert að láta af embætti í fyrra. Vísir/Friðrik Þór Spilling gerir samfélög alltaf fátækari segir fyrsti kvenforseti Máritíus. Ríkið kemur við sögu í Samherjaskjölunum en hún segist lítið þekkja til málsins. Sjálfri var henni gert að víkja úr embætti vegna meintra spillingarmála. Ameenah Gurib-Fakim var kjörin forseti Máritíus fyrst kvenna árið 2015 en hún var jafnframt sjötti forseti ríkisins. Hún var stödd hér á landi í tengslum við heimsþing kvenleiðtoga í síðustu viku. Henni var gert að segja af sér vegna ásakana um að hafa notað greiðslukort frá frjálsum félagasamtökum sem hún starfaði fyrir til að kaupa skartgripi og fatnað. „Ég var neydd til að láta af embætti í fyrra vegna ásakana um að hafa notað krítarkort, sem ég gerði en hafði endurgreitt allt einu ári fyrr. Jafnvel eftir að ég hafði endurgreitt og útskýrt allt var ég beðin að láta af embætti. Svo ég get með réttu sagt að ég sagði aldrei af mér en ég var neydd til að láta af embætti,“ sagði Gurib-Fakim, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar um Samherjaskjölin kom fram að Samherji hafi stofnað eignarhaldsfélag í skattaskjólinu Máritíus. Félagið hafi tekið við þóknunum frá dótturfélögum Samherja í Namibíu sem nemi nokkur hundruð milljónum króna á árunum 2013-2016. „Það eina sem ég hef heyrt eru fyrirsagnir um að nokkrir hafi sagt af sér í Namibíu og ég held að íslenskt útgerðarfélag hafi tengst því,“ segir Gurib-Fakim. Spurð um brotalamir í heimalandinu hvað varðar varnir gegn peningaþvætti segir Gurib-Fakim um stærri spurningu vera að ræða. „Öll spilling veikir stofnanir, veikir landið og gerir landið fátækara. Þetta er því grundvallarspurning sem við verðum að spyrja okkur. Og einnig: Hvar sem einhver spillir þá er einhver sem spillist svo þetta virkar í báðar áttir. Við verðum að ráðast gegn þessu. Því eins og ég hef sagt þá gerir öll spilling landið fátækara.“ Máritíus Samherjaskjölin Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Spilling gerir samfélög alltaf fátækari segir fyrsti kvenforseti Máritíus. Ríkið kemur við sögu í Samherjaskjölunum en hún segist lítið þekkja til málsins. Sjálfri var henni gert að víkja úr embætti vegna meintra spillingarmála. Ameenah Gurib-Fakim var kjörin forseti Máritíus fyrst kvenna árið 2015 en hún var jafnframt sjötti forseti ríkisins. Hún var stödd hér á landi í tengslum við heimsþing kvenleiðtoga í síðustu viku. Henni var gert að segja af sér vegna ásakana um að hafa notað greiðslukort frá frjálsum félagasamtökum sem hún starfaði fyrir til að kaupa skartgripi og fatnað. „Ég var neydd til að láta af embætti í fyrra vegna ásakana um að hafa notað krítarkort, sem ég gerði en hafði endurgreitt allt einu ári fyrr. Jafnvel eftir að ég hafði endurgreitt og útskýrt allt var ég beðin að láta af embætti. Svo ég get með réttu sagt að ég sagði aldrei af mér en ég var neydd til að láta af embætti,“ sagði Gurib-Fakim, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar um Samherjaskjölin kom fram að Samherji hafi stofnað eignarhaldsfélag í skattaskjólinu Máritíus. Félagið hafi tekið við þóknunum frá dótturfélögum Samherja í Namibíu sem nemi nokkur hundruð milljónum króna á árunum 2013-2016. „Það eina sem ég hef heyrt eru fyrirsagnir um að nokkrir hafi sagt af sér í Namibíu og ég held að íslenskt útgerðarfélag hafi tengst því,“ segir Gurib-Fakim. Spurð um brotalamir í heimalandinu hvað varðar varnir gegn peningaþvætti segir Gurib-Fakim um stærri spurningu vera að ræða. „Öll spilling veikir stofnanir, veikir landið og gerir landið fátækara. Þetta er því grundvallarspurning sem við verðum að spyrja okkur. Og einnig: Hvar sem einhver spillir þá er einhver sem spillist svo þetta virkar í báðar áttir. Við verðum að ráðast gegn þessu. Því eins og ég hef sagt þá gerir öll spilling landið fátækara.“
Máritíus Samherjaskjölin Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira