Loo fjarlægir umdeildu hjólhýsin Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2019 06:51 Fráveita hjólhýsanna var aftengd í sumar vegna deilna um starfsleyfi Iceland Igloo Village Í nýrri tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar Leynis í Rangárþingi ytra er gert ráð fyrir því að umdeild hjólhýsi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Igloo Village verði fjarlægð. Loo Eng Wah, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hefur gert breytingar á upphaflegum áformum sínum sem sættu gagnrýni. Tekin hefur verið ákvörðun um að reisa frekar lítil hús á tjaldsvæðinu, frekar en fyrrnefnd hjólhýsi sem leigð hafa verið út á svæðinu síðan í maí. Landeigendur kærðu rekstur og ólöglegar framkvæmdir Iceland Igloo Village til Sýslumannsins á Suðurlandi í október síðastliðnum. Uppi voru deildar meiningar um hvort starfsleyfi fyrirtækisins heimilaði fyrrnefnd hjólhýsi. Loo sýndi fréttastofu t.a.m. leyfið sitt frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, sem hann sagði gefa til kynna að heimilaði hjólhýsin.Loo með starfsleyfið í október.Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem undirritaði leyfið, sagði túlkun Loo á leyfinu þó ekki alveg rétta. Það væri aðeins fyrir hefðbundið tjaldstæði en ekki fyrir útleigu á hjólhýsum eins og verið hefur á svæðinu. Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi í Rangárþingi ytra, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að nýtt deiliskipulag geri hins vegar ráð fyrir því að hjólhýsin víki. Iceland Igloo Village ætli sér heldur að reisa lítil hús á tjaldsvæðinu. Það hugnast Haraldi betur, ekki síst vegna þess sem snýr að eldvörnum og öðrum öryggisatriðum. „Mér reiknast til að þarna sé gestafjöldi um 170 manns þegar hámarki er náð. Umfang þessa verkefnis er því ekki næstum því eins mikið og það var í byrjun,“ segir Haraldur við Morgunblaðið. Hin nýju áform Loo verða kynnt á opnum kynningar- og samráðsfundi í kvöld, þar sem m.a. fulltrúar sveitarstjórnar, skipulagsnefndar og framkvæmdaraðila munu sitja fyrir svörum. Fundurinn verður haldinn að Brúarlundi í Landsveit klukkan 20. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Loo segist hafa farið að öllum reglum Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. 24. október 2019 20:30 Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á. 14. október 2019 19:30 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Í nýrri tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar Leynis í Rangárþingi ytra er gert ráð fyrir því að umdeild hjólhýsi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Igloo Village verði fjarlægð. Loo Eng Wah, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hefur gert breytingar á upphaflegum áformum sínum sem sættu gagnrýni. Tekin hefur verið ákvörðun um að reisa frekar lítil hús á tjaldsvæðinu, frekar en fyrrnefnd hjólhýsi sem leigð hafa verið út á svæðinu síðan í maí. Landeigendur kærðu rekstur og ólöglegar framkvæmdir Iceland Igloo Village til Sýslumannsins á Suðurlandi í október síðastliðnum. Uppi voru deildar meiningar um hvort starfsleyfi fyrirtækisins heimilaði fyrrnefnd hjólhýsi. Loo sýndi fréttastofu t.a.m. leyfið sitt frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, sem hann sagði gefa til kynna að heimilaði hjólhýsin.Loo með starfsleyfið í október.Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem undirritaði leyfið, sagði túlkun Loo á leyfinu þó ekki alveg rétta. Það væri aðeins fyrir hefðbundið tjaldstæði en ekki fyrir útleigu á hjólhýsum eins og verið hefur á svæðinu. Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi í Rangárþingi ytra, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að nýtt deiliskipulag geri hins vegar ráð fyrir því að hjólhýsin víki. Iceland Igloo Village ætli sér heldur að reisa lítil hús á tjaldsvæðinu. Það hugnast Haraldi betur, ekki síst vegna þess sem snýr að eldvörnum og öðrum öryggisatriðum. „Mér reiknast til að þarna sé gestafjöldi um 170 manns þegar hámarki er náð. Umfang þessa verkefnis er því ekki næstum því eins mikið og það var í byrjun,“ segir Haraldur við Morgunblaðið. Hin nýju áform Loo verða kynnt á opnum kynningar- og samráðsfundi í kvöld, þar sem m.a. fulltrúar sveitarstjórnar, skipulagsnefndar og framkvæmdaraðila munu sitja fyrir svörum. Fundurinn verður haldinn að Brúarlundi í Landsveit klukkan 20.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Loo segist hafa farið að öllum reglum Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. 24. október 2019 20:30 Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á. 14. október 2019 19:30 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Loo segist hafa farið að öllum reglum Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. 24. október 2019 20:30
Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á. 14. október 2019 19:30
Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00