Skoðar hvort hann muni stefna Vigdísi Ari Brynjólfsson skrifar 30. nóvember 2019 08:30 Lögmaður Arons Levís sendi kröfubréf á Vigdísi. Fréttablaðið/Anton Brink Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar er nú að fara yfir það með lögmanni sínum hvort hann muni stefna oddvita Miðflokksins fyrir meiðyrði. Segir hana reyna að höfða til kjósenda sem er reitt út í kerfið. „Maður getur tekið við ýmsu í pólitík en það er ekki hægt að láta það yfir sig ganga að verið sé að rýra mannorð manns fyrir framan alla og koma fram með ósannindi,“ segir Aron Leví Beck, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann er nú að fara yfir það með lögmanni sínum hvort hann muni stefna Vigdísi Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í Reykjavík, fyrir meiðyrði vegna ummæla sem hún lét falla um Aron Leví á fundi borgarstjórnar 19. nóvember síðastliðinn. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær sendi lögmaður Arons Leví bréf á Vigdísi í síðustu viku þar sem henni var gefinn frestur á að biðjast afsökunar og koma með yfirlýsingu um bætta hegðun. Vigdís ætlar ekki að verða við því. „See you in court! Þetta er þannig mál,“ segir Vigdís.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins.Hann segist ekki ætla að taka ummælum hennar þegjandi, en vilji frekar gera það í gegnum lögmann og dómstóla en með upphrópunum. „Ég get ekki verið að leggjast niður á hennar plan. Ég er ekki á leiðinni með hnúajárn í einhvern drullupoll með Vigdísi í einhverju svona dóti. Það er vonlaust að leggjast svona lágt.“ Aron Leví þvertekur fyrir að hafa staðið í þeirri spillingu sem Vigdís sakar hann um í kringum fyrirhugað verkefni ALDIN Biodome við Stekkjarbakka. Sem nemandi í skipulagsfræðum tók hann þátt í rannsókn á nýtingarmöguleikum affallsvatns úr Laugardalslaug við verkefnið. Vill Vigdís meina að hann vinni að því að koma því í gegnum kerfið, til þess sé hann í stjórnmálum. Aron segir að hann hafi alltaf vikið af fundum þegar málið var til umfjöllunar einmitt til að koma í veg fyrir tortryggni. „Hvar á að draga línuna? Eru bara engar línur í pólitík?“ spyr Aron Leví. „Hún er að draga mína persónu þarna inn án þess að hafa nokkuð fyrir sér. Hún er á atkvæðaveiðum, er að sækja í fólk sem er reitt út í kerfið, það er bara popúlismi.“ Telur hann að Vigdís sé með sig á heilanum, en hún hefur endurtekið málflutning sinn í útvarpsviðtölum á Útvarpi Sögu og á Bylgjunni. „Henni er skítsama um borgarbúa. Hún vill bara pönkast í stjórnsýslunni. Hún var með Dag B. Eggertsson á heilanum og núna er hún komin með mig á heilann. Einhvers staðar hljóta að vera einhver mörk á vitleysunni.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Pólitískur listmálari gefur skít í aðfinnslur Aron Leví Beck fann tónlistina óvænt í genunum. Greindist ungur með ADHD. Opnaði þrjár málverkasýningar í sumar og ætlar að bretta upp ermar sem nýr borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. 11. september 2019 08:15 Krefur Vigdísi um afsökunarbeiðni Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar fer fram á að Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, biðjist afsökunar á ásökunum um spillingu. Í bréfi lögmanns er Vigdísi hótað aðgerðum. Prófessor í sagnfræði man varla eftir öðru eins. 29. nóvember 2019 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar er nú að fara yfir það með lögmanni sínum hvort hann muni stefna oddvita Miðflokksins fyrir meiðyrði. Segir hana reyna að höfða til kjósenda sem er reitt út í kerfið. „Maður getur tekið við ýmsu í pólitík en það er ekki hægt að láta það yfir sig ganga að verið sé að rýra mannorð manns fyrir framan alla og koma fram með ósannindi,“ segir Aron Leví Beck, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann er nú að fara yfir það með lögmanni sínum hvort hann muni stefna Vigdísi Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í Reykjavík, fyrir meiðyrði vegna ummæla sem hún lét falla um Aron Leví á fundi borgarstjórnar 19. nóvember síðastliðinn. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær sendi lögmaður Arons Leví bréf á Vigdísi í síðustu viku þar sem henni var gefinn frestur á að biðjast afsökunar og koma með yfirlýsingu um bætta hegðun. Vigdís ætlar ekki að verða við því. „See you in court! Þetta er þannig mál,“ segir Vigdís.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins.Hann segist ekki ætla að taka ummælum hennar þegjandi, en vilji frekar gera það í gegnum lögmann og dómstóla en með upphrópunum. „Ég get ekki verið að leggjast niður á hennar plan. Ég er ekki á leiðinni með hnúajárn í einhvern drullupoll með Vigdísi í einhverju svona dóti. Það er vonlaust að leggjast svona lágt.“ Aron Leví þvertekur fyrir að hafa staðið í þeirri spillingu sem Vigdís sakar hann um í kringum fyrirhugað verkefni ALDIN Biodome við Stekkjarbakka. Sem nemandi í skipulagsfræðum tók hann þátt í rannsókn á nýtingarmöguleikum affallsvatns úr Laugardalslaug við verkefnið. Vill Vigdís meina að hann vinni að því að koma því í gegnum kerfið, til þess sé hann í stjórnmálum. Aron segir að hann hafi alltaf vikið af fundum þegar málið var til umfjöllunar einmitt til að koma í veg fyrir tortryggni. „Hvar á að draga línuna? Eru bara engar línur í pólitík?“ spyr Aron Leví. „Hún er að draga mína persónu þarna inn án þess að hafa nokkuð fyrir sér. Hún er á atkvæðaveiðum, er að sækja í fólk sem er reitt út í kerfið, það er bara popúlismi.“ Telur hann að Vigdís sé með sig á heilanum, en hún hefur endurtekið málflutning sinn í útvarpsviðtölum á Útvarpi Sögu og á Bylgjunni. „Henni er skítsama um borgarbúa. Hún vill bara pönkast í stjórnsýslunni. Hún var með Dag B. Eggertsson á heilanum og núna er hún komin með mig á heilann. Einhvers staðar hljóta að vera einhver mörk á vitleysunni.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Pólitískur listmálari gefur skít í aðfinnslur Aron Leví Beck fann tónlistina óvænt í genunum. Greindist ungur með ADHD. Opnaði þrjár málverkasýningar í sumar og ætlar að bretta upp ermar sem nýr borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. 11. september 2019 08:15 Krefur Vigdísi um afsökunarbeiðni Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar fer fram á að Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, biðjist afsökunar á ásökunum um spillingu. Í bréfi lögmanns er Vigdísi hótað aðgerðum. Prófessor í sagnfræði man varla eftir öðru eins. 29. nóvember 2019 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Pólitískur listmálari gefur skít í aðfinnslur Aron Leví Beck fann tónlistina óvænt í genunum. Greindist ungur með ADHD. Opnaði þrjár málverkasýningar í sumar og ætlar að bretta upp ermar sem nýr borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. 11. september 2019 08:15
Krefur Vigdísi um afsökunarbeiðni Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar fer fram á að Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, biðjist afsökunar á ásökunum um spillingu. Í bréfi lögmanns er Vigdísi hótað aðgerðum. Prófessor í sagnfræði man varla eftir öðru eins. 29. nóvember 2019 06:30