Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 9. desember 2019 11:19 Svona er staðan á landinu á morgun. Viðvaranir út í eitt. Veðurstofa íslands Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. Versta veður ársins nálgast nú landið og á höfuðborgarsvæðinu gæti ástandið minnt á „Höfðatorgsveðrið“ svokallaða árið 2012, að sögn veðurfræðings.Appelsínugular viðvaranir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Miðhálendinu og Norðurlandi eystra á morgun. Fyrsta appelsínugula viðvörunin tekur gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra klukkan sjö í fyrramálið og svo koma viðvaranirnar hver á fætur annarri. Þá taka gular viðvaranir einnig gildi á Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun. Versta veður ársins nálgast Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að jafnvel megi búast við ofsaveðri á landinu á morgun. „Þetta lítur nú ekki vel út og það má segja að versta veður ársins sé að nálgast okkur. Skil fara yfir landið í dag og síðan mun veðrakerfið ná auknum krafti í nótt. Og á morgun skella sömu skilin aftur yfir landið, fyrst á norðvestanverðu landinu. Við erum að spá norðaustan, og síðan norðanstormi eða -roki, og jafnvel ofsaveðri á sumum stöðum,“ segir Helga. Þá segir hún að vel megi íhuga á hverju svæði fyrir sig hvort fella eigi skólahald niður eða loka vegum áður en fólk lendir í ógöngum. Þannig bendir hún sérstaklega á að ekkert ferðaveður verði á norðvestanverðu landinu á morgun. Veðurfræðingur segir ástæðu til að skoða á hverju svæði fyrir þig hvort halda eigi skólahaldi til streitu á morgun.Vísir/Vilhelm Varist stórar byggingar Á höfuðborgarsvæðinu sé hins vegar ekki búist við ofankomu að neinu ráði á morgun og þá byrji ekki að hvessa fyrr en síðdegis, milli fjögur og sex. Skólahald ætti því að geta farið eðlilega fram á svæðinu. Þá verði veðrið misvont á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er norðanátt þannig að það verður hvassast vestast í borginni og á Kjalarnesi og gæti einnig náð niður í Mosfellsbæ,“ segir Helga. „Þetta líkist kannski einna mest Höfðatorgsveðrinu sem var 2. nóvember 2012 þar sem fólk tókst á loft við Höfðatorg og á þeim slóðum má búast við mjög vondu veðri seint á morgun. Það gæti verið hættulegt að vera á þeim slóðum, nálægt stórum byggingum.“Sjá einnig: Magnaðar myndir: Fólk í stórhættu í ofsaveðri Snjóflóð og öldugangur Veðurhaminn lægir svo smám saman víða á landinu á miðvikudag. Á austanverðu landinu, þar sem gular viðvaranir eru í gildi fyrir morgundaginn, bætir hins vegar í vind og þar gætu jafnvel tekið við appelsínugular viðvaranir. Aðspurð segir Helga að verið sé að skoða aðstæður með tilliti til snjóflóða. Upplýsinga sé að vænta síðar í dag í þeim efnum. Þá bendir hún á að útlit sé fyrir að sjór láti ófriðlega í óveðrinu og búast megi við allt að tíu metra ölduhæð, sérstaklega á Norðurlandi vestra en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Fólk ætti því að festa báta sína vel.Að neðan má sjá lægðina nálgast landið á síðunni Windy. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. Versta veður ársins nálgast nú landið og á höfuðborgarsvæðinu gæti ástandið minnt á „Höfðatorgsveðrið“ svokallaða árið 2012, að sögn veðurfræðings.Appelsínugular viðvaranir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Miðhálendinu og Norðurlandi eystra á morgun. Fyrsta appelsínugula viðvörunin tekur gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra klukkan sjö í fyrramálið og svo koma viðvaranirnar hver á fætur annarri. Þá taka gular viðvaranir einnig gildi á Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun. Versta veður ársins nálgast Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að jafnvel megi búast við ofsaveðri á landinu á morgun. „Þetta lítur nú ekki vel út og það má segja að versta veður ársins sé að nálgast okkur. Skil fara yfir landið í dag og síðan mun veðrakerfið ná auknum krafti í nótt. Og á morgun skella sömu skilin aftur yfir landið, fyrst á norðvestanverðu landinu. Við erum að spá norðaustan, og síðan norðanstormi eða -roki, og jafnvel ofsaveðri á sumum stöðum,“ segir Helga. Þá segir hún að vel megi íhuga á hverju svæði fyrir sig hvort fella eigi skólahald niður eða loka vegum áður en fólk lendir í ógöngum. Þannig bendir hún sérstaklega á að ekkert ferðaveður verði á norðvestanverðu landinu á morgun. Veðurfræðingur segir ástæðu til að skoða á hverju svæði fyrir þig hvort halda eigi skólahaldi til streitu á morgun.Vísir/Vilhelm Varist stórar byggingar Á höfuðborgarsvæðinu sé hins vegar ekki búist við ofankomu að neinu ráði á morgun og þá byrji ekki að hvessa fyrr en síðdegis, milli fjögur og sex. Skólahald ætti því að geta farið eðlilega fram á svæðinu. Þá verði veðrið misvont á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er norðanátt þannig að það verður hvassast vestast í borginni og á Kjalarnesi og gæti einnig náð niður í Mosfellsbæ,“ segir Helga. „Þetta líkist kannski einna mest Höfðatorgsveðrinu sem var 2. nóvember 2012 þar sem fólk tókst á loft við Höfðatorg og á þeim slóðum má búast við mjög vondu veðri seint á morgun. Það gæti verið hættulegt að vera á þeim slóðum, nálægt stórum byggingum.“Sjá einnig: Magnaðar myndir: Fólk í stórhættu í ofsaveðri Snjóflóð og öldugangur Veðurhaminn lægir svo smám saman víða á landinu á miðvikudag. Á austanverðu landinu, þar sem gular viðvaranir eru í gildi fyrir morgundaginn, bætir hins vegar í vind og þar gætu jafnvel tekið við appelsínugular viðvaranir. Aðspurð segir Helga að verið sé að skoða aðstæður með tilliti til snjóflóða. Upplýsinga sé að vænta síðar í dag í þeim efnum. Þá bendir hún á að útlit sé fyrir að sjór láti ófriðlega í óveðrinu og búast megi við allt að tíu metra ölduhæð, sérstaklega á Norðurlandi vestra en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Fólk ætti því að festa báta sína vel.Að neðan má sjá lægðina nálgast landið á síðunni Windy.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00