Íslenska fjölskyldan í Noregi: Missti andann, sá ekki neitt og rétt komst út Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. desember 2019 19:13 Íslenskt par og tvær ungar dætur þeirra sluppu naumlega þegar eldur kom upp á heimili þeirra í suðurhluta Noregs. Fjölskyldan missti aleiguna í brunanum. Eldurinn kom upp í húsi fjölskyldunnar sem býr í Hallingby í Noregi, aðfararnótt föstudags. Sigurður Aðalgeirsson og unnusta hans Hólfríður Guðmundsdóttir voru þá ásamt dætrum sínum, sem eru sex og fjögurra ára, sofandi í húsinu. Húsið var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang.Vísir/Per M. HaakenstadMissti andann og sá ekki neitt „Svo vakna ég um þrjú leitið og fannst ég heyra eitthvað skrítið hljóð,“ segir Sigurður. Hann segir að til allrar mildi hafi dætur þeirra verið með foreldrum sínum í herbergi þessa nóttina. Hann hafi litið út um gluggann og séð að mikill eldur væri á verönd og klæðningu hússins. Hann vakti fjölskylduna til þess að koma þeim út. Á leiðinni reyndu þau að gripa með sér persónulega muni en það var of seint, rúður voru farnar að springa og eldur og reykur kominn inn í húsið. Fjölskyldin komst naumlega komist út á náttfötunum. Sigurður segist hafa gert tilraun til þess að fara inn í húsið aftur. „Svo hljóp ég bara aftur inn. Ég komst bara nokkra metra og þá bara missti ég andann og sá ekki neitt. Það bara hvarf allt og ég rétt slapp bara, segir Sigurður.Sigurður Aðalgeirsson, Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær hafa verið búsett í Noregi frá 2015.AðsendÆttingar og vinir opna styrktarreikning fyrir fjölskylduna svo hún komi undir sig fótunum Sigurður og Hólmfríður segja það vera hræðilega tilfinningu að hafa horft á aleigu sína fuðra upp í eldinum. Þau segja að samhugurinn hjá vinum og ættingjum í Noregi og á Íslandi sé mikill og að þau hafi strax fengið aðstoð. Það fór strax í gang söfnun í skólanum hjá stelpunum, í háskólanum og í skólanum sem ég er að vinna í,“ segir Hólmfríður. „Við fengum bara samdægurs föt, úlpu og skó á krakkana. það var gríðarlega gott að komast í föt. við fórum þegar að þetta var búið þá keyrðum við í burtu þegar lögreglan bar búin að tala við okkur og sjúkraliðinn sagði að allt væri í góðu, að þá keyrðum við beint upp á hótel og þar erum við núna,“ segir Sigurður. Mikinn tíma tók fyrir slökkvilið að berjast við eldinn.Vísir/Per M. HaakenstadÖðruvísi jól framundan Fjölskyldan segir að jólin í ár verði öðruvísi en áður. Þau hafi sem betur fer verið búin að kaupa flugmiða til Íslands og munu því eyða jólunum í faðmi fjölskyldunnar. Ættingjar og vinir þeirra bæði hér heima og í Noregi hafa efnt til söfnunar til þess að aðstoða fjölskylduna við að koma undir sig fótunum aftur og fá finna upplýsingar um það á Facebook. Eldsupptök eru ókunn og er málið til rannsóknar hjá Lögreglunni í Noregi.Upplýsingar um styrktarreikning:Banki: 0140-26-1144KT: 030787-2939Hús fjölskyldunnar í Hallingby í Noregi, fyrir brunann.Vísir/Aðsend Íslendingar erlendis Noregur Tengdar fréttir Íslensk fjölskylda missti aleiguna í bruna í Noregi Sigurður Aðalgeirsson, unnusta hans Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær Sóley Rós, 6 ára, og Bryndís Lena, 4 ára, misstu allar eigur sínar í bruna þegar eldur kviknaði á heimili þeirra í Hallingby í Noregi í gær. 7. desember 2019 22:08 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Íslenskt par og tvær ungar dætur þeirra sluppu naumlega þegar eldur kom upp á heimili þeirra í suðurhluta Noregs. Fjölskyldan missti aleiguna í brunanum. Eldurinn kom upp í húsi fjölskyldunnar sem býr í Hallingby í Noregi, aðfararnótt föstudags. Sigurður Aðalgeirsson og unnusta hans Hólfríður Guðmundsdóttir voru þá ásamt dætrum sínum, sem eru sex og fjögurra ára, sofandi í húsinu. Húsið var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang.Vísir/Per M. HaakenstadMissti andann og sá ekki neitt „Svo vakna ég um þrjú leitið og fannst ég heyra eitthvað skrítið hljóð,“ segir Sigurður. Hann segir að til allrar mildi hafi dætur þeirra verið með foreldrum sínum í herbergi þessa nóttina. Hann hafi litið út um gluggann og séð að mikill eldur væri á verönd og klæðningu hússins. Hann vakti fjölskylduna til þess að koma þeim út. Á leiðinni reyndu þau að gripa með sér persónulega muni en það var of seint, rúður voru farnar að springa og eldur og reykur kominn inn í húsið. Fjölskyldin komst naumlega komist út á náttfötunum. Sigurður segist hafa gert tilraun til þess að fara inn í húsið aftur. „Svo hljóp ég bara aftur inn. Ég komst bara nokkra metra og þá bara missti ég andann og sá ekki neitt. Það bara hvarf allt og ég rétt slapp bara, segir Sigurður.Sigurður Aðalgeirsson, Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær hafa verið búsett í Noregi frá 2015.AðsendÆttingar og vinir opna styrktarreikning fyrir fjölskylduna svo hún komi undir sig fótunum Sigurður og Hólmfríður segja það vera hræðilega tilfinningu að hafa horft á aleigu sína fuðra upp í eldinum. Þau segja að samhugurinn hjá vinum og ættingjum í Noregi og á Íslandi sé mikill og að þau hafi strax fengið aðstoð. Það fór strax í gang söfnun í skólanum hjá stelpunum, í háskólanum og í skólanum sem ég er að vinna í,“ segir Hólmfríður. „Við fengum bara samdægurs föt, úlpu og skó á krakkana. það var gríðarlega gott að komast í föt. við fórum þegar að þetta var búið þá keyrðum við í burtu þegar lögreglan bar búin að tala við okkur og sjúkraliðinn sagði að allt væri í góðu, að þá keyrðum við beint upp á hótel og þar erum við núna,“ segir Sigurður. Mikinn tíma tók fyrir slökkvilið að berjast við eldinn.Vísir/Per M. HaakenstadÖðruvísi jól framundan Fjölskyldan segir að jólin í ár verði öðruvísi en áður. Þau hafi sem betur fer verið búin að kaupa flugmiða til Íslands og munu því eyða jólunum í faðmi fjölskyldunnar. Ættingjar og vinir þeirra bæði hér heima og í Noregi hafa efnt til söfnunar til þess að aðstoða fjölskylduna við að koma undir sig fótunum aftur og fá finna upplýsingar um það á Facebook. Eldsupptök eru ókunn og er málið til rannsóknar hjá Lögreglunni í Noregi.Upplýsingar um styrktarreikning:Banki: 0140-26-1144KT: 030787-2939Hús fjölskyldunnar í Hallingby í Noregi, fyrir brunann.Vísir/Aðsend
Íslendingar erlendis Noregur Tengdar fréttir Íslensk fjölskylda missti aleiguna í bruna í Noregi Sigurður Aðalgeirsson, unnusta hans Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær Sóley Rós, 6 ára, og Bryndís Lena, 4 ára, misstu allar eigur sínar í bruna þegar eldur kviknaði á heimili þeirra í Hallingby í Noregi í gær. 7. desember 2019 22:08 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Íslensk fjölskylda missti aleiguna í bruna í Noregi Sigurður Aðalgeirsson, unnusta hans Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær Sóley Rós, 6 ára, og Bryndís Lena, 4 ára, misstu allar eigur sínar í bruna þegar eldur kviknaði á heimili þeirra í Hallingby í Noregi í gær. 7. desember 2019 22:08