Verður að öllum líkindum yngsti forsætisráðherra í heimi Eiður Þór Árnason skrifar 8. desember 2019 19:00 Ef Sanna Marin kemst í forsætisráðherrastólinn verður hún þriðja konan til að gegna embættinu í Finnlandi. Vísir/Ap Sanna Marin, núverandi samgöngu- og fjarskiptamálaráðherra finnskra Jafnaðarmanna, verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra Finnlands. Marin, sem er 34 ára, yrði þá yngsti forsætisráðherra í heimi. Miðstjórn Jafnaðarmanna valdi í dag forsætisráðherraefni flokksins og hverjir verði ráðherrar í nýrri ríkisstjórn. Fulltrúar flokkanna fimm sem starfað hafa saman í ríkisstjórn Finnlands vinna nú að myndun nýrrar stjórnar og er talið líklegt að hún verði undir forystu Marin. Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram í dag. Antti Rinne, formaður Jafnaðarmannaflokksins, baðst lausnar sem forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag eftir að Miðflokkurinn, sem á sæti í ríkisstjórn hans, sagðist ekki treysta flokknum lengur til að leiða stjórn. Val miðstjórnarinnar stóð á milli Marin og Antti Lindtman, 37 ára þingflokksformanns Jafnaðarmanna. Marin hafði betur með þremur atkvæðum, eða 32 gegn 29 atkvæðum Lindtman. Marin er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskólanum í Tampere og hefur tekið virkan þátt í stjórnmálum í yfir tíu ár. Hún hóf stjórnmálaferill sinn í borginni Tampere í suðurhluta Finnlands og gegndi þar stöðu formanns borgarráðs á árunum 2013 til 2017. Þingkosningar fóru fram í Finnlandi í vor og myndaði Jafnaðarmannaflokkurinn þá stjórn með Græningjum, Miðflokknum, Vinstra bandalaginu og Sænska þjóðarflokknum. Stefnt er að því að ný stjórn þessara flokka geti tekið við völdum næsta þriðjudag. Finnland Tengdar fréttir Finnskir Jafnaðarmenn velja forsætisráðherraefni í dag Valið stendur milli samgönguráðherrans Sanna Marin og þingflokksformannsins Antti Lindtman. 8. desember 2019 11:02 Forsætisráðherra Finnlands sagður reiðubúinn að hætta Heimildarmenn finnskra fjölmiðla segja að Antti Rinne muni biðjast lausnar fyrir hádegi í dag. 3. desember 2019 08:53 Velja nýtt forsætisráðherraefni á sunnudaginn Jafnaðarmenn í Finnlandi munu velja nýtt forsætisráðherraefni flokksins á sunnudaginn. Antti Rinne baðst lausnar sem forsætisráðherra fyrr í vikunni. 5. desember 2019 11:06 Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Antti Rinne gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. 3. desember 2019 10:48 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Sanna Marin, núverandi samgöngu- og fjarskiptamálaráðherra finnskra Jafnaðarmanna, verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra Finnlands. Marin, sem er 34 ára, yrði þá yngsti forsætisráðherra í heimi. Miðstjórn Jafnaðarmanna valdi í dag forsætisráðherraefni flokksins og hverjir verði ráðherrar í nýrri ríkisstjórn. Fulltrúar flokkanna fimm sem starfað hafa saman í ríkisstjórn Finnlands vinna nú að myndun nýrrar stjórnar og er talið líklegt að hún verði undir forystu Marin. Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram í dag. Antti Rinne, formaður Jafnaðarmannaflokksins, baðst lausnar sem forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag eftir að Miðflokkurinn, sem á sæti í ríkisstjórn hans, sagðist ekki treysta flokknum lengur til að leiða stjórn. Val miðstjórnarinnar stóð á milli Marin og Antti Lindtman, 37 ára þingflokksformanns Jafnaðarmanna. Marin hafði betur með þremur atkvæðum, eða 32 gegn 29 atkvæðum Lindtman. Marin er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskólanum í Tampere og hefur tekið virkan þátt í stjórnmálum í yfir tíu ár. Hún hóf stjórnmálaferill sinn í borginni Tampere í suðurhluta Finnlands og gegndi þar stöðu formanns borgarráðs á árunum 2013 til 2017. Þingkosningar fóru fram í Finnlandi í vor og myndaði Jafnaðarmannaflokkurinn þá stjórn með Græningjum, Miðflokknum, Vinstra bandalaginu og Sænska þjóðarflokknum. Stefnt er að því að ný stjórn þessara flokka geti tekið við völdum næsta þriðjudag.
Finnland Tengdar fréttir Finnskir Jafnaðarmenn velja forsætisráðherraefni í dag Valið stendur milli samgönguráðherrans Sanna Marin og þingflokksformannsins Antti Lindtman. 8. desember 2019 11:02 Forsætisráðherra Finnlands sagður reiðubúinn að hætta Heimildarmenn finnskra fjölmiðla segja að Antti Rinne muni biðjast lausnar fyrir hádegi í dag. 3. desember 2019 08:53 Velja nýtt forsætisráðherraefni á sunnudaginn Jafnaðarmenn í Finnlandi munu velja nýtt forsætisráðherraefni flokksins á sunnudaginn. Antti Rinne baðst lausnar sem forsætisráðherra fyrr í vikunni. 5. desember 2019 11:06 Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Antti Rinne gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. 3. desember 2019 10:48 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Finnskir Jafnaðarmenn velja forsætisráðherraefni í dag Valið stendur milli samgönguráðherrans Sanna Marin og þingflokksformannsins Antti Lindtman. 8. desember 2019 11:02
Forsætisráðherra Finnlands sagður reiðubúinn að hætta Heimildarmenn finnskra fjölmiðla segja að Antti Rinne muni biðjast lausnar fyrir hádegi í dag. 3. desember 2019 08:53
Velja nýtt forsætisráðherraefni á sunnudaginn Jafnaðarmenn í Finnlandi munu velja nýtt forsætisráðherraefni flokksins á sunnudaginn. Antti Rinne baðst lausnar sem forsætisráðherra fyrr í vikunni. 5. desember 2019 11:06
Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Antti Rinne gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. 3. desember 2019 10:48