Hjörtur Hermannsson hóf leik á bekknum hjá Bröndby á meðan Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði gestanna. Staðan í leikhléi var markalaus en eftir klukkutíma leik fór að draga til tíðinda.
Awer Mabil kom þá gestunum yfir en Kamil Wilczek jafnaði metin fyrir Bröndby skömmu síðar eða á 64.mínútu. Á 76.mínútu kom Hjörtur inn af bekknum hjá Bröndby en á sama tíma var Mikael skipt af velli hjá Midtjylland.
Gestirnir reyndust sterkari á lokakaflanum og Frank Onyeka tryggði þeim sigur með marki á 82.mínútu. Hjörtur fékk ekki að klára leikinn því honum var skipt af velli á 83.mínútu, sjö mínútum eftir að hafa verið skipt inná.
Midtjylland með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar en Bröndby hefur sextán stigum minna en Midtjylland í fjórða sæti deildarinnar.