Þurfum að vera undir stór barnaklámsmál búin Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. desember 2019 19:30 Íslensk löggjöf þarf að vera undir það búin að hér komi upp viðamikil barnaklámsmál, að sögn saksóknara. Það sé ekki spurning um hvort, heldur hvenær. Lögregluyfirvöld á Íslandi hafa á síðustu vikum og mánuðum rannsakað 12 mál þar sem grunur leikur á að íslenskir karlmenn hafi sótt sér mikið magn barnakláms á hinu svokallaða hulduneti, að því er fram kom í kvöldfréttum okkar í gær.Rannsókn þessara mála er flókin, tímafrek og tæknilega erfið og telur Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, að leggja eigi á þau ríka áherslu.Sjá einnig: Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu„Lögreglan á Íslandi hefur verið að leita sér þekkingar erlendis, hjá þeim löndum sem hafa verið að ná árangri í svona málum, og ég held að það sé mjög mikilvægt að við fylgjum því eftir; bæði með peningum og öðrum úrræðum, þannig að við getum rannsakað þessi mál betur,“ segir Kolbrún. Íslensk löggjöf verði einnig að fylgja með. Refsiramminn fyrir vörslu á barnaklámi er í dag tvö ár, sem er þó sjaldnast fullnýttur. „Þegar menn hafa verið að fá dóma fyrir svona brot þá hafa þetta verið skilborðbundnir dómar eða sektir, svona mestmegnis,“ útskýrir Kolbrún.Tímaspursmál hvenær upp kemur stórt mál Veruleikinn í þessum efnum sé hins vegar að breytast, níðingar eru farnir að panta kynferðisbrot gegn börnum á netinu sem þeir fylgjast svo með í beinu streymi úr sófanum heima. „Þetta eru auðvitað mjög alvarleg mál. Norðmenn hafa í tilvikum sem þessum ákært norska menn fyrir nauðgun á börnum, með þessum hætti, þó svo að gerandinn sitji heima í Noregi og börnin séu misnotuð í Taílandi, Srí Lanka eða hvar sem það nú er,“ segir Kolbrún. „Norðmenn hafa einnig fengið dóma fyrir mansal í svona málum, eða hlutdeild í mansali, þannig að þetta eru mjög gróf brot.“ Upp hafa komi viðamikil barnaklámsmál í nágrannalöndum okkar, þar sem dæmt hefur verið fyrir vörslu milljóna mynda og myndskeiða. Kolbrún telur að íslensk löggjöf þurfi að vera undir slíkt búin. „Við þurfum að vera viðbúin því þegar - og ég segi „þegar“ en ekki „ef“ - svona stór mál koma upp hér á landi. Löggjöfin þarf að vera þannig að við náum utan um svona stór mál,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Netið tvíeggja sverð fyrir saksóknara Barnaníðingar hafa verið sakfelldir hér á landi á grundvelli nauðgunar vegna hótana þeirra um að dreifa nektarmyndum af börnum nema þau þýðist sig. 7. desember 2019 12:00 Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Fleiri fréttir Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Sjá meira
Íslensk löggjöf þarf að vera undir það búin að hér komi upp viðamikil barnaklámsmál, að sögn saksóknara. Það sé ekki spurning um hvort, heldur hvenær. Lögregluyfirvöld á Íslandi hafa á síðustu vikum og mánuðum rannsakað 12 mál þar sem grunur leikur á að íslenskir karlmenn hafi sótt sér mikið magn barnakláms á hinu svokallaða hulduneti, að því er fram kom í kvöldfréttum okkar í gær.Rannsókn þessara mála er flókin, tímafrek og tæknilega erfið og telur Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, að leggja eigi á þau ríka áherslu.Sjá einnig: Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu„Lögreglan á Íslandi hefur verið að leita sér þekkingar erlendis, hjá þeim löndum sem hafa verið að ná árangri í svona málum, og ég held að það sé mjög mikilvægt að við fylgjum því eftir; bæði með peningum og öðrum úrræðum, þannig að við getum rannsakað þessi mál betur,“ segir Kolbrún. Íslensk löggjöf verði einnig að fylgja með. Refsiramminn fyrir vörslu á barnaklámi er í dag tvö ár, sem er þó sjaldnast fullnýttur. „Þegar menn hafa verið að fá dóma fyrir svona brot þá hafa þetta verið skilborðbundnir dómar eða sektir, svona mestmegnis,“ útskýrir Kolbrún.Tímaspursmál hvenær upp kemur stórt mál Veruleikinn í þessum efnum sé hins vegar að breytast, níðingar eru farnir að panta kynferðisbrot gegn börnum á netinu sem þeir fylgjast svo með í beinu streymi úr sófanum heima. „Þetta eru auðvitað mjög alvarleg mál. Norðmenn hafa í tilvikum sem þessum ákært norska menn fyrir nauðgun á börnum, með þessum hætti, þó svo að gerandinn sitji heima í Noregi og börnin séu misnotuð í Taílandi, Srí Lanka eða hvar sem það nú er,“ segir Kolbrún. „Norðmenn hafa einnig fengið dóma fyrir mansal í svona málum, eða hlutdeild í mansali, þannig að þetta eru mjög gróf brot.“ Upp hafa komi viðamikil barnaklámsmál í nágrannalöndum okkar, þar sem dæmt hefur verið fyrir vörslu milljóna mynda og myndskeiða. Kolbrún telur að íslensk löggjöf þurfi að vera undir slíkt búin. „Við þurfum að vera viðbúin því þegar - og ég segi „þegar“ en ekki „ef“ - svona stór mál koma upp hér á landi. Löggjöfin þarf að vera þannig að við náum utan um svona stór mál,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Netið tvíeggja sverð fyrir saksóknara Barnaníðingar hafa verið sakfelldir hér á landi á grundvelli nauðgunar vegna hótana þeirra um að dreifa nektarmyndum af börnum nema þau þýðist sig. 7. desember 2019 12:00 Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Fleiri fréttir Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Sjá meira
Netið tvíeggja sverð fyrir saksóknara Barnaníðingar hafa verið sakfelldir hér á landi á grundvelli nauðgunar vegna hótana þeirra um að dreifa nektarmyndum af börnum nema þau þýðist sig. 7. desember 2019 12:00
Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30