Landhelgisgæslan og breski flugherinn endurtaka leikinn 75 árum síðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. desember 2019 09:30 Þessi mynd var tekin af liði breska flughersins þegar þeir mættu Landhelgisgæslunni á Íslandi árið1944. Mynd/British Royal Airforce Undanfarnar vikur hefur breski flugherinn verið við loftrýmisgæslu á Íslandi en þetta er í fyrsta sinn síðan í síðari heimsstyrjöldinni sem breski herinn hefur viðveru á Íslandi um lengri tíma. Síðast þegar breski flugherinn var með viðveru hér á landi, árið 1944, var efnt til fótboltaleiks á milli liðsmanna flughersins og íslensku Landhelgisgæslunnar. Nú 75 árum síðar á að endurtaka leikinn.Sjá einnig: Breski flugherinn á Íslandi í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöld Þó skal tekið fram að flugherinn hefur haft viðkomu hér á landi síðan 1944 en ekki í jafn langan tíma og með jafn fjölmennt lið og núna. „Þetta verður mjög skemmtilegt. Það er búið að safna saman í lið,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hann kveðst fullviss um að gæslan hafi betur en Bretarnir, enda sé gæslan með nokkur leynibrögð uppi í erminni. „Það sem Bretarnir vita ekki er að það eru nokkrir í liðinu hjá okkur með landsleiki að baki,“ segir Ásgeir. Meðal liðsmanna eru þeir Atli Jóhannsson og Tryggvi Sveinn Bjarnason sem báðir eiga fjölmarga leiki að baki með íslenska unglingalandsliðinu. Þá verður markvörðurinn Stefán Logi Magnússon einnig meðal leikmanna en hann á nokkra A-landsliðsleiki að baki.vísir/vilhelm„Það er gaman að fá tækifæri til að mæta Bretunum. Við eigum góðar minningar af leikjum við Breta,“ segir Ásgeir og vísar til sigurs Íslands á breska landsliðinu á EM í Frakklandi 2016. Sjálfur er Ásgeir þó ekki í liðinu. „Ég held að það sé best fyrir alla að ég sé ekki í liðinu,“ segir hann og hlær. Spurður hvort hann telji ekki líklegt að breski flugherinn sé með einhvers konar hernaðaráætlun segir Ásgeir það mjög líklegt, hann eigi ekki von á öðru. Hernaðaráætlun Landhelgisgæslunnar hljóti þó að vera betri.Víkingaklappið hafi stuðað enska liðið á EM 2016 Meðal leikmanna í liði breska flughersins er Callum Clowes „Við munum öll eftir því þegar Ísland vann England á EM 2016 og þeirra áhrifa sem víkingaklappið hafði á landsliðið okkar. Við erum með mikla hæfileika í liðinu okkar og eigum harma að hefna. Við vonum bara að það sama komi ekki fyrir okkur,“ segir Clowes en eftirvæntingin fyrir leiknum er ekki minni í hans herbúðum en meðal íslendinganna. Tvennum sögum fer aftur á móti af því hvernig leikurinn fór árið 1944. Ásgeir kveðst ekki trúa öðru en að Íslendingarnir hafi unnið leikinn en samkvæmt upplýsingum frá breska flughernum segir sagan þó að bikarinn hafi farið heim með Bretum. „Þetta er tækifæri fyrir Ísland til að jafna leikinn,“ segir Peter Lisney, fjölmiðlafulltrúi hjá breska flughernum. Síðast hafi Bretarnir farið af landi brott fljótlega eftir að þeir unnu bikarinn en þeir snéru aftur í nóvember á þessu ári með nýjan bikar í farteskinu, enda er ekki vitað hvað varð um gripinn sem Bretarnir unnu í leiknum 1944. Þessi sögulegi leikur konunglega breska flughersins og Landhelgisgæslunnar, þar sem keppt verður um NATO-bikarinn, fer fram í Reykjaneshöll klukkan 20:20 í kvöld. Öllum er frjálst að mæta og hvetja liðin til dáða.Ein af Typhoon-þotum breska flughersins á varnarsvæðinu í Keflavík.RAF/Cathy Sharples Fótbolti Landhelgisgæslan Reykjanesbær Utanríkismál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur breski flugherinn verið við loftrýmisgæslu á Íslandi en þetta er í fyrsta sinn síðan í síðari heimsstyrjöldinni sem breski herinn hefur viðveru á Íslandi um lengri tíma. Síðast þegar breski flugherinn var með viðveru hér á landi, árið 1944, var efnt til fótboltaleiks á milli liðsmanna flughersins og íslensku Landhelgisgæslunnar. Nú 75 árum síðar á að endurtaka leikinn.Sjá einnig: Breski flugherinn á Íslandi í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöld Þó skal tekið fram að flugherinn hefur haft viðkomu hér á landi síðan 1944 en ekki í jafn langan tíma og með jafn fjölmennt lið og núna. „Þetta verður mjög skemmtilegt. Það er búið að safna saman í lið,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hann kveðst fullviss um að gæslan hafi betur en Bretarnir, enda sé gæslan með nokkur leynibrögð uppi í erminni. „Það sem Bretarnir vita ekki er að það eru nokkrir í liðinu hjá okkur með landsleiki að baki,“ segir Ásgeir. Meðal liðsmanna eru þeir Atli Jóhannsson og Tryggvi Sveinn Bjarnason sem báðir eiga fjölmarga leiki að baki með íslenska unglingalandsliðinu. Þá verður markvörðurinn Stefán Logi Magnússon einnig meðal leikmanna en hann á nokkra A-landsliðsleiki að baki.vísir/vilhelm„Það er gaman að fá tækifæri til að mæta Bretunum. Við eigum góðar minningar af leikjum við Breta,“ segir Ásgeir og vísar til sigurs Íslands á breska landsliðinu á EM í Frakklandi 2016. Sjálfur er Ásgeir þó ekki í liðinu. „Ég held að það sé best fyrir alla að ég sé ekki í liðinu,“ segir hann og hlær. Spurður hvort hann telji ekki líklegt að breski flugherinn sé með einhvers konar hernaðaráætlun segir Ásgeir það mjög líklegt, hann eigi ekki von á öðru. Hernaðaráætlun Landhelgisgæslunnar hljóti þó að vera betri.Víkingaklappið hafi stuðað enska liðið á EM 2016 Meðal leikmanna í liði breska flughersins er Callum Clowes „Við munum öll eftir því þegar Ísland vann England á EM 2016 og þeirra áhrifa sem víkingaklappið hafði á landsliðið okkar. Við erum með mikla hæfileika í liðinu okkar og eigum harma að hefna. Við vonum bara að það sama komi ekki fyrir okkur,“ segir Clowes en eftirvæntingin fyrir leiknum er ekki minni í hans herbúðum en meðal íslendinganna. Tvennum sögum fer aftur á móti af því hvernig leikurinn fór árið 1944. Ásgeir kveðst ekki trúa öðru en að Íslendingarnir hafi unnið leikinn en samkvæmt upplýsingum frá breska flughernum segir sagan þó að bikarinn hafi farið heim með Bretum. „Þetta er tækifæri fyrir Ísland til að jafna leikinn,“ segir Peter Lisney, fjölmiðlafulltrúi hjá breska flughernum. Síðast hafi Bretarnir farið af landi brott fljótlega eftir að þeir unnu bikarinn en þeir snéru aftur í nóvember á þessu ári með nýjan bikar í farteskinu, enda er ekki vitað hvað varð um gripinn sem Bretarnir unnu í leiknum 1944. Þessi sögulegi leikur konunglega breska flughersins og Landhelgisgæslunnar, þar sem keppt verður um NATO-bikarinn, fer fram í Reykjaneshöll klukkan 20:20 í kvöld. Öllum er frjálst að mæta og hvetja liðin til dáða.Ein af Typhoon-þotum breska flughersins á varnarsvæðinu í Keflavík.RAF/Cathy Sharples
Fótbolti Landhelgisgæslan Reykjanesbær Utanríkismál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira