Jóladagatal Vísis: Þegar upp úr sauð hjá Árna Johnsen og Rottweilerhundunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2019 09:15 Árni Johnsen og Erpur Eyvindarson baksviðs á sviðinu í Eyjum. Desember er runninn upp, sá sjötti í dag og styttist í hátíð ljóss og friðar. Annar í aðventu er á sunnudaginn. Vísir ætlar að gleðja lesendur sína með jóladagatali þar sem leitað verður í gullkistuna á sjónvarps- og útvarpsvefnum. Óhætt er að segja að þar sé hægt að gleyma sér við áhorf á gamalt og gott efni. Hér að neðan má sjá eftirminnilegt innslag úr sjónvarpsþáttunum Týndu kynslóðinni í apríl 2013 en Björn Bragi, Þórunn Antonía og Nilli voru í aðalhlutverkum í þáttagerðinni. Í þessu innslagi ræddi Björn Bragi við þá Ágúst Bent og Erp Eyvindarson um eftirminnilegt atvik á Þjóðhátíð í Eyjum árið 2002 þar sem upp úr sauð milli Árna Johnsen og Rotweilerhundanna. Umræðan um uppákomuna hefst á 4:30 í klippunni. Neðar í fréttinni má sjá atburðarásina þetta kvöld frá A-Ö. Rithöfundurinn Gerður Kristný skrifaði um uppákomuna í Morgunblaðið á sínum tíma. Hún lýsti því þannig að klukkan hefði verið orðin tíu mínútur í brekkusöng. Rappsveitin hefði spilað tvö lög og flestir reiknað með því að þeir færu nú af sviðinu. „Þá heyrast allt í einu upphafstónar lagsins „Þér er ekki boðið“ og Bentsbrúðan dembir sér í nafnarununa þar sem meðal annars Árna Johnsen er getið og ekki boðið. Birtist þá ekki Árni, gestur Prúðuleikaranna í kvöld, við hlið Bentsbrúðunnar og leggur hönd á öxl hennar eins og hann sé að reyna að lempa hana í öllu þessu hömlulausa rappflæði,“ lýsti Gerður Kristný. Árni hafi rétt fram hina höndina, skýrt merki þess að hann vildi fá hljóðnemann afhentan, en Bent látið eins og hann skildi ekki þetta handapat. Honum fyndist ekkert að því að skemmta með Árna fastan við sig. Árni hafi brugðið sér baksviðs og stuttu síðar hafi verið búið að slökkva á undirspilinu. Í framhaldinu hafi hann fengið hljóðnemann án nokkurra vandræða. Ekki Ársel heldur Þjóðhátíð í Eyjum „Þetta er ekki Ársel. Þetta er Þjóðhátíð í Eyjum. Hér ríkja reglur og Árna er víst boðið. Að minnsta kosti misboðið.“ Árni hafi tilkynnt að halda þyrfti áætlun og virða tímaáætlun. Lýsti hann Bent og Erpi sem ágætum félögu „Það er einhver önnur en Helga Steffensen sem stýrir Erpsbrúðunni því á meðan þessu fer fram vindur hún sér á bak við Árna og nuddar klofi sínu upp við bakhlutann á honum. Þegar Erpurinn sér að maður uppi á sviðinu beinir að honum tökuvél getur hann ekki látið hjá líða að gera aðra atrennu að bakhlutanum. Árni lætur aftur á móti sem Erpur sé eins og hver önnur andaflygsa og heldur sínu striki eins og ekkert hafi í skorist.“ Árni hafi í framhaldinu sagt: „Nú þurfum við að koma okkur fyrir í brekkunni!“ Klippa: Árni Johnsen slekkur á Rottweiler hundunum á Þjóðhátíð 2001 Jóladagatal Vísis 2019 Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Jóladagatal Vísis Mest lesið Góð bók og nart Jól Hreindýraundirföt eiginmannsins gleðja Jól Allir voru velkomnir í Tryggvaskála Jól Rotaður í fjósi á jólanótt! Jól Svona gerirðu graflax Jól Stöðumælavörður sektaði jólasvein Jól Gerðu mikið úr aðventunni Jól Marsipan-nougat smákökur Jól Hrærður yfir viðtökunum Jól Jólasveinninn gefur gjafirnar Jól
Desember er runninn upp, sá sjötti í dag og styttist í hátíð ljóss og friðar. Annar í aðventu er á sunnudaginn. Vísir ætlar að gleðja lesendur sína með jóladagatali þar sem leitað verður í gullkistuna á sjónvarps- og útvarpsvefnum. Óhætt er að segja að þar sé hægt að gleyma sér við áhorf á gamalt og gott efni. Hér að neðan má sjá eftirminnilegt innslag úr sjónvarpsþáttunum Týndu kynslóðinni í apríl 2013 en Björn Bragi, Þórunn Antonía og Nilli voru í aðalhlutverkum í þáttagerðinni. Í þessu innslagi ræddi Björn Bragi við þá Ágúst Bent og Erp Eyvindarson um eftirminnilegt atvik á Þjóðhátíð í Eyjum árið 2002 þar sem upp úr sauð milli Árna Johnsen og Rotweilerhundanna. Umræðan um uppákomuna hefst á 4:30 í klippunni. Neðar í fréttinni má sjá atburðarásina þetta kvöld frá A-Ö. Rithöfundurinn Gerður Kristný skrifaði um uppákomuna í Morgunblaðið á sínum tíma. Hún lýsti því þannig að klukkan hefði verið orðin tíu mínútur í brekkusöng. Rappsveitin hefði spilað tvö lög og flestir reiknað með því að þeir færu nú af sviðinu. „Þá heyrast allt í einu upphafstónar lagsins „Þér er ekki boðið“ og Bentsbrúðan dembir sér í nafnarununa þar sem meðal annars Árna Johnsen er getið og ekki boðið. Birtist þá ekki Árni, gestur Prúðuleikaranna í kvöld, við hlið Bentsbrúðunnar og leggur hönd á öxl hennar eins og hann sé að reyna að lempa hana í öllu þessu hömlulausa rappflæði,“ lýsti Gerður Kristný. Árni hafi rétt fram hina höndina, skýrt merki þess að hann vildi fá hljóðnemann afhentan, en Bent látið eins og hann skildi ekki þetta handapat. Honum fyndist ekkert að því að skemmta með Árna fastan við sig. Árni hafi brugðið sér baksviðs og stuttu síðar hafi verið búið að slökkva á undirspilinu. Í framhaldinu hafi hann fengið hljóðnemann án nokkurra vandræða. Ekki Ársel heldur Þjóðhátíð í Eyjum „Þetta er ekki Ársel. Þetta er Þjóðhátíð í Eyjum. Hér ríkja reglur og Árna er víst boðið. Að minnsta kosti misboðið.“ Árni hafi tilkynnt að halda þyrfti áætlun og virða tímaáætlun. Lýsti hann Bent og Erpi sem ágætum félögu „Það er einhver önnur en Helga Steffensen sem stýrir Erpsbrúðunni því á meðan þessu fer fram vindur hún sér á bak við Árna og nuddar klofi sínu upp við bakhlutann á honum. Þegar Erpurinn sér að maður uppi á sviðinu beinir að honum tökuvél getur hann ekki látið hjá líða að gera aðra atrennu að bakhlutanum. Árni lætur aftur á móti sem Erpur sé eins og hver önnur andaflygsa og heldur sínu striki eins og ekkert hafi í skorist.“ Árni hafi í framhaldinu sagt: „Nú þurfum við að koma okkur fyrir í brekkunni!“ Klippa: Árni Johnsen slekkur á Rottweiler hundunum á Þjóðhátíð 2001
Jóladagatal Vísis 2019 Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Jóladagatal Vísis Mest lesið Góð bók og nart Jól Hreindýraundirföt eiginmannsins gleðja Jól Allir voru velkomnir í Tryggvaskála Jól Rotaður í fjósi á jólanótt! Jól Svona gerirðu graflax Jól Stöðumælavörður sektaði jólasvein Jól Gerðu mikið úr aðventunni Jól Marsipan-nougat smákökur Jól Hrærður yfir viðtökunum Jól Jólasveinninn gefur gjafirnar Jól