Það er líka til fólk sem finnst The Irishman leiðinleg Heiðar Sumarliðason skrifar 5. desember 2019 09:15 The Irishman er bæði í Bíó Paradís og Netflix. Kvikmynd Martins Scoreseses The Irishman hefur fengið allt að því einróma lof gagnrýnenda í Bandaríkjunum, því eru væntingar áhorfenda gagnvart henni miklar. Það er Netflix sem stendur að framleiðslunni og hægt er að horfa á hana þar. Hún fór þó í kvikmyndahús og er enn sýnd í Bíó Paradís. Þar sem langflestir munu koma til með að sjá hana á Netflix ákvað ég að horfa á hana í sjónvarpinu heima og láta heimsókn í kvikmyndahús eiga sig. Hún fjallar um hinn írskættaða Frank Sheeran, atvinnubílstjóra sem gerist leigumorðingi fyrir mafíuna og verður á tímabili helsti trúnaðarmaður verkalýðsleiðtogans goðsagnakennda Jimmy Hoffa. Myndin gerist á nokkrum tímabilum og eru leikararnir látnir eldast og yngjast með aðstoð tölvutækni. Við fáum því mynd af Frank og félögum á mismunandi stöðum á lífsleiðinni. Þegar ég var um það bil hálfnaður með myndina var aðeins byrjað að fara um mig, þar sem áhorfið var ekki að gera mikið fyrir mig. Myndin var ekki að draga mig inn og ríghalda, líkt og svo margar fyrri myndir Scorseses. Það læddist því að mér sú hugsun að ég yrði u.þ.b. eini gagnrýnandinn á jarðkringlunni sem gæfi henni ekki fjórar eða fimm stjörnur? Ég vonaði að hún tæki við sér en allt kom fyrir ekki. Ég fór að velta fyrir mér hvort ég væri hreinlega eitthvað skrítinn. Þegar ég ræddi við fólk sem hafði nýverið séð myndina dagana eftir áhorfið hætti ég að hafa áhyggjur. Það kom á daginn að viðbrögð áhorfenda eru alls ekki eins einróma og ég hélt. Það er töluvert mikið af fólki sem er alls ekki hrifið af þessari mynd og segir hana hreinlega leiðinleg. Sjálfur myndi ég ekki segja að mér hafi beint leiðst en hún gerði ekki mikið fyrir mig. Þær raddir sem dásama myndina hafa heyrst hátt, nú er komið að okkur hinum og í þessari vangaveltu minni ætla ég að gera tilraun til að greina hvaða annmarkar eru á henni. Sennilega er best að þeir viðkvæmari úr The Irishmansöfnuðinum hætti að lesa núna. Frank Sheeran og Robert De Niro Það er oftast tilhlökkunarefni þegar nýjar myndir koma frá meistara Scorsese. Hann hefur gert margar af áhrifamestu kvikmyndum síðustu áratuga, myndir á borð við Taxi Driver, Raging Bull, Goodfellas, Casino, The Departed, The Wolf of Wall Street, ég gæti haldið áfram. Þetta eru oftast langar myndir sem þrátt fyrir að vera ávallt um og yfir tveir og hálfur tími eru helst til of fljótar að líða. Ég hef oftar en einu sinni verið í kvikmyndahúsi að horfa á nýjustu mynd Scorsese og það byrjar að fara um mig þegar ég átta mig á að endirinn nálgast, ég vil ekki að þær hætti. Scorsese á það hins vegar til að gera aðra tegund mynda sem eru mun tíðindaminni og hægari. Síðast var það Silence, næstum þriggja tíma mynd um tvo portúgalska Jesúítapresta sem á átjándu öld halda til Japan með það fyrir augum að bjarga læriföður sínum úr klóm heimamanna. Ég verð að játa að ég leit töluvert oft á klukkuna þegar ég sat yfir Silence. Þegar Scorsese gerir kvikmyndir um bandaríska glæpamenn fáum við þó kraft- og fjörmiklar myndir. Því er hætt við að fólk sem vonast til að sjá hann í Goodfellas-ham verði fyrir vonbrigðum. Í mínum huga fellur The Irishman einhversstaðar mitt á milli Silence og Goodfellas. Á stundum hefur hún þetta úmpf sem Goodfellas bjó yfir en sumstaðar verður hún heldur máttlaus og jaðrar við að vera leiðinleg. Ég endurtek, það jaðraði við það að mér leiddist á stundum, þó það hafi nú aldrei orðið svo slæmt. Ég get þó ímyndað mér að ansi stórum hluta pöpulsins muni leiðast áhorfið, sem virðist vera að koma á daginn. Eins og áður kom fram er til fólk sem heldur ekki vatni yfir þessari mynd og hefur það verið mjög duglegt að tjá sig um það. Það er hinsvegar að myndast bakslag í The Irishman-eldflaugina, þeir sem eru minna hrifnir eru farnir að láta í sér heyra. Nú hef ég tvisvar sinnum tekið þátt í umræðu um myndina í útvarpi, í útvarpsþáttunum Stjörnubíói og Harmageddon. Með mér hafa verið samtals fjórir viðmælendur, aðeins einn þeirra var ánægður með myndina, sumir hinna létu jafnvel gífuryrði falla um hve léleg hún væri.Sjálfur er ég einhversstaðar í tempraða beltinu þegar kemur að afstöðu minni til The Irishman. Hún hélt áhuga mínum mest allan tímann (naumlega) en í samanburði við til dæmis The Departed er hún eins og neðri deildarlið sem dregst á móti meisturunum í bikarkeppni, hún á ekki roð. Ég er ekki að gera lítið úr upplifun þeirra fjölmörgu sem líkaði myndin, ég er meira að hugsa hversvegna þeim sem líkaði ekki myndin gæti hafa fundist lítið til hennar koma. Ég er með tilgátu varðandi þetta sem tengist innbyggðum galla í handritinu og varðar eiginleika sem aðalpersónunni eru ljáðir. Sheeran hefur nefnilega fleiri einkenni aukapersónu úr Scorsese-mynd heldur en aðalpersónu. Hann er maðurinn sem hvíslar í eyra persónunnar sem vanalega yrði fyrir valinu til að keyra kvikmynd áfram. Hann á meira sameiginlegt með persónu á borð við James Conway (DeNiro í Goodfellas) heldur en Henry Hill (Ray Liotta í sömu mynd). Hann er of mikill málamiðlari til að fúnkera sem fullnægjandi aðalpersóna í mafíumynd. Þegar þú setur persónu eins og Frank Sheeran við hlið risapersónu á borð við Jimmy Hoffa, þá þarftu að vera ansi viss um að þú náir að gera hana jafn áhugaverða, ef ekki áhugaverðari. Þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni, Sheeran má síns lítils við hlið sterkari persóna. Jú, jú, hann skýtur mann og annan en það er ekki nóg, hann er of frosinn og persónuleikalaus. Maður upplifir alls ekki næga samhyggð með honum í lok myndar til að réttlæta að hafa setið yfir henni í hátt í fjórar klukkustundir.Ef handritaskrif og sköpun aðalpersóna í mafíukvikmyndum Scorsese eru greind út frá kenningum sálfræðinnar, þá er best að hafa aðalpersónu sem er með samblöndu af siðblindu og narsissisma. Þó svo Sheeran sé augljóslega með siðblindu á háu stigi, vantar í hann allan narsissisma, sem er óbilandi sjálfsást. Hoffa er augljóslega bullandi narsissisti, sem gerir hann að mun hagnýtari aðalpersónu í þessari tegund kvikmyndar.Í myndinni kemur texti við hlið flestra persónanna þegar þær birtast fyrst. Þar stendur hvenær og hvernig þær dóu. Flestar voru þær myrtar, sennilega vegna gjarða sinna sem spruttu út frá narsissisma. Þar sem Sheeran sýnir eiginlega engar narsissískar tilhneigingar lifir hann þetta allt af og endar á elliheimili. Það er oftast ekki glæpahneigðin sem verður Scorsese aðalpersónunni að falli, heldur sá narsissismi sem fékk hana upprunalega til að fremja glæpi.Til að vega upp á móti þessu er ýmislegt í tengslum við fjölskyldulífið sem nota á til að skapa samhyggð með Sheeran. Hann er hinsvegar alltof fjarlægur í samskiptum við fjölskyldu sína til að upplifunin á þessari sundrung hafi næg áhrif. Fall flestra persóna í svipuðum myndum frá Scorsese er ekki aðeins tengt glæpabröltinu, heldur einnig samskiptum við konurnar í lífi þeirra. Sambönd persóna eins og Henry Hill (Goodfellas) og Sam Rothstein (Casino) við eiginkonur sínar voru það stór hluti af heildarupplifuninni að myndirnar hefðu aldrei orðið jafn áhrifamiklar ef minna hefði verið gert úr hlutverkum eiginkvennanna. Við þurfum ekki annað en að líta til þess að Lorraine Bracco og Sharon Stone voru báðar tilnefndar til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sín til að átta okkur á hve veigamiklar persónur þeirra voru í heildarupplifun áhorfenda. Lítið er unnið með eiginkonur Sheeran, meira er gert úr sambandi Sheerans við dóttur hans, en þegar allt kemur til alls er tómahljóð í því. Ég áttaði mig ekki einusinni á því fyrr en eftir á að það var Anna Paquin sem lék hana.Robert De Niro og Sharon Stone léku hjón í Casino.Þungamiðja sögunnar er samband Sheerans við Jimmy Hoffa og þó úr því sé gert krúttlegt bromance, skilar það litlu þegar samband þeirra endar. Það var hálf ámáttlegt og persónulega náði ég lítilli tengingu við þessi endalok á einni af helstu uppistöðum sögunnar. Annar vandi sem steðjar að sögunni er að Sheeran er vart með púls í samanburði við aðrar persónur The Irishman, sem og fyrri kvikmynda Scorsese. Maður veltir fyrir sér hversvegna ekki er kafað dýpra í persónu hans og honum gefinn einhver hvati fyrir hegðun sinni. Það er líkt og persónuna skorti tengingu við einhvern tilfinningalegan kjarna, sem einmitt einkennir siðblinda einstaklinga. Í heimi mafíunnar og verkalýðsfélaganna var Sheeran í raun aukapersóna og hefði virkað betur sem aukapersóna í kvikmynd.Óhófleg lengd The Irishman hjálpar auðvitað ekki til og dregur í raun enn meiri athygli að fyrrnefndum göllum. Það er líkt og Scorsese og félögum hafi aðallega þótt aðkoma Sheeran að lífi, sem og meintum örlögum Jimmy Hoffa svo merkileg að það þyrfti að kvikmynda hana. Þetta er áhugaverð saga en hana skortir því miður of margar eindir í sköpun og jafnvægi persónugallerísins til að ná þeim hæðum sem fyrri mafíumyndir Scorsese hafa náð.Niðurstaða: Þrjár stjörnur. Þessari kvikmyndarýni hefði eiginlega þurft að fylgja einhverskonar trigger warning, en fyrir þá sem ekki þekkja það hugtak er það aðvörun t.d. í upphafi skrifa eða myndbands, þar sem viðtakandinn er varaður við að efni þess gæti komið honum úr jafnvægi. The Irishman aðdáendur virðast vera mjög viðkvæmt fólk og sjálfur skil ég ekki hvers vegna sumir eru svona hændir að þessari mynd. Það er e.t.v. betra að upplifa hana í kvikmyndahúsi en að sjálfsögðu neyðist áhorfandinn til að velja, þar sem augljóslega er aðeins hægt að horfa á hana í fyrsta sinn á annan hvorn mátann. Því fleiri sem horfa á hana í fyrsta sinn á sjónvarpsskjánum því oftar heyrist fólki tala hana niður. Það segir mér sá hugur að svona kvikmynd eigi eingöngu að horfa á í kvikmyndahúsi þar sem ekki er hægt að ýta pásutakkann. Því miður getur maður ekki gert bæði og niðurstaða þessa kvikmyndarýnis er að The Irishman sé sæmileg ræma sé hennar notið á skjánum heimavið en ekki mikið meira en það. Varðandi kvikmyndahúsupplifunina verðið þið að tala við einhvern annan en mig. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Kvikmynd Martins Scoreseses The Irishman hefur fengið allt að því einróma lof gagnrýnenda í Bandaríkjunum, því eru væntingar áhorfenda gagnvart henni miklar. Það er Netflix sem stendur að framleiðslunni og hægt er að horfa á hana þar. Hún fór þó í kvikmyndahús og er enn sýnd í Bíó Paradís. Þar sem langflestir munu koma til með að sjá hana á Netflix ákvað ég að horfa á hana í sjónvarpinu heima og láta heimsókn í kvikmyndahús eiga sig. Hún fjallar um hinn írskættaða Frank Sheeran, atvinnubílstjóra sem gerist leigumorðingi fyrir mafíuna og verður á tímabili helsti trúnaðarmaður verkalýðsleiðtogans goðsagnakennda Jimmy Hoffa. Myndin gerist á nokkrum tímabilum og eru leikararnir látnir eldast og yngjast með aðstoð tölvutækni. Við fáum því mynd af Frank og félögum á mismunandi stöðum á lífsleiðinni. Þegar ég var um það bil hálfnaður með myndina var aðeins byrjað að fara um mig, þar sem áhorfið var ekki að gera mikið fyrir mig. Myndin var ekki að draga mig inn og ríghalda, líkt og svo margar fyrri myndir Scorseses. Það læddist því að mér sú hugsun að ég yrði u.þ.b. eini gagnrýnandinn á jarðkringlunni sem gæfi henni ekki fjórar eða fimm stjörnur? Ég vonaði að hún tæki við sér en allt kom fyrir ekki. Ég fór að velta fyrir mér hvort ég væri hreinlega eitthvað skrítinn. Þegar ég ræddi við fólk sem hafði nýverið séð myndina dagana eftir áhorfið hætti ég að hafa áhyggjur. Það kom á daginn að viðbrögð áhorfenda eru alls ekki eins einróma og ég hélt. Það er töluvert mikið af fólki sem er alls ekki hrifið af þessari mynd og segir hana hreinlega leiðinleg. Sjálfur myndi ég ekki segja að mér hafi beint leiðst en hún gerði ekki mikið fyrir mig. Þær raddir sem dásama myndina hafa heyrst hátt, nú er komið að okkur hinum og í þessari vangaveltu minni ætla ég að gera tilraun til að greina hvaða annmarkar eru á henni. Sennilega er best að þeir viðkvæmari úr The Irishmansöfnuðinum hætti að lesa núna. Frank Sheeran og Robert De Niro Það er oftast tilhlökkunarefni þegar nýjar myndir koma frá meistara Scorsese. Hann hefur gert margar af áhrifamestu kvikmyndum síðustu áratuga, myndir á borð við Taxi Driver, Raging Bull, Goodfellas, Casino, The Departed, The Wolf of Wall Street, ég gæti haldið áfram. Þetta eru oftast langar myndir sem þrátt fyrir að vera ávallt um og yfir tveir og hálfur tími eru helst til of fljótar að líða. Ég hef oftar en einu sinni verið í kvikmyndahúsi að horfa á nýjustu mynd Scorsese og það byrjar að fara um mig þegar ég átta mig á að endirinn nálgast, ég vil ekki að þær hætti. Scorsese á það hins vegar til að gera aðra tegund mynda sem eru mun tíðindaminni og hægari. Síðast var það Silence, næstum þriggja tíma mynd um tvo portúgalska Jesúítapresta sem á átjándu öld halda til Japan með það fyrir augum að bjarga læriföður sínum úr klóm heimamanna. Ég verð að játa að ég leit töluvert oft á klukkuna þegar ég sat yfir Silence. Þegar Scorsese gerir kvikmyndir um bandaríska glæpamenn fáum við þó kraft- og fjörmiklar myndir. Því er hætt við að fólk sem vonast til að sjá hann í Goodfellas-ham verði fyrir vonbrigðum. Í mínum huga fellur The Irishman einhversstaðar mitt á milli Silence og Goodfellas. Á stundum hefur hún þetta úmpf sem Goodfellas bjó yfir en sumstaðar verður hún heldur máttlaus og jaðrar við að vera leiðinleg. Ég endurtek, það jaðraði við það að mér leiddist á stundum, þó það hafi nú aldrei orðið svo slæmt. Ég get þó ímyndað mér að ansi stórum hluta pöpulsins muni leiðast áhorfið, sem virðist vera að koma á daginn. Eins og áður kom fram er til fólk sem heldur ekki vatni yfir þessari mynd og hefur það verið mjög duglegt að tjá sig um það. Það er hinsvegar að myndast bakslag í The Irishman-eldflaugina, þeir sem eru minna hrifnir eru farnir að láta í sér heyra. Nú hef ég tvisvar sinnum tekið þátt í umræðu um myndina í útvarpi, í útvarpsþáttunum Stjörnubíói og Harmageddon. Með mér hafa verið samtals fjórir viðmælendur, aðeins einn þeirra var ánægður með myndina, sumir hinna létu jafnvel gífuryrði falla um hve léleg hún væri.Sjálfur er ég einhversstaðar í tempraða beltinu þegar kemur að afstöðu minni til The Irishman. Hún hélt áhuga mínum mest allan tímann (naumlega) en í samanburði við til dæmis The Departed er hún eins og neðri deildarlið sem dregst á móti meisturunum í bikarkeppni, hún á ekki roð. Ég er ekki að gera lítið úr upplifun þeirra fjölmörgu sem líkaði myndin, ég er meira að hugsa hversvegna þeim sem líkaði ekki myndin gæti hafa fundist lítið til hennar koma. Ég er með tilgátu varðandi þetta sem tengist innbyggðum galla í handritinu og varðar eiginleika sem aðalpersónunni eru ljáðir. Sheeran hefur nefnilega fleiri einkenni aukapersónu úr Scorsese-mynd heldur en aðalpersónu. Hann er maðurinn sem hvíslar í eyra persónunnar sem vanalega yrði fyrir valinu til að keyra kvikmynd áfram. Hann á meira sameiginlegt með persónu á borð við James Conway (DeNiro í Goodfellas) heldur en Henry Hill (Ray Liotta í sömu mynd). Hann er of mikill málamiðlari til að fúnkera sem fullnægjandi aðalpersóna í mafíumynd. Þegar þú setur persónu eins og Frank Sheeran við hlið risapersónu á borð við Jimmy Hoffa, þá þarftu að vera ansi viss um að þú náir að gera hana jafn áhugaverða, ef ekki áhugaverðari. Þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni, Sheeran má síns lítils við hlið sterkari persóna. Jú, jú, hann skýtur mann og annan en það er ekki nóg, hann er of frosinn og persónuleikalaus. Maður upplifir alls ekki næga samhyggð með honum í lok myndar til að réttlæta að hafa setið yfir henni í hátt í fjórar klukkustundir.Ef handritaskrif og sköpun aðalpersóna í mafíukvikmyndum Scorsese eru greind út frá kenningum sálfræðinnar, þá er best að hafa aðalpersónu sem er með samblöndu af siðblindu og narsissisma. Þó svo Sheeran sé augljóslega með siðblindu á háu stigi, vantar í hann allan narsissisma, sem er óbilandi sjálfsást. Hoffa er augljóslega bullandi narsissisti, sem gerir hann að mun hagnýtari aðalpersónu í þessari tegund kvikmyndar.Í myndinni kemur texti við hlið flestra persónanna þegar þær birtast fyrst. Þar stendur hvenær og hvernig þær dóu. Flestar voru þær myrtar, sennilega vegna gjarða sinna sem spruttu út frá narsissisma. Þar sem Sheeran sýnir eiginlega engar narsissískar tilhneigingar lifir hann þetta allt af og endar á elliheimili. Það er oftast ekki glæpahneigðin sem verður Scorsese aðalpersónunni að falli, heldur sá narsissismi sem fékk hana upprunalega til að fremja glæpi.Til að vega upp á móti þessu er ýmislegt í tengslum við fjölskyldulífið sem nota á til að skapa samhyggð með Sheeran. Hann er hinsvegar alltof fjarlægur í samskiptum við fjölskyldu sína til að upplifunin á þessari sundrung hafi næg áhrif. Fall flestra persóna í svipuðum myndum frá Scorsese er ekki aðeins tengt glæpabröltinu, heldur einnig samskiptum við konurnar í lífi þeirra. Sambönd persóna eins og Henry Hill (Goodfellas) og Sam Rothstein (Casino) við eiginkonur sínar voru það stór hluti af heildarupplifuninni að myndirnar hefðu aldrei orðið jafn áhrifamiklar ef minna hefði verið gert úr hlutverkum eiginkvennanna. Við þurfum ekki annað en að líta til þess að Lorraine Bracco og Sharon Stone voru báðar tilnefndar til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sín til að átta okkur á hve veigamiklar persónur þeirra voru í heildarupplifun áhorfenda. Lítið er unnið með eiginkonur Sheeran, meira er gert úr sambandi Sheerans við dóttur hans, en þegar allt kemur til alls er tómahljóð í því. Ég áttaði mig ekki einusinni á því fyrr en eftir á að það var Anna Paquin sem lék hana.Robert De Niro og Sharon Stone léku hjón í Casino.Þungamiðja sögunnar er samband Sheerans við Jimmy Hoffa og þó úr því sé gert krúttlegt bromance, skilar það litlu þegar samband þeirra endar. Það var hálf ámáttlegt og persónulega náði ég lítilli tengingu við þessi endalok á einni af helstu uppistöðum sögunnar. Annar vandi sem steðjar að sögunni er að Sheeran er vart með púls í samanburði við aðrar persónur The Irishman, sem og fyrri kvikmynda Scorsese. Maður veltir fyrir sér hversvegna ekki er kafað dýpra í persónu hans og honum gefinn einhver hvati fyrir hegðun sinni. Það er líkt og persónuna skorti tengingu við einhvern tilfinningalegan kjarna, sem einmitt einkennir siðblinda einstaklinga. Í heimi mafíunnar og verkalýðsfélaganna var Sheeran í raun aukapersóna og hefði virkað betur sem aukapersóna í kvikmynd.Óhófleg lengd The Irishman hjálpar auðvitað ekki til og dregur í raun enn meiri athygli að fyrrnefndum göllum. Það er líkt og Scorsese og félögum hafi aðallega þótt aðkoma Sheeran að lífi, sem og meintum örlögum Jimmy Hoffa svo merkileg að það þyrfti að kvikmynda hana. Þetta er áhugaverð saga en hana skortir því miður of margar eindir í sköpun og jafnvægi persónugallerísins til að ná þeim hæðum sem fyrri mafíumyndir Scorsese hafa náð.Niðurstaða: Þrjár stjörnur. Þessari kvikmyndarýni hefði eiginlega þurft að fylgja einhverskonar trigger warning, en fyrir þá sem ekki þekkja það hugtak er það aðvörun t.d. í upphafi skrifa eða myndbands, þar sem viðtakandinn er varaður við að efni þess gæti komið honum úr jafnvægi. The Irishman aðdáendur virðast vera mjög viðkvæmt fólk og sjálfur skil ég ekki hvers vegna sumir eru svona hændir að þessari mynd. Það er e.t.v. betra að upplifa hana í kvikmyndahúsi en að sjálfsögðu neyðist áhorfandinn til að velja, þar sem augljóslega er aðeins hægt að horfa á hana í fyrsta sinn á annan hvorn mátann. Því fleiri sem horfa á hana í fyrsta sinn á sjónvarpsskjánum því oftar heyrist fólki tala hana niður. Það segir mér sá hugur að svona kvikmynd eigi eingöngu að horfa á í kvikmyndahúsi þar sem ekki er hægt að ýta pásutakkann. Því miður getur maður ekki gert bæði og niðurstaða þessa kvikmyndarýnis er að The Irishman sé sæmileg ræma sé hennar notið á skjánum heimavið en ekki mikið meira en það. Varðandi kvikmyndahúsupplifunina verðið þið að tala við einhvern annan en mig.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira