Kínverjar taka annað flugmóðurskip í notkun Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2019 11:15 Xi Jinping, forseti Kína, hitti áhöfn Shandong í gær. Vísir/AP Kínverjar tóku fyrsta flugmóðurskipið sem framleitt er að fullu í Kína í notkun í gær. Skipið, Shandong, byggir þó á gamalli sovéskri hönnun og er svipaðrar gerðar og fyrsta flugmóðurskip Kína, Liaoning sem tekið var í notkun 2017, þó hönnunin hafi verið betrumbætt að einhverju leyti. Þriðja flugmóðurskipið er svo líklega í smíðum en það er talið vera af svipaðri gerð og hefðbundin flugmóðurskip og mun stærra en bæði Liaoning og Shandong. Með því að taka Shandong í notkun gekk Kína til liðs við hóp nokkurra ríkja sem gera út fleiri en eitt flugmóðurskip. Bandaríkin eru með tíu flugmóðurskip í notkun. Öll eru mun stærri en bæði Shandong og Liaoning. Shandong getur borið 36 Shenyang J-15 orrustuþotur, sem er tólf fleiri en Liaoning getur borið. Það hefur verið endurbætt að öðru leyti, samkvæmt Business Insider. Bæði flugmóðurskipin eru knúin með hefðbundnum hætti, ekki kjarnorku eins og stærstu flugmóðurskip Bandaríkjanna. Þá búa skipin yfir römpum sem notaðir eru til að koma orrustuþotum á loft, en slík kerfi eru ekki jafn skilvirk og notuð eru á nýrri flugmóðurskipum annarra ríkja. Þau tæki kallast valslöngvur og eru í raun notuð til að kasta orrustuþotum á loft. Það felur í sér að þær þotur geta tekið á loft með meira eldsneyti og fleiri vopn en þoturnar á kínversku flugmóðurskipunum. Athöfn fór fram í Sanya í Suður-Kínahafi í gær og sótti Xi Jinping, forseti Kína, hana. Kínverjar hafa lagt mikið í það að koma upp nútíma flota á undanförnum árum með framleiðslu herskipa, kafbáta og svokallaðra stuðningsskipa. Xi Jinping sagði í fyrra að floti Kína þyrfti að vera af „heimsklassa“. Kína hefur varið miklu púðri í að nútímavæða herafla sinn og er áætlað að fjárútlát til varnarmála hafi þrefaldast frá 2002. Leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna varaði við því í byrjun ársins að hernaðargeta Kína hafi aukist til muna og sum vopn þeirra væru orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. Bandaríkin þurfi að spýta í lófana vilji þau halda yfirráðum sínum yfir Kyrrahafinu.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumKínverjar hafa gert tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs, upp að ströndum annarra ríkja. Þar hafa Kínverjar byggt upp heilu eyjarnar, herstöðvar og fleira og komið fyrir eldflaugum. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið.Kröfur Kína byggja á kínverskum kortum frá 1947 sem eiga að sýna að Kína eigi sögulegan rétt á þessu svæði. Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi úrskurðaði árið 2016 að Kína ætti ekki yfirráðarétt á Suður-Kínahafi. Kínverjar neituðu með öllu að viðurkenna yfirvald dómstólsins, þó Kína hafi skrifað undir alþjóðasáttmálann sem dómstólinn byggir á.Sjá einnig: Kína á ekki sögulegan yfirráðaréttBandaríkin hafa siglt herskipum um svæði til að mótmæla ólöglegum hafsvæðiskröfum og tryggja frjálsar siglingar um Suður-Kínahaf. Kínverjar hafa reglulega fordæmt siglingarnar og segja þær ógna friði á svæðinu. Spennan á milli Kína og Bandaríkjanna hefur aukist til muna á undanförnum árum og að miklu leyti vegna Suður-Kínahafs. Fyrr í þessum mánuði sagði Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, við Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að Bandaríkjamenn þyrftu að hætta að „hnykla vöðvana“ í Suður-Kínahafi. Staða flugmóðurskipa óljós Breskir varnarsérfræðingar hafa sérstakar áhyggjur af uppbyggingu Kína varðandi eldflaugar. Ríkið hafi framleitt háþróaðar langdrægar eldflaugar sem geti grandað flugmóðurskipum. Þessar eldflaugar drífa allt að 3.500 kílómetra og eru taldar geta hitt skotmörk á hreyfingu af mikilli nákvæmni. Auk þess að þróa eldflaugarnar sjálfar hafa Kínverjar þróað eftirlitsbúnað sem ætlað er að finna herskip svo auðveldara sé að granda þeim með eldflaugum. Þar er um að ræða gervihnetti, dróna og flugvélar. Blaðamenn Sunday Times ræddu við sérfræðinga sem segja þessi vopn í raun breyta stöðu flugmóðurskipa í hernaði. Hver eldflaug kosti um það bil 25 milljónir punda á meðan flugmóðurskip kosti nokkra milljarða. Kínverjar hafa hótað því að granda herskipum Bandaríkjanna með slíkum eldflaugum. Einhverjar gerðir eldflauganna sem um ræðir eru hljóðfrárar og eru framleiddar svo erfitt sé að greina þær á ratsjám og þar með skjóta þær niður. Vopnunum yrði sum sé skotið upp í gufuhvolfið og þaðan myndu þau svífa til jarðar á mörgföldum hljóðhraða og lenda á skotmörkum sínum án nokkurs fyrirvara. Með þessum vopnum gætu Kínverjar haldið flugmóðurskipum Bandaríkjanna og annarra ríkja í þúsunda kílómetra fjarlægð frá meginlandi Kína og takmarkað skipasiglingar um stóran hluta Kyrrhafs. Einkaaðili keypti skipið fyrir Kína Liaoning, fyrsta flugmóðurskip Kína, á sér áhugaverða sögu. Smíði þess hófst í Úkraínu árið 1985 og er það af Kuznetsov-gerð. Smíði þess kláraðist þó aldrei og árið 1992 gerðu yfirvöld Úkraínu tilraun til að selja það til annarra ríkja, meðal annars Kína, eða í brotajárn en það gekk ekki eftir. Skipið lá því við bryggju allt til ársins 1998. Þá keypti Xu Zengping, sem var körfuboltamaður í Kína, skipið. Á þeim tíma sagði Xu að þetta hefði verið fyrsta flugmóðurskipið sem hann hafi farið um borð í og það hafi haft mikil áhrif á hann. Háttsettir menn í sjóher Kína höfðu þó beðið Xu um að kaupa skipið og teikningar þess. Hann þurfti þó að gera það fyrir eigið fé. „Ég sagði sjáfum mér að ég ætti að kaupa skipið, hvað sem það kostaði, og tryggja að það yrði hluti af flota okkar,“ sagði Xu samkvæmt ítarlegri umfjöllun South China Morning Post frá 2015.Úkraínumenn höfðu ekki hug á því að selja skipið svo það yrði notað í hernaðarlegum tilgangi. Xu sannfærði þá þó um það að hann ætlaði sér að breyta skipinu í hótel og spilavíti. Að endingu var þó ákveðið að skipið yrði selt á uppboði og í mars 1998 tókst Xu að kaupa skipið með því að bjóða hærra verð en aðrir sem höfðu áhuga á skipinu. Hann segir það hafa kostað 20 milljónir dala. Teikningarnar flutti hann landleiðina til Kína en það var meiri hausverkur að koma skipinu sjálfu frá Svartahafinu til Kína. Að endingu tók fjögur ár að draga skipið til Kína. Allt þetta kostaði Xu um 120 milljónir dala og hann segist aldrei hafa fengið greiðslu frá kínverska ríkinu vegna kaupanna. Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Kínverjar tóku fyrsta flugmóðurskipið sem framleitt er að fullu í Kína í notkun í gær. Skipið, Shandong, byggir þó á gamalli sovéskri hönnun og er svipaðrar gerðar og fyrsta flugmóðurskip Kína, Liaoning sem tekið var í notkun 2017, þó hönnunin hafi verið betrumbætt að einhverju leyti. Þriðja flugmóðurskipið er svo líklega í smíðum en það er talið vera af svipaðri gerð og hefðbundin flugmóðurskip og mun stærra en bæði Liaoning og Shandong. Með því að taka Shandong í notkun gekk Kína til liðs við hóp nokkurra ríkja sem gera út fleiri en eitt flugmóðurskip. Bandaríkin eru með tíu flugmóðurskip í notkun. Öll eru mun stærri en bæði Shandong og Liaoning. Shandong getur borið 36 Shenyang J-15 orrustuþotur, sem er tólf fleiri en Liaoning getur borið. Það hefur verið endurbætt að öðru leyti, samkvæmt Business Insider. Bæði flugmóðurskipin eru knúin með hefðbundnum hætti, ekki kjarnorku eins og stærstu flugmóðurskip Bandaríkjanna. Þá búa skipin yfir römpum sem notaðir eru til að koma orrustuþotum á loft, en slík kerfi eru ekki jafn skilvirk og notuð eru á nýrri flugmóðurskipum annarra ríkja. Þau tæki kallast valslöngvur og eru í raun notuð til að kasta orrustuþotum á loft. Það felur í sér að þær þotur geta tekið á loft með meira eldsneyti og fleiri vopn en þoturnar á kínversku flugmóðurskipunum. Athöfn fór fram í Sanya í Suður-Kínahafi í gær og sótti Xi Jinping, forseti Kína, hana. Kínverjar hafa lagt mikið í það að koma upp nútíma flota á undanförnum árum með framleiðslu herskipa, kafbáta og svokallaðra stuðningsskipa. Xi Jinping sagði í fyrra að floti Kína þyrfti að vera af „heimsklassa“. Kína hefur varið miklu púðri í að nútímavæða herafla sinn og er áætlað að fjárútlát til varnarmála hafi þrefaldast frá 2002. Leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna varaði við því í byrjun ársins að hernaðargeta Kína hafi aukist til muna og sum vopn þeirra væru orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. Bandaríkin þurfi að spýta í lófana vilji þau halda yfirráðum sínum yfir Kyrrahafinu.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumKínverjar hafa gert tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs, upp að ströndum annarra ríkja. Þar hafa Kínverjar byggt upp heilu eyjarnar, herstöðvar og fleira og komið fyrir eldflaugum. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið.Kröfur Kína byggja á kínverskum kortum frá 1947 sem eiga að sýna að Kína eigi sögulegan rétt á þessu svæði. Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi úrskurðaði árið 2016 að Kína ætti ekki yfirráðarétt á Suður-Kínahafi. Kínverjar neituðu með öllu að viðurkenna yfirvald dómstólsins, þó Kína hafi skrifað undir alþjóðasáttmálann sem dómstólinn byggir á.Sjá einnig: Kína á ekki sögulegan yfirráðaréttBandaríkin hafa siglt herskipum um svæði til að mótmæla ólöglegum hafsvæðiskröfum og tryggja frjálsar siglingar um Suður-Kínahaf. Kínverjar hafa reglulega fordæmt siglingarnar og segja þær ógna friði á svæðinu. Spennan á milli Kína og Bandaríkjanna hefur aukist til muna á undanförnum árum og að miklu leyti vegna Suður-Kínahafs. Fyrr í þessum mánuði sagði Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, við Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að Bandaríkjamenn þyrftu að hætta að „hnykla vöðvana“ í Suður-Kínahafi. Staða flugmóðurskipa óljós Breskir varnarsérfræðingar hafa sérstakar áhyggjur af uppbyggingu Kína varðandi eldflaugar. Ríkið hafi framleitt háþróaðar langdrægar eldflaugar sem geti grandað flugmóðurskipum. Þessar eldflaugar drífa allt að 3.500 kílómetra og eru taldar geta hitt skotmörk á hreyfingu af mikilli nákvæmni. Auk þess að þróa eldflaugarnar sjálfar hafa Kínverjar þróað eftirlitsbúnað sem ætlað er að finna herskip svo auðveldara sé að granda þeim með eldflaugum. Þar er um að ræða gervihnetti, dróna og flugvélar. Blaðamenn Sunday Times ræddu við sérfræðinga sem segja þessi vopn í raun breyta stöðu flugmóðurskipa í hernaði. Hver eldflaug kosti um það bil 25 milljónir punda á meðan flugmóðurskip kosti nokkra milljarða. Kínverjar hafa hótað því að granda herskipum Bandaríkjanna með slíkum eldflaugum. Einhverjar gerðir eldflauganna sem um ræðir eru hljóðfrárar og eru framleiddar svo erfitt sé að greina þær á ratsjám og þar með skjóta þær niður. Vopnunum yrði sum sé skotið upp í gufuhvolfið og þaðan myndu þau svífa til jarðar á mörgföldum hljóðhraða og lenda á skotmörkum sínum án nokkurs fyrirvara. Með þessum vopnum gætu Kínverjar haldið flugmóðurskipum Bandaríkjanna og annarra ríkja í þúsunda kílómetra fjarlægð frá meginlandi Kína og takmarkað skipasiglingar um stóran hluta Kyrrhafs. Einkaaðili keypti skipið fyrir Kína Liaoning, fyrsta flugmóðurskip Kína, á sér áhugaverða sögu. Smíði þess hófst í Úkraínu árið 1985 og er það af Kuznetsov-gerð. Smíði þess kláraðist þó aldrei og árið 1992 gerðu yfirvöld Úkraínu tilraun til að selja það til annarra ríkja, meðal annars Kína, eða í brotajárn en það gekk ekki eftir. Skipið lá því við bryggju allt til ársins 1998. Þá keypti Xu Zengping, sem var körfuboltamaður í Kína, skipið. Á þeim tíma sagði Xu að þetta hefði verið fyrsta flugmóðurskipið sem hann hafi farið um borð í og það hafi haft mikil áhrif á hann. Háttsettir menn í sjóher Kína höfðu þó beðið Xu um að kaupa skipið og teikningar þess. Hann þurfti þó að gera það fyrir eigið fé. „Ég sagði sjáfum mér að ég ætti að kaupa skipið, hvað sem það kostaði, og tryggja að það yrði hluti af flota okkar,“ sagði Xu samkvæmt ítarlegri umfjöllun South China Morning Post frá 2015.Úkraínumenn höfðu ekki hug á því að selja skipið svo það yrði notað í hernaðarlegum tilgangi. Xu sannfærði þá þó um það að hann ætlaði sér að breyta skipinu í hótel og spilavíti. Að endingu var þó ákveðið að skipið yrði selt á uppboði og í mars 1998 tókst Xu að kaupa skipið með því að bjóða hærra verð en aðrir sem höfðu áhuga á skipinu. Hann segir það hafa kostað 20 milljónir dala. Teikningarnar flutti hann landleiðina til Kína en það var meiri hausverkur að koma skipinu sjálfu frá Svartahafinu til Kína. Að endingu tók fjögur ár að draga skipið til Kína. Allt þetta kostaði Xu um 120 milljónir dala og hann segist aldrei hafa fengið greiðslu frá kínverska ríkinu vegna kaupanna.
Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira