Lewis Hamilton, nýkrýndur sexfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og áhugamaður um mótorhjól, skipti á Formúlu bíl sínum við Valentino Rossi, fyrir mótorhjól nífaldan heimsmeistarans í MotoGP og áhugamanni um bíla. Myndband af viðburðinum er í fréttinni.
Hamilton hefur lengi verið áhugasamur um mótorhjól. Hann ók 2019 árgerð af Yamaha MotoGP YZR-M1 hjóli Rossi sem kepti á hjólinu einungis vikum áður á sömu braut.
Rossi fékk að aka 2017 árgerðinni af Mercedes bíl Hamilton, W08. þeir óku svo saman um brautina á hjólum á tímapuntki.
„Það er frábært að sjá goðsögn eins og Valentino í bílnum. Ég er spenntur fyrir hans hönd að hann fái að upplifa bílinn í fyrsta skipti. Þetta minnir mig á þegar ég ók Formúlu 1 bíl í fyrsta skipti,“ sagði Hamilton.

