Funduðu með rannsakendum frá Noregi og Namibíu í Haag Birgir Olgeirsson skrifar 17. desember 2019 19:00 Fulltrúar embættis héraðssaksóknara fóru til Haag í Hollandi í síðustu viku til að funda með rannsakendum frá Namibíu og Noregi vegna Samherjamálsins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Skattrannsóknarstjóri og héraðssaksóknara rannsaka Samherja málið hér á landi. Efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar rannsakar viðskipti Samherja við norska bankann DNB og spillingarlögreglan í Namibíu fer með rannsókn málsins þar í landi. Rannsakendur frá héraðssaksóknara, norsku lögreglunni og þeirri namibísku funduðu í hollensku borginni Haag í síðustu viku. Í Haag er að finna höfuðstöðvar Evrópulögreglunnar Europol þar sem Ísland á sinn tengslafulltrúa. Þau brot sem grunur er um að hafi verið framin í Namibíu falla undir íslensk hegningarlög. Þar segir að refsa skuli eftir íslenskum lögum fyrir mútugreiðslur til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Jóhannes Stefánsson uppljóstrari hefur þegar gefið skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara skýrslu um málið. Sjö eru í haldi í Namibíu vegna rannsóknar á mútugreiðslum sem eiga að hafa borist frá félögum Samherja til ráðamanna fyrir úthlutun aflaheimilda. Þar á meðal eru fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins og hákarlarnir þrír. Beiðni þeirra um að vera sleppt tafarlaust úr haldi verður tekin fyrir á fimmtudag. Sjávarútvegsráðherrann fyrrverandi segir ásakanirnar byggðar á pólitískum grunni með það að markmiði að koma ráðandi stjórnvöldum frá. Sá sjöundi sem er í haldi var gripinn glóðvolgur á laugardag við að reyna fjarlægja meint sönnunargögn af heimili dómsmálaráðherrans fyrrverandi, sem er einn hákarlanna. Holland Namibía Noregur Samherjaskjölin Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira
Fulltrúar embættis héraðssaksóknara fóru til Haag í Hollandi í síðustu viku til að funda með rannsakendum frá Namibíu og Noregi vegna Samherjamálsins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Skattrannsóknarstjóri og héraðssaksóknara rannsaka Samherja málið hér á landi. Efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar rannsakar viðskipti Samherja við norska bankann DNB og spillingarlögreglan í Namibíu fer með rannsókn málsins þar í landi. Rannsakendur frá héraðssaksóknara, norsku lögreglunni og þeirri namibísku funduðu í hollensku borginni Haag í síðustu viku. Í Haag er að finna höfuðstöðvar Evrópulögreglunnar Europol þar sem Ísland á sinn tengslafulltrúa. Þau brot sem grunur er um að hafi verið framin í Namibíu falla undir íslensk hegningarlög. Þar segir að refsa skuli eftir íslenskum lögum fyrir mútugreiðslur til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Jóhannes Stefánsson uppljóstrari hefur þegar gefið skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara skýrslu um málið. Sjö eru í haldi í Namibíu vegna rannsóknar á mútugreiðslum sem eiga að hafa borist frá félögum Samherja til ráðamanna fyrir úthlutun aflaheimilda. Þar á meðal eru fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins og hákarlarnir þrír. Beiðni þeirra um að vera sleppt tafarlaust úr haldi verður tekin fyrir á fimmtudag. Sjávarútvegsráðherrann fyrrverandi segir ásakanirnar byggðar á pólitískum grunni með það að markmiði að koma ráðandi stjórnvöldum frá. Sá sjöundi sem er í haldi var gripinn glóðvolgur á laugardag við að reyna fjarlægja meint sönnunargögn af heimili dómsmálaráðherrans fyrrverandi, sem er einn hákarlanna.
Holland Namibía Noregur Samherjaskjölin Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira