Björgunarsveitarfólk tilbúið að taka á móti mesta skellinum í veðrinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2019 16:55 Björgunarsveitarmenn reyna að bjarga skilti við Bryggjuna brugghús úti á Granda. vísir/sigurjón Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að veðurspáin sé að miklu leyti að ganga eftir. Mesti skellurinn í veðrinu sé því fram undan næstu klukkutímana og er björgunarsveitarfólk um allt land í startholunum. Rauð veðurviðvörun tók gildi klukkan 16 á Norðurlandi vestra, Ströndum og Norðurlandi eystra. Á þessu landsvæði verður veðrið mjög slæmt, norðan ofsaveður og stórhríð. Framan af var dagurinn viðráðanlegur að sögn Davíðs, eitthvað var af verkefnum hjá björgunarsveitum á Norðurlandi, sérstaklega í kringum Tröllaskaga og í Skagafirði. Tilkynnt var um fok á þakklæðningum á Sauðárkróki og Ólafsfirði. „Nú er það svona aðeins búið að færast til í kringum Blönduós og þar og núna um þrjúleytið þá virðist spáin vera að ganga eftir. Það er búið að virkja vel flestar stjórnstöðvar hjá okkur og lögreglunni hérna megin á landinu og það eru farnir að mæta hópar í hús hérna á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og í Árnessýslu,“ segir Davíð. Á fjórða tímanum fóru síðan að detta inn aðstoðarbeiðnir á suðvesturhorni og í Árnessýslu en það er enn vel viðráðanlegt og gengur vel. „Spáin er að miklu leyti að rætast og þá er allt sem bendir til þess að núna fram undan, næstu klukkutímana sé mesti skellurinn að koma. Við tökum því bara um leið og það kemur. Björgunarsveitir eru orðnar mjög virkar, hópar komnir í hús víða um land og aðgerðastjórnendur hjá okkur og lögreglu eru vel meðvitaðir um ástandið,“ segir Davíð Már. Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Bein útsending: Veðrið um allt land í vefmyndavélum Aftakaveður mun ganga yfir landið í dag og á morgun. Veðurstofan hefur í fyrsta sinn gefið út rauða viðvörun frá því að litakóðakerfið var tekið upp, en það er á Norðurlandi vestra og Ströndum. Alls staðar annars staðar hefur verið gefin út appelsínugul viðvörun. 10. desember 2019 14:30 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Innlent Fleiri fréttir Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Sjá meira
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að veðurspáin sé að miklu leyti að ganga eftir. Mesti skellurinn í veðrinu sé því fram undan næstu klukkutímana og er björgunarsveitarfólk um allt land í startholunum. Rauð veðurviðvörun tók gildi klukkan 16 á Norðurlandi vestra, Ströndum og Norðurlandi eystra. Á þessu landsvæði verður veðrið mjög slæmt, norðan ofsaveður og stórhríð. Framan af var dagurinn viðráðanlegur að sögn Davíðs, eitthvað var af verkefnum hjá björgunarsveitum á Norðurlandi, sérstaklega í kringum Tröllaskaga og í Skagafirði. Tilkynnt var um fok á þakklæðningum á Sauðárkróki og Ólafsfirði. „Nú er það svona aðeins búið að færast til í kringum Blönduós og þar og núna um þrjúleytið þá virðist spáin vera að ganga eftir. Það er búið að virkja vel flestar stjórnstöðvar hjá okkur og lögreglunni hérna megin á landinu og það eru farnir að mæta hópar í hús hérna á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og í Árnessýslu,“ segir Davíð. Á fjórða tímanum fóru síðan að detta inn aðstoðarbeiðnir á suðvesturhorni og í Árnessýslu en það er enn vel viðráðanlegt og gengur vel. „Spáin er að miklu leyti að rætast og þá er allt sem bendir til þess að núna fram undan, næstu klukkutímana sé mesti skellurinn að koma. Við tökum því bara um leið og það kemur. Björgunarsveitir eru orðnar mjög virkar, hópar komnir í hús víða um land og aðgerðastjórnendur hjá okkur og lögreglu eru vel meðvitaðir um ástandið,“ segir Davíð Már.
Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Bein útsending: Veðrið um allt land í vefmyndavélum Aftakaveður mun ganga yfir landið í dag og á morgun. Veðurstofan hefur í fyrsta sinn gefið út rauða viðvörun frá því að litakóðakerfið var tekið upp, en það er á Norðurlandi vestra og Ströndum. Alls staðar annars staðar hefur verið gefin út appelsínugul viðvörun. 10. desember 2019 14:30 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Innlent Fleiri fréttir Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Sjá meira
Bein útsending: Veðrið um allt land í vefmyndavélum Aftakaveður mun ganga yfir landið í dag og á morgun. Veðurstofan hefur í fyrsta sinn gefið út rauða viðvörun frá því að litakóðakerfið var tekið upp, en það er á Norðurlandi vestra og Ströndum. Alls staðar annars staðar hefur verið gefin út appelsínugul viðvörun. 10. desember 2019 14:30
Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15