Reyndi að fá Ara Behn til að breyta lokaorðum bókarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2019 07:51 Ari Behn og Marta Lovísa Noregsprinsessa í London árið 2013. Útgefandi Ara Behns, rithöfundar og fyrrverandi eiginmanns Mörtu Lovísu Noregsprinsessu sem lést um jólin, segist hafa reynt að fá Behn til að breyta lokaorðum bókar hans sem kom út í fyrra. Behn tók yfirvofandi dauða sinn til umfjöllunar á síðustu síðu bókarinnar. Fjölskylda Behns greindi frá því á jóladag að Behn hefði svipt sig lífi, 47 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda sem rithöfundur og gaf út þrjár skáldsögur, leikrit og þrjú smásagnasöfn. Síðasta bók hans, Inferno, kom út í fyrra. Arve Juritzen, útgefandi bókarinnar, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að það hafi verið erfitt að vinna við útgáfuna þar sem bókin hafi verið „botnlaus, alvarlegur og sorglegur texti um sorg“. Þá hafi Behn jafnframt fjallað hispurslaust um vandamál sín en á lokasíðu bókarinnar segist hann munu deyja. Við hlið textans er mynd sem Behn málaði og nefnist Gone, eða Farinn á íslensku. „Ég man að ég reyndi að sannfæra hann um að við gætum ef til vill gert endinn örlítið uppfyllri vonar og jákvæðari, en hann var harðákveðinn. Henni [bókinni] ætti að ljúka með texta sem fjallaði um það að deyja og kveðja,“ segir Juritzen. Sorg hefur gripið um sig í Noregi vegna frétta af andláti Behns, einkum meðal norskra listamanna sem syrgja nú vin sinn og kollega. Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning hafa jafnframt sagst afar hrygg yfir þeim fréttum að tengdasonurinn fyrrverandi sé látinn. Behn gekk að eiga Mörtu Lovísu prinsessu árið 2002 en þau skildu árið 2016. Þau eignuðust saman þrjár dætur. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Andlát Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Fyrrverandi tengdasonur Noregskonungs látinn Rithöfundurinn og fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu Noregsprinsessu, Ari Behn, er látinn, 47 ára að aldri. 25. desember 2019 21:29 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Útgefandi Ara Behns, rithöfundar og fyrrverandi eiginmanns Mörtu Lovísu Noregsprinsessu sem lést um jólin, segist hafa reynt að fá Behn til að breyta lokaorðum bókar hans sem kom út í fyrra. Behn tók yfirvofandi dauða sinn til umfjöllunar á síðustu síðu bókarinnar. Fjölskylda Behns greindi frá því á jóladag að Behn hefði svipt sig lífi, 47 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda sem rithöfundur og gaf út þrjár skáldsögur, leikrit og þrjú smásagnasöfn. Síðasta bók hans, Inferno, kom út í fyrra. Arve Juritzen, útgefandi bókarinnar, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að það hafi verið erfitt að vinna við útgáfuna þar sem bókin hafi verið „botnlaus, alvarlegur og sorglegur texti um sorg“. Þá hafi Behn jafnframt fjallað hispurslaust um vandamál sín en á lokasíðu bókarinnar segist hann munu deyja. Við hlið textans er mynd sem Behn málaði og nefnist Gone, eða Farinn á íslensku. „Ég man að ég reyndi að sannfæra hann um að við gætum ef til vill gert endinn örlítið uppfyllri vonar og jákvæðari, en hann var harðákveðinn. Henni [bókinni] ætti að ljúka með texta sem fjallaði um það að deyja og kveðja,“ segir Juritzen. Sorg hefur gripið um sig í Noregi vegna frétta af andláti Behns, einkum meðal norskra listamanna sem syrgja nú vin sinn og kollega. Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning hafa jafnframt sagst afar hrygg yfir þeim fréttum að tengdasonurinn fyrrverandi sé látinn. Behn gekk að eiga Mörtu Lovísu prinsessu árið 2002 en þau skildu árið 2016. Þau eignuðust saman þrjár dætur. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér.
Andlát Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Fyrrverandi tengdasonur Noregskonungs látinn Rithöfundurinn og fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu Noregsprinsessu, Ari Behn, er látinn, 47 ára að aldri. 25. desember 2019 21:29 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Fyrrverandi tengdasonur Noregskonungs látinn Rithöfundurinn og fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu Noregsprinsessu, Ari Behn, er látinn, 47 ára að aldri. 25. desember 2019 21:29