Margir fegnir að fá loksins að komast inn á Vog um jólin Birgir Olgeirsson skrifar 22. desember 2019 19:00 Á sjöunda hundrað manns bíða eftir að komast í meðferð á Vogi og vantar stofnunina um 200 milljónir til að stytta þann lista. Skrefin inn á stofnunina eru þung fyrir jólin en margir taka því þó fagnandi að fá loksins tækifæri til að komast í meðferð. Nú þegar hátíð ljóss og friðar er fyrir höndum er eflaust flestum efst í huga samverustundir með fjölskyldu og vinum. Sá veruleiki á þó ekki við alla því fjöldi verður í meðferð hjá SÁÁ yfir jólin. „Það verða 130 manns í meðferð hér yfir jólin ef við teljum með Vog, eftir meðferðina á Vík og búsetuúrræðið Vin,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi. Skrefin inn á Vog um jólin geta verið þung. „Fyrir marga eru þetta þung skref. En kannski er samt ekki annað í stöðunni. Erfiðleikar og mikil neysla og nauðsynlegt fyrir fjölskylduna að viðkomandi fari í meðferð. Og svo eru aðrir sem kæra sig kollótta um hvaða dagar eru. Þeir láta þetta ganga fyrir því það er mikilvægt að taka sig á og nú er tíminn til þess.“ Á milli sex og sjö hundruð manns eru á biðlista eftir að komast í meðferð á Vogi. „Sumir þurfa að bíða mjög lengi. Þeir sem lögðu beiðni inn í vor eru sumir hverjir að koma inn núna. Það er alltof langt. Sumir eru að koma fyrr inn vegna aðstæðna sinna, líkamleg veikindi eða barnaverndarmál, það eru ekki allir sem bíða í marga marga mánuði en sumir eru þar.“ Hún segir biðina hafa lengst statt og stöðugt síðastliðin ár. „Kannski helst það í hendur við það neyslumynstur sem er. Það er mikið um kókaín, ópíóðaefni koma inn. Þetta er hættuleg neysla og keyrir fólk í kaf mjög fljótt.“ Valgerður segir að vinna þyrfti hraðar á þessum lista. Til þess þurfi stofnunin 200 milljónir krónir til að geta ráðið þann fjölda starfsfólks sem til þarf. „Þetta er þannig vandi að það er skynsamlegast og best að grípa inn í fljótt. Auðvitað er eðlilegt að sumir bíði af eðlilegum ástæðum. Ég held að það sé bara skynsamlegt að gera það á allra handa máta.“ Áfengi og tóbak Fíkn Heilbrigðismál Jól Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Á sjöunda hundrað manns bíða eftir að komast í meðferð á Vogi og vantar stofnunina um 200 milljónir til að stytta þann lista. Skrefin inn á stofnunina eru þung fyrir jólin en margir taka því þó fagnandi að fá loksins tækifæri til að komast í meðferð. Nú þegar hátíð ljóss og friðar er fyrir höndum er eflaust flestum efst í huga samverustundir með fjölskyldu og vinum. Sá veruleiki á þó ekki við alla því fjöldi verður í meðferð hjá SÁÁ yfir jólin. „Það verða 130 manns í meðferð hér yfir jólin ef við teljum með Vog, eftir meðferðina á Vík og búsetuúrræðið Vin,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi. Skrefin inn á Vog um jólin geta verið þung. „Fyrir marga eru þetta þung skref. En kannski er samt ekki annað í stöðunni. Erfiðleikar og mikil neysla og nauðsynlegt fyrir fjölskylduna að viðkomandi fari í meðferð. Og svo eru aðrir sem kæra sig kollótta um hvaða dagar eru. Þeir láta þetta ganga fyrir því það er mikilvægt að taka sig á og nú er tíminn til þess.“ Á milli sex og sjö hundruð manns eru á biðlista eftir að komast í meðferð á Vogi. „Sumir þurfa að bíða mjög lengi. Þeir sem lögðu beiðni inn í vor eru sumir hverjir að koma inn núna. Það er alltof langt. Sumir eru að koma fyrr inn vegna aðstæðna sinna, líkamleg veikindi eða barnaverndarmál, það eru ekki allir sem bíða í marga marga mánuði en sumir eru þar.“ Hún segir biðina hafa lengst statt og stöðugt síðastliðin ár. „Kannski helst það í hendur við það neyslumynstur sem er. Það er mikið um kókaín, ópíóðaefni koma inn. Þetta er hættuleg neysla og keyrir fólk í kaf mjög fljótt.“ Valgerður segir að vinna þyrfti hraðar á þessum lista. Til þess þurfi stofnunin 200 milljónir krónir til að geta ráðið þann fjölda starfsfólks sem til þarf. „Þetta er þannig vandi að það er skynsamlegast og best að grípa inn í fljótt. Auðvitað er eðlilegt að sumir bíði af eðlilegum ástæðum. Ég held að það sé bara skynsamlegt að gera það á allra handa máta.“
Áfengi og tóbak Fíkn Heilbrigðismál Jól Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira