Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2019 15:07 Aðeins fimm dagar eru síðan haustferð 2020 til Balí var auglýst á Facebook-síðu Farvel. Farvel Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnam, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. Á vef Ferðamálastofu kemur fram að starfsemi Farvel hafi verið stöðvuð sem hafi áhrif á ferðaplön 100-200 manns. Heimasíðu Farvel hefur verið lokað en enn er Facebook-síðan opin þar sem fyrr í desember voru auglýstar lúxusferðir til Mexíkó og Balí. Engin tilkynning er á Facebook-síðunni um að starfsemin hafði verið stöðvuð. Hét áður Oríental Farvel hóf starfsemi í mars 2016 og var Viktor Heiðdal Sveinsson í forsvari fyrir nýja fyrirtækið. Það byggði á gömlum grunni ferðaþjónustufyrirtækisins Oríental sem Viktor stofnaði áratug fyrr. Farvel sérhæfði sig til að byrja með í pakkaferðum til Asíu. Viktor Heiðal hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna málsins. Á vef Ferðamálastofu segir að Farvel hafi ekki uppfyllt skilyrði laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun um skil gagna. Þá hafði Farvel ekki sinnt ákvörðun Ferðamálastofu um hækkun tryggingarfjárhæðar. „Farvel ehf. hefur nú hætt starfsemi,“ segir á vef Ferðamálastofu. Tryggingafé Farvel dugar ekki til Stöðvun starfseminnar mun hafa áhrif á ferðaplön á milli 100 og 200 manns. „Þar sem Farvel ehf. hefur ekki skilað inn hækkaðri tryggingu, í samræmi við vaxandi umsvif fyrirtækisins, liggur fyrir að tryggingafé Farvel dugar ekki til að endurgreiða áætlaðar kröfur þeirra sem hafa greitt fyrir eða inn á pakkaferðir á vegum fyrirtækisins,“ segir á vef Ferðamálastofu. Fólk er hvatt til að kanna samhliða rétt sinn hjá tryggingafélögum og kortafyrirtækjum. Ertu á ferðalagi með Farvel eða hafðirðu keypt ferð sem ekki verður farin? Sendu okkur línu á [email protected]. Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnam, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. Á vef Ferðamálastofu kemur fram að starfsemi Farvel hafi verið stöðvuð sem hafi áhrif á ferðaplön 100-200 manns. Heimasíðu Farvel hefur verið lokað en enn er Facebook-síðan opin þar sem fyrr í desember voru auglýstar lúxusferðir til Mexíkó og Balí. Engin tilkynning er á Facebook-síðunni um að starfsemin hafði verið stöðvuð. Hét áður Oríental Farvel hóf starfsemi í mars 2016 og var Viktor Heiðdal Sveinsson í forsvari fyrir nýja fyrirtækið. Það byggði á gömlum grunni ferðaþjónustufyrirtækisins Oríental sem Viktor stofnaði áratug fyrr. Farvel sérhæfði sig til að byrja með í pakkaferðum til Asíu. Viktor Heiðal hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna málsins. Á vef Ferðamálastofu segir að Farvel hafi ekki uppfyllt skilyrði laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun um skil gagna. Þá hafði Farvel ekki sinnt ákvörðun Ferðamálastofu um hækkun tryggingarfjárhæðar. „Farvel ehf. hefur nú hætt starfsemi,“ segir á vef Ferðamálastofu. Tryggingafé Farvel dugar ekki til Stöðvun starfseminnar mun hafa áhrif á ferðaplön á milli 100 og 200 manns. „Þar sem Farvel ehf. hefur ekki skilað inn hækkaðri tryggingu, í samræmi við vaxandi umsvif fyrirtækisins, liggur fyrir að tryggingafé Farvel dugar ekki til að endurgreiða áætlaðar kröfur þeirra sem hafa greitt fyrir eða inn á pakkaferðir á vegum fyrirtækisins,“ segir á vef Ferðamálastofu. Fólk er hvatt til að kanna samhliða rétt sinn hjá tryggingafélögum og kortafyrirtækjum. Ertu á ferðalagi með Farvel eða hafðirðu keypt ferð sem ekki verður farin? Sendu okkur línu á [email protected].
Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira