Enn ófært víða um land Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2019 07:15 Eins og sést á þessu korti Vegagerðarinnar reru vegir á Norðurlandi eystra enn víða lokaðir vegna ófærðar. vegagerðin Víða er enn ófært á vegum á Norðaustur- og Austurlandi vegna óveðurs sem þar var í gær og nótt. Mokstur er hafinn í Vatnsskarði og er verið að skoða með mokstur á Öxnadalsheiði. Þá verður skoðað með mokstur í Ljósavatnsskarði í birtingu en veginum var lokað í gærkvöldi eftir að þar féll snjóflóð sem er um 500 metra breitt. Flóðið féll úr Krossfjöllum, ofan við Ljósavatnsskarð og fór yfir þjóðveg 1 við Ljósavatn. Bíl var ekið inn í snjóflóðið í gær en til allrar mildi urðu engin slys á fólki. Eitt til tvö flóð féllu svo til viðbótar í fjallinu. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð að Stóru-Tjörnum og að sögn Hjálmars Boga Hafliðasonar, sem á sæti í aðgerðarstjórn björgunarsveita og lögreglu á Húsavík sem opnuð var vegna snjóflóðanna, fékk fólk þar inni sem var á ferðinni og komst ekki leiðar sinnar vegna óveðurs. Siglufjarðarvegur er lokaður sem og vegurinn um Mývatnsöræfi og vegurinn um Möðrudalsöræfi einnig. Þá er Vopnafjarðarheiði lokuð og Fjarðarheiði. Ljósavatnsskarð: Veginum hefur verið lokað vegna snjóflóðs. Það á að skoða með mokstur í birtingu. #lokað#færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 20, 2019 Gular viðvaranir eru enn í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Suðausturlandi og miðhálendinu en viðvaranirnar falla úr gildi á milli klukkan 8 og 9. Það verður minnkandi norðaustan átt í dag að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands, víða 10 til 15 metrar á sekúndu en um 15 til 20 metrar norðvestan til á landinu og einnig á Suðausturlandi í kvöld. „Það verður slydda eða snjókoma um landið norðan- og austanvert, en yfirleitt bjart sunnan heiða. Hiti nálægt frostmarki, en hiti allt að 7 stigum sunnanlands. Það hvessir aftur á morgun og bætir í úrkomuna norðan- og austanlands, en áfram verður þurrt á Suður- og Vesturlandi. Á sunnudaginn dregur heldur úr vindi, en það verður áfram úrkomusamt norðan- og austan til,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Veðurhorfur á landinu:Minnkandi norðaustan átt, víða 10-15 m/s um hádegi, en 15-20 norðvestan til á landinu og einnig á Suðausturlandi í kvöld. Slydda eða snjókoma um landið norðan- og austanvert, en yfirleitt bjart sunnan heiða.Norðaustan 13-20 m/s á morgun, en hvassari í vindstrengjum suðaustanlands. Það bætir í úrkomuna norðan- og austanlands, en áfram verður þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti nálægt frostmarki, en hiti að 7 stigum sunnanlands.Á laugardag:Norðaustan 13-20 m/s, en hvassari í vindstrengjum suðaustanlands. Skýjað á Suður- og Vesturlandi, él norðanlands, en snjókoma eða slydda austast á landinu. Hiti kringum frostmark.Á sunnudag (vetrarsólstöður):Allhvöss eða hvöss norðaustan átt með snjókomu eða slyddu norðan- og austanlands, en úrkomulaust sunnan heiða. Hiti breytist lítið.Á mánudag (Þorláksmessa):Norðaustan átt, víða 8-13 m/s og él, en þurrt að kalla sunnanlands. Hiti áfram um frostmark.Á þriðjudag (aðfangadagur jóla):Austlæg átt 5-13 m/s og dálítil snjókoma eða slydda um tíma á Suður- og Vesturlandi, en rigning með ströndinni. Hiti um og yfir frostmarki. Skýjað um landið norðan- og austanvert, él á stöku stað og vægt frost. Samgöngur Veður Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Víða er enn ófært á vegum á Norðaustur- og Austurlandi vegna óveðurs sem þar var í gær og nótt. Mokstur er hafinn í Vatnsskarði og er verið að skoða með mokstur á Öxnadalsheiði. Þá verður skoðað með mokstur í Ljósavatnsskarði í birtingu en veginum var lokað í gærkvöldi eftir að þar féll snjóflóð sem er um 500 metra breitt. Flóðið féll úr Krossfjöllum, ofan við Ljósavatnsskarð og fór yfir þjóðveg 1 við Ljósavatn. Bíl var ekið inn í snjóflóðið í gær en til allrar mildi urðu engin slys á fólki. Eitt til tvö flóð féllu svo til viðbótar í fjallinu. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð að Stóru-Tjörnum og að sögn Hjálmars Boga Hafliðasonar, sem á sæti í aðgerðarstjórn björgunarsveita og lögreglu á Húsavík sem opnuð var vegna snjóflóðanna, fékk fólk þar inni sem var á ferðinni og komst ekki leiðar sinnar vegna óveðurs. Siglufjarðarvegur er lokaður sem og vegurinn um Mývatnsöræfi og vegurinn um Möðrudalsöræfi einnig. Þá er Vopnafjarðarheiði lokuð og Fjarðarheiði. Ljósavatnsskarð: Veginum hefur verið lokað vegna snjóflóðs. Það á að skoða með mokstur í birtingu. #lokað#færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 20, 2019 Gular viðvaranir eru enn í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Suðausturlandi og miðhálendinu en viðvaranirnar falla úr gildi á milli klukkan 8 og 9. Það verður minnkandi norðaustan átt í dag að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands, víða 10 til 15 metrar á sekúndu en um 15 til 20 metrar norðvestan til á landinu og einnig á Suðausturlandi í kvöld. „Það verður slydda eða snjókoma um landið norðan- og austanvert, en yfirleitt bjart sunnan heiða. Hiti nálægt frostmarki, en hiti allt að 7 stigum sunnanlands. Það hvessir aftur á morgun og bætir í úrkomuna norðan- og austanlands, en áfram verður þurrt á Suður- og Vesturlandi. Á sunnudaginn dregur heldur úr vindi, en það verður áfram úrkomusamt norðan- og austan til,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Veðurhorfur á landinu:Minnkandi norðaustan átt, víða 10-15 m/s um hádegi, en 15-20 norðvestan til á landinu og einnig á Suðausturlandi í kvöld. Slydda eða snjókoma um landið norðan- og austanvert, en yfirleitt bjart sunnan heiða.Norðaustan 13-20 m/s á morgun, en hvassari í vindstrengjum suðaustanlands. Það bætir í úrkomuna norðan- og austanlands, en áfram verður þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti nálægt frostmarki, en hiti að 7 stigum sunnanlands.Á laugardag:Norðaustan 13-20 m/s, en hvassari í vindstrengjum suðaustanlands. Skýjað á Suður- og Vesturlandi, él norðanlands, en snjókoma eða slydda austast á landinu. Hiti kringum frostmark.Á sunnudag (vetrarsólstöður):Allhvöss eða hvöss norðaustan átt með snjókomu eða slyddu norðan- og austanlands, en úrkomulaust sunnan heiða. Hiti breytist lítið.Á mánudag (Þorláksmessa):Norðaustan átt, víða 8-13 m/s og él, en þurrt að kalla sunnanlands. Hiti áfram um frostmark.Á þriðjudag (aðfangadagur jóla):Austlæg átt 5-13 m/s og dálítil snjókoma eða slydda um tíma á Suður- og Vesturlandi, en rigning með ströndinni. Hiti um og yfir frostmarki. Skýjað um landið norðan- og austanvert, él á stöku stað og vægt frost.
Samgöngur Veður Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira