Ghosn flúði frá Japan og til Líbanon Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2019 23:02 Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmaður Nissan og Renault AP/Koji Sasahara Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmaður Nissan og Renault, hefur flúið frá Japan þar sem hann átti fangelsisdóm yfir höfði sér. Ghosn er nú staddur í Líbanon en honum hafði verið sleppt úr haldi gegn tryggingu í apríl. Það var gert með því skilyrði að hann færi ekki frá Japan. Ghosn er bæði með ríkisborgararétt í Frakklandi og Líbanon en ekki liggur fyrir hvernig honum tókst að flýja Japan. Þá er hann sagður hafa flogið á einkaþotu frá Tyrklandi til Líbanon. Fjölmiðlar ytra segja Ghosn hafa staðið í þeirri trú að hann fengi ekki sanngjörn réttarhöld í Japan.Samkvæmt AP fréttaveitunni, sem ræddi við Ricardo Karam, vin Ghosn í Líbanon, kom hann til landsins í kvöld. Þá var blaðamaður sendur að húsi sem hann á í Beirút. Öryggisverðir stóðu vörð um húsið og var kveikt á ljósum þar inni. Verðirnir sögðu Ghosn þó ekki vera þar þó annar þeirra hafi viðurkennt að hann væri í Líbanon.Ghosn, sem er 65 ára gamall, var handtekinn á síðasta ári og sakaðir um að hafa kerfisbundið vantalið fram tekjur sínar til eftirlitsaðila og að hann hafi misnotað eignir fyrirtækisins til eigin hagsmuna. Það kom talsvert á óvart þegar tilkynnt var á síðasta ári að Ghosn hafði verið handtekinn. Ghosn hafði á árunum fyrir handtökuna verið hampað sem bjargvætti Nissan en undir stjórn hans sneri fyrirtækinu við blaðinu eftir mikið rekstrartap. Var þetta gert í samvinnu við Renault en fyrirtækin, ásamt Mitsubishi, áttu í nánu samstarfi, allt undir stjórn Ghosn. Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Segir að fyrrverandi stjórnanda Nissan sé haldið við grimmilegar aðstæður Eiginkona Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, segir að honum sé haldið við grimmilegar aðstæður í fangelsi í Japan. Ghosn hefur verið ákærðir fyrir umfangsmikið fjármálamisferli í starfinu sínu hjá bílaframleiðandanum. 15. janúar 2019 10:38 Nýjar ákærur gegn fyrrverandi stjórnarformanni Nissan Carlos Ghosn er meðal annars sakaður um að hafa velt milljarðatapi af persónulegum fjárfestingum yfir á japanska bílaframleiðandann. 11. janúar 2019 07:36 Carlos Ghosn mættur á Twitter og „boðar sannleikann“ í málinu Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, hefur skráð sig til leiks á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann hefur boðað til blaðamannafundar og segist forstjórinn fyrrverandi vera að undirbúa sig undir það að segja sannleikann um hvað sé "að gerast“. 3. apríl 2019 13:58 Fyrrverandi forstjóri Nissan laus úr steininum Dómari féllst óvænt á að Carlos Ghosn gæti fengið lausn gegn tryggingu. Fyrri kröfum um slíkt hafði verið hafnað. 6. mars 2019 08:41 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmaður Nissan og Renault, hefur flúið frá Japan þar sem hann átti fangelsisdóm yfir höfði sér. Ghosn er nú staddur í Líbanon en honum hafði verið sleppt úr haldi gegn tryggingu í apríl. Það var gert með því skilyrði að hann færi ekki frá Japan. Ghosn er bæði með ríkisborgararétt í Frakklandi og Líbanon en ekki liggur fyrir hvernig honum tókst að flýja Japan. Þá er hann sagður hafa flogið á einkaþotu frá Tyrklandi til Líbanon. Fjölmiðlar ytra segja Ghosn hafa staðið í þeirri trú að hann fengi ekki sanngjörn réttarhöld í Japan.Samkvæmt AP fréttaveitunni, sem ræddi við Ricardo Karam, vin Ghosn í Líbanon, kom hann til landsins í kvöld. Þá var blaðamaður sendur að húsi sem hann á í Beirút. Öryggisverðir stóðu vörð um húsið og var kveikt á ljósum þar inni. Verðirnir sögðu Ghosn þó ekki vera þar þó annar þeirra hafi viðurkennt að hann væri í Líbanon.Ghosn, sem er 65 ára gamall, var handtekinn á síðasta ári og sakaðir um að hafa kerfisbundið vantalið fram tekjur sínar til eftirlitsaðila og að hann hafi misnotað eignir fyrirtækisins til eigin hagsmuna. Það kom talsvert á óvart þegar tilkynnt var á síðasta ári að Ghosn hafði verið handtekinn. Ghosn hafði á árunum fyrir handtökuna verið hampað sem bjargvætti Nissan en undir stjórn hans sneri fyrirtækinu við blaðinu eftir mikið rekstrartap. Var þetta gert í samvinnu við Renault en fyrirtækin, ásamt Mitsubishi, áttu í nánu samstarfi, allt undir stjórn Ghosn.
Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Segir að fyrrverandi stjórnanda Nissan sé haldið við grimmilegar aðstæður Eiginkona Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, segir að honum sé haldið við grimmilegar aðstæður í fangelsi í Japan. Ghosn hefur verið ákærðir fyrir umfangsmikið fjármálamisferli í starfinu sínu hjá bílaframleiðandanum. 15. janúar 2019 10:38 Nýjar ákærur gegn fyrrverandi stjórnarformanni Nissan Carlos Ghosn er meðal annars sakaður um að hafa velt milljarðatapi af persónulegum fjárfestingum yfir á japanska bílaframleiðandann. 11. janúar 2019 07:36 Carlos Ghosn mættur á Twitter og „boðar sannleikann“ í málinu Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, hefur skráð sig til leiks á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann hefur boðað til blaðamannafundar og segist forstjórinn fyrrverandi vera að undirbúa sig undir það að segja sannleikann um hvað sé "að gerast“. 3. apríl 2019 13:58 Fyrrverandi forstjóri Nissan laus úr steininum Dómari féllst óvænt á að Carlos Ghosn gæti fengið lausn gegn tryggingu. Fyrri kröfum um slíkt hafði verið hafnað. 6. mars 2019 08:41 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Segir að fyrrverandi stjórnanda Nissan sé haldið við grimmilegar aðstæður Eiginkona Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, segir að honum sé haldið við grimmilegar aðstæður í fangelsi í Japan. Ghosn hefur verið ákærðir fyrir umfangsmikið fjármálamisferli í starfinu sínu hjá bílaframleiðandanum. 15. janúar 2019 10:38
Nýjar ákærur gegn fyrrverandi stjórnarformanni Nissan Carlos Ghosn er meðal annars sakaður um að hafa velt milljarðatapi af persónulegum fjárfestingum yfir á japanska bílaframleiðandann. 11. janúar 2019 07:36
Carlos Ghosn mættur á Twitter og „boðar sannleikann“ í málinu Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, hefur skráð sig til leiks á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann hefur boðað til blaðamannafundar og segist forstjórinn fyrrverandi vera að undirbúa sig undir það að segja sannleikann um hvað sé "að gerast“. 3. apríl 2019 13:58
Fyrrverandi forstjóri Nissan laus úr steininum Dómari féllst óvænt á að Carlos Ghosn gæti fengið lausn gegn tryggingu. Fyrri kröfum um slíkt hafði verið hafnað. 6. mars 2019 08:41