Boðar „sóknaraðgerðir“ til að tryggja öryggi Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2019 22:15 Kim Jong Un. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að her landsins og embættismenn undirbúi ótilgreindar „sóknaraðgerðir“ sem tryggja eiga öryggi einræðisríkisins og fullveldi. Þetta er haft eftir Kim á vef KCNA, opinberri fréttaveitu Norður-Kóreu, og er tilefnið líklegast sá frestur sem Kim hefur veitt Bandaríkjunum til áramóta. Ekki kemur fram í hverju þessar aðgerðir felast. Norður-Kórea hætti öllum viðræðum við Bandaríkin og vilja forsvarsmenn ríkisins losna undan einhverjum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir verða tilbúnir til að hefja þær á nýjan leik. Það vilja Bandaríkin og aðrir aðilar ekki og segja Norður-Kóreu þurfa að grípa til aðgerða varðandi afvopnun áður.Sjá einnig: Rússar og Kínverjar vilja fella niður þvinganir gegn Norður-KóreuFyrr á árinu gaf Kim yfirvöldum Bandaríkjanna frest til áramóta til að koma til móts við Norður-Kóreu en hann hefur ekki sagt hreint út hvað gerist þegar fresturinn renni út, heldur einungis það að Norður-Kórea muni feta nýjar slóðir. Sérfræðingar búast við því að hann muni tilkynna umfangsmiklar stefnubreytingar í nýársávarpi sínu á nýársdag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Nú stendur yfir stór fundur Kommúnistaflokks Norður-Kóreu og á honum að ljúka á morgun.Á þessum fundi lét Kim frá sér áðurnefnd ummæli um öryggi Norður-Kóreu en hann sagði einnig mikilvægt að styrkja efnahag ríkisins. Sérfræðingur sem blaðamaður AP ræddi við segir miklar líkur á því að Kim hafi sömuleiðis ítrekað það á fundinum að Norður-Kórea myndi halda áfram að byggja upp kjarnorkuvopn og eldflaugar. Sérstaklega með tilliti til þess að yfirmaður þeirra mála hjá her Norður-Kóreu sást á fundinum um helgina. Norður-Kórea Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að her landsins og embættismenn undirbúi ótilgreindar „sóknaraðgerðir“ sem tryggja eiga öryggi einræðisríkisins og fullveldi. Þetta er haft eftir Kim á vef KCNA, opinberri fréttaveitu Norður-Kóreu, og er tilefnið líklegast sá frestur sem Kim hefur veitt Bandaríkjunum til áramóta. Ekki kemur fram í hverju þessar aðgerðir felast. Norður-Kórea hætti öllum viðræðum við Bandaríkin og vilja forsvarsmenn ríkisins losna undan einhverjum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir verða tilbúnir til að hefja þær á nýjan leik. Það vilja Bandaríkin og aðrir aðilar ekki og segja Norður-Kóreu þurfa að grípa til aðgerða varðandi afvopnun áður.Sjá einnig: Rússar og Kínverjar vilja fella niður þvinganir gegn Norður-KóreuFyrr á árinu gaf Kim yfirvöldum Bandaríkjanna frest til áramóta til að koma til móts við Norður-Kóreu en hann hefur ekki sagt hreint út hvað gerist þegar fresturinn renni út, heldur einungis það að Norður-Kórea muni feta nýjar slóðir. Sérfræðingar búast við því að hann muni tilkynna umfangsmiklar stefnubreytingar í nýársávarpi sínu á nýársdag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Nú stendur yfir stór fundur Kommúnistaflokks Norður-Kóreu og á honum að ljúka á morgun.Á þessum fundi lét Kim frá sér áðurnefnd ummæli um öryggi Norður-Kóreu en hann sagði einnig mikilvægt að styrkja efnahag ríkisins. Sérfræðingur sem blaðamaður AP ræddi við segir miklar líkur á því að Kim hafi sömuleiðis ítrekað það á fundinum að Norður-Kórea myndi halda áfram að byggja upp kjarnorkuvopn og eldflaugar. Sérstaklega með tilliti til þess að yfirmaður þeirra mála hjá her Norður-Kóreu sást á fundinum um helgina.
Norður-Kórea Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira