Icelandair verði í skötulíki næsta árið Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. maí 2020 07:18 Vélar Icelandair fljúga lítið þessa dagana. Vísir/Vilhelm Stjórnendur Icelandair Group áætla að starfsemi félagsins verði lítil sem engin næstu 12 mánuðina. Félagið ætli sér þó búa þannig um hnútana að það geti tórað í slíku umhverfi í allt að tvö ár og að farþegafjöldi Icelandair verði ekki sá sama og í fyrra fyrr en árið 2024. Þetta er meðal þess sem Markaðurinn segir að hafi komið fram í kynningu forstjóra Icelandair og Kviku Banka með nokkrum af stærstu hluthöfum félagsins á dögunum. Þessi mynd sem forstjórarnir teikna upp er sögð liggja til grundvallar endurfjármögnun Icelandair Group, en félagið hyggst sækja næstum 30 milljarða króna í hlutafjárútboði sem blásið verður til á næstu vikum. Að sama skapi áætla forstjórarnir að félagið muni ganga á 10 milljónir dala úr sjóðum sínum hvern þann mánuð sem Icelandair Group aflar ekki tekna. Aftur á móti herma heimildir Markaðarins að flugfélagið geti hafið starfsemi að nýju innan mánaðar þegar tækifærin gefast en Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, hefur lagt ríka áherslu á sveigjanleika félagsins í öllum þeim viðtölum sem hann hefur veitt meðfram kórónuveiruþrengingum Icelandair. Boeing í vandræðum með að greiða bætur Vonir standi jafnframt til að félagið geti losnað undan kaupum á sjö Max-vélum, sem eins og kunnugt er hafa verið kyrrsettar í rúmt ár vegna öryggisástæðna, en umræddar vélar hafa ekki enn verið smíðaðar. Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir því að bótagreiðslur Boeing til Icelandair séu í uppnámi enda eigi flugvélaframleiðandinn í mestu vandræðum með að greiða bætur. Boeing sé sjálft í vandræðum og eigi því ekki hægt um vik að reiða fram beinharða peninga. Icelandair hefur þó áður gefið út að félagið hafi náð samkomulagi við Boeing þar sem flugvélaframleiðandinn viðurkennir bótaskyldu, að minnska kosti að hluta, vegna þess tjóns sem vélarnar hafa valdið. Hins vegar hefur aldrei komið fram hvað þýði fyrir sjóði Icelandair. Þá gerir Morgunblaðið sér jafnframt mat úr nýjasta árshlutareikningi Icelandair, sem sýndi fram á 30 milljarða tap félagsins á árinu, og segir hann gefa til kynna að Icelandair hafi ekki náð að standa við ákvæði í tveimur samningum um langtímafjármögnun félagsins. Vegna stöðunnar sem nú er uppi hafi félagið hins vegar þurft að bókfæra samningana, sem eru á gjalddaga árið 2024, sem skammatímakröfur. Heildarumfang þeirra sé um 93 milljónir dala eða tæplega 14 milljarðar króna. Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Boeing Tengdar fréttir „Það er samfélagsleg nauðsyn að hér sé flugfélag“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það markmið stjórnvalda og sína eindregnu skoðun að nauðsynlegt sé að hér sé flugfélag sem sé með höfuðstöðvar og að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti. 5. maí 2020 10:39 Icelandair tapaði 30,9 milljörðum Lausafjárstaða Icelandair Group nam 40 milljörðum króna, 281 milljón dollara, í lok mars að því er fram kemur í fyrsta ársfjórðungsuppgjöri félagsins sem birt var í kvöld. Alls tapaði félagið 30,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. 4. maí 2020 18:50 Boeing sagt skoða uppfærðar útgáfur af bæði 757 og 767 Boeing-verksmiðjurnar eru sagðar skoða þann möguleika að hefja framleiðslu nýrrar útgáfu af bæði Boeing 757 og 767-vélunum. Þetta eru þær flugvélartegundir sem Icelandair notar. 1. maí 2020 11:30 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Stjórnendur Icelandair Group áætla að starfsemi félagsins verði lítil sem engin næstu 12 mánuðina. Félagið ætli sér þó búa þannig um hnútana að það geti tórað í slíku umhverfi í allt að tvö ár og að farþegafjöldi Icelandair verði ekki sá sama og í fyrra fyrr en árið 2024. Þetta er meðal þess sem Markaðurinn segir að hafi komið fram í kynningu forstjóra Icelandair og Kviku Banka með nokkrum af stærstu hluthöfum félagsins á dögunum. Þessi mynd sem forstjórarnir teikna upp er sögð liggja til grundvallar endurfjármögnun Icelandair Group, en félagið hyggst sækja næstum 30 milljarða króna í hlutafjárútboði sem blásið verður til á næstu vikum. Að sama skapi áætla forstjórarnir að félagið muni ganga á 10 milljónir dala úr sjóðum sínum hvern þann mánuð sem Icelandair Group aflar ekki tekna. Aftur á móti herma heimildir Markaðarins að flugfélagið geti hafið starfsemi að nýju innan mánaðar þegar tækifærin gefast en Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, hefur lagt ríka áherslu á sveigjanleika félagsins í öllum þeim viðtölum sem hann hefur veitt meðfram kórónuveiruþrengingum Icelandair. Boeing í vandræðum með að greiða bætur Vonir standi jafnframt til að félagið geti losnað undan kaupum á sjö Max-vélum, sem eins og kunnugt er hafa verið kyrrsettar í rúmt ár vegna öryggisástæðna, en umræddar vélar hafa ekki enn verið smíðaðar. Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir því að bótagreiðslur Boeing til Icelandair séu í uppnámi enda eigi flugvélaframleiðandinn í mestu vandræðum með að greiða bætur. Boeing sé sjálft í vandræðum og eigi því ekki hægt um vik að reiða fram beinharða peninga. Icelandair hefur þó áður gefið út að félagið hafi náð samkomulagi við Boeing þar sem flugvélaframleiðandinn viðurkennir bótaskyldu, að minnska kosti að hluta, vegna þess tjóns sem vélarnar hafa valdið. Hins vegar hefur aldrei komið fram hvað þýði fyrir sjóði Icelandair. Þá gerir Morgunblaðið sér jafnframt mat úr nýjasta árshlutareikningi Icelandair, sem sýndi fram á 30 milljarða tap félagsins á árinu, og segir hann gefa til kynna að Icelandair hafi ekki náð að standa við ákvæði í tveimur samningum um langtímafjármögnun félagsins. Vegna stöðunnar sem nú er uppi hafi félagið hins vegar þurft að bókfæra samningana, sem eru á gjalddaga árið 2024, sem skammatímakröfur. Heildarumfang þeirra sé um 93 milljónir dala eða tæplega 14 milljarðar króna.
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Boeing Tengdar fréttir „Það er samfélagsleg nauðsyn að hér sé flugfélag“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það markmið stjórnvalda og sína eindregnu skoðun að nauðsynlegt sé að hér sé flugfélag sem sé með höfuðstöðvar og að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti. 5. maí 2020 10:39 Icelandair tapaði 30,9 milljörðum Lausafjárstaða Icelandair Group nam 40 milljörðum króna, 281 milljón dollara, í lok mars að því er fram kemur í fyrsta ársfjórðungsuppgjöri félagsins sem birt var í kvöld. Alls tapaði félagið 30,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. 4. maí 2020 18:50 Boeing sagt skoða uppfærðar útgáfur af bæði 757 og 767 Boeing-verksmiðjurnar eru sagðar skoða þann möguleika að hefja framleiðslu nýrrar útgáfu af bæði Boeing 757 og 767-vélunum. Þetta eru þær flugvélartegundir sem Icelandair notar. 1. maí 2020 11:30 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
„Það er samfélagsleg nauðsyn að hér sé flugfélag“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það markmið stjórnvalda og sína eindregnu skoðun að nauðsynlegt sé að hér sé flugfélag sem sé með höfuðstöðvar og að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti. 5. maí 2020 10:39
Icelandair tapaði 30,9 milljörðum Lausafjárstaða Icelandair Group nam 40 milljörðum króna, 281 milljón dollara, í lok mars að því er fram kemur í fyrsta ársfjórðungsuppgjöri félagsins sem birt var í kvöld. Alls tapaði félagið 30,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. 4. maí 2020 18:50
Boeing sagt skoða uppfærðar útgáfur af bæði 757 og 767 Boeing-verksmiðjurnar eru sagðar skoða þann möguleika að hefja framleiðslu nýrrar útgáfu af bæði Boeing 757 og 767-vélunum. Þetta eru þær flugvélartegundir sem Icelandair notar. 1. maí 2020 11:30