Dómur staðfestur yfir Júlíusi Vífli fyrir peningaþvætti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2020 16:06 Júlíus Vífill var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins en sagði af sér um það leyti sem Panamaskjölin voru til umfjöllunar en í ljós kom að hann átti aflandsfélag á Panama. Vísir Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerðist sekur um peningaþvætti með því að geyma ávinning af skattalagabroti inn á erlendum bankareikningi í sínu nafni og ráðstafa ávinningnum síðar á nýjan bankareikning í eigu vörslusjóðs sem hann var rétthafi að. Svo segir í dómi Landsréttar sem staðfesti tíu mánaða dóm yfir Júlíusi Vífli í héraði. Í dómi Landsréttar kom fram að hafið væri yfir vafa að sá hluti þeirra fjármuna, á annað hundrað milljónir króna sem hefðu verið inni á umræddum bankareikningum og ákært væri fyrir, hefði verið ólögmætur ávinningur af skattalagabroti Júlíusar Vífils. Ekki hafði þýðingu að frumbrotið sem ávinningurinn stafaði frá hefði verið fyrnt þegar rannsókn hófst. Þá var ekki fallist á varnir borgarfulltrúans fyrrverandi um að brotið hefði ekki verið refsivert sökum þess að sjálfsþvætti hefði ekki verið refsivert samkvæmt lögum á þeim tíma þegar ávinningurinn féll til. Því síður að brotið hefði verið fyrnt þegar ákæra var gefin út í málinu. Fullnustu refsingarinnar yfir Júlíusi Vífli var frestað skilorðsbundið í tvö ár sem þýðir að hann þarf ekki að taka út refsingu í fangelsi nema hann brjóti af sér innan tveggja ára. Dómsmál Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerðist sekur um peningaþvætti með því að geyma ávinning af skattalagabroti inn á erlendum bankareikningi í sínu nafni og ráðstafa ávinningnum síðar á nýjan bankareikning í eigu vörslusjóðs sem hann var rétthafi að. Svo segir í dómi Landsréttar sem staðfesti tíu mánaða dóm yfir Júlíusi Vífli í héraði. Í dómi Landsréttar kom fram að hafið væri yfir vafa að sá hluti þeirra fjármuna, á annað hundrað milljónir króna sem hefðu verið inni á umræddum bankareikningum og ákært væri fyrir, hefði verið ólögmætur ávinningur af skattalagabroti Júlíusar Vífils. Ekki hafði þýðingu að frumbrotið sem ávinningurinn stafaði frá hefði verið fyrnt þegar rannsókn hófst. Þá var ekki fallist á varnir borgarfulltrúans fyrrverandi um að brotið hefði ekki verið refsivert sökum þess að sjálfsþvætti hefði ekki verið refsivert samkvæmt lögum á þeim tíma þegar ávinningurinn féll til. Því síður að brotið hefði verið fyrnt þegar ákæra var gefin út í málinu. Fullnustu refsingarinnar yfir Júlíusi Vífli var frestað skilorðsbundið í tvö ár sem þýðir að hann þarf ekki að taka út refsingu í fangelsi nema hann brjóti af sér innan tveggja ára.
Dómsmál Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira